Það er eitt sem ég skil ekki (og til hamingju ég að hafa ekki byrjað þennan póst á orðinu "Ég..").
Blogger interfaceið er mismunandi milli tölva. Þegar ég skrái mig inn hérna heima er ég með svona gamaldags look og uppbyggingu en svo í sumum tölvum í skólanum (já, sumum, ekki öllum) lítur þetta allt öðruvísi út. Help-bar til hliðar og allt miklu þægilegra. Meira idiot-proof, sem mér þætti afar þægilegt að hafa hérna heima þegar ég er að spegúlera í síðunni. Ég kann nógu lítið á þetta fyrir, það er eiginlega ekki á það bætandi.
Er líka að leka niður úr þreytu núna. Ekki alveg til þess fallinn að skrifa neitt. En ég vil þó, áður en ég hætti, þakka Hirti fyrir falleg ummæli og hvet alla sem slysast hingað inn til að líta á skrif hans. Það yrði erfitt að verða fyrir vonbrigðum. Hann er undir nafninu Dr. Hack McQuacken hér hægra megin.
En nú sofna ég...
--Tyrael Drekafluga--
fimmtudagur, 27. nóvember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli