Such a perfect day...
Yfir 3000 heimsóknir! Woo!! Þessu verður fagnað eftir helgi.
Vaknaði klukkan 7:07 í morgun *STOP* Fór í surtu og rakaði mig *STOP* Setti græjurnar í eyrun og gekk út í strætó með Incubus á fullu blasti. Enska í fyrsta tíma og Cyberts var í góðum fíling. Gerði stólpagrín að Lauru Bush og og Fréttablaðinu á meðan hann fór með Shakespearískar soliloquys í gríð. Svo var tveggja tonna keðja. Neeei, það er ekki satt. Einkahúmor. Helvítið hann Einki, alltaf að troða sér alls staðar. Hann á vegi og samkvæmi og flugvélar og ég veit ekki hvað og hvað. Ég ætlaði í afmælispartý hjá vini mínum á skemmtistað um daginn. Svo rak mig bara í rogastans þegar á dyrunum stóð 'Einkasamkvæmi'. Fór bara heim og nennti ekki svona vitleysu... jæja... Allavega, svo var tveggja tíma gat (já, þetta skilur maður). Við Anna Lind erum með svipaða stundaskrá svo við ætluðum að hafa kósýstund í sófanum. Við stóðum í dágóða stund fyrir framan autt sófaplássið áður en við áttuðum okkur á vandamálinu. Plássið var autt. Það var enginn sófi. Eftir ítarlega leit mína á meðan Anna var að snyrta á sér neglurnar fann ég sófann inni í sjoppu. Eftir málamiðlanir og sálfræðilegar aðfarir dró ég sófann út úr sjoppunni með hjálp Emmu og ýtti honum svo á sinn stað. Kósýcozy í tvo tíma og hádegishlé. Svo var Spænska. Vosotros endingin fer endalaust í taugarnar á mér. Hún er ekki notuð í Suður-Ameríku. Endalaus endaleysa.
Svo skrópaði ég í sálfræði / Þýsku (orðað svona þar sem þessir tímar stangast á) og fór í klippingu á Suðurlandsbraut. Boggi skutlaði mér. Ákvað að fara kannski í Grafíska hönnun í framtíðinni því þó að það sé til alveg dobía af grafískum hönnuðum er vöntun á hönnuðum sem kunna að teikna / fara með blýant. Og þeir eru víst vinsælir ef marka á nær-þrítugar hargreiðslukonur á ecco sandölum. Svo gekk ég heim í glimrandi fíling. Ég held það sé frakkinn (og tónlistin úr spilaranum). Það er bara frábært að ganga í þægilegri flík. Ég tók dansspor og söng með lögum eins og Lovin' What I Got með Sublime og Three is a Magic Number með Blind Melon. Góð lög. Party Party.
Það er að vissu leyti skrýtið og svolítið óþægilegt að líða svona þegar mér ætti að líða illa. Ég get bara ekkert að þessu gert. Ég veit líka að afi hefði viljað mig svona en ekki með hausinn milli hnjánna í einhverri hnípni. Honum fannst alltaf mest gaman að mér í svona fíling.
Feeeaaooowwn!
Þess má geta að Hrafninn segist vera byrjaður að blogga aftur. Yay!
--Drekafluga. Jolly good, then. Jolly good.--
föstudagur, 30. janúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli