miðvikudagur, 26. nóvember 2003

Ehh...

A horse, my kingdom for a horse.

Ég held að ég lifi almennt frekar góðu og þægilegu lífi. Og þegar ég segi almennt þá meina ég alltaf nema núna. Það er nefnilega eins og almættið hafi upgötvað þetta líka, þetta góða og þægilega, og ákveðið að gera eitthvað í málinu. Það gengur auðvitað ekki að hafa mig glaðan. Ég er nefnilega þessi happy-go cheerful týpa, svolítið eins og kender (ef þú veist ekki hvað kender er, hafðu engar áhyggjur. þú ert þá ekki fantasy-nörd) en það er erfitt að helda geðheilsu þegar stelpumál eru flæktari en allt og skólinn skellir á mann verkefni eftir verkefni eftir prófi eftir verkefni. Ég á orðið erfitt með að sofna á kvöldin, án djóks. Ef það væri djók mundi ég hlæja.

Ég er ekki hlægjandi. Hvar er þetta chill sem átti að vera í fjórða bekk? Ég var búinn að ákveða að þetta mundi vera þægilegt skólaár. Í staðinn fékk ég, jú, rólega byrjun skóla-annarinnar en svo var það líklega blessað almættið sem átti orð við kennarana og sýndi þeim nýju námsáætlunina. Eða kannski það hafi ekki verið almættið heldu akkúrat hin hliðin sem andaði sér frá kennara til kennara og heltók þá af píningarþörf og kvalarlosta í garð nemenda sinna.

Ég sendi nýlega umslag, merkt með post-it miða, með nokkrum verkefnum niður til helvítis. Á post-it miðanum stóð: "Learn guys."

...

Vá. Var að lesa þetta yfir og rosalega á ég bágt. Bú-hú. Uss þetta gengur ekki. Maður þarf ekki að þrauka lengi. Er t.d. búinn í prófunum tíunda des (þó ég hafi staðið í þeirri trú í marga daga að það væri ellefta). Þetta er ágætt, bara. Lífið er guuuuuullfallegt.

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: