Ég hata html kóðun. Því þá , gætirðu spurt, hún er svo einföld? Ok ef hún er svona svakalega einföd, af hverju finn ég ekki út hvernig ég get breytt helvítis side-barinu hérna til hliðar? Links og Archives lengst inni í textanum og svo nær barið ekki nema örstutt niður þannig að textinn skekkist allur. Ég vil hafa þetta alla leið, bæði upp og niður. Og hvernig stendur á því að ef ég breyti templatinu mikið, fer í nýtt pre-designed look, þá verður Íslenskan að einhverju merkjamáli? Ég skil ekki af hverju og það fer ótrúlega í taugarnar á mér. Ég hlýt bara að hafa verið með ranghugmyndir um gáfnafar mitt, ég er í rauninni ekki mikið gáfaðri en, ja, svona almennur læknanemi til dæmis. Er kannski ekki nema á tannlæknaleveli. *shudders* Ég gæti líka skrifað um fleiri hluti sem fara í taugarnar á mér um þessar mundir en ég vil ekki hanga í neikvæðninni of lengi. Ég er samt pirraður.
Death free throat
from thirst,
mouth from
speech, feet
from earth.
-Kor requiem
--Tyrael Drekafluga--
sunnudagur, 23. nóvember 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli