miðvikudagur, 28. janúar 2004

Ég er svo ömurlegur penni stundum að það er ekki eðlilegt!

Skil á árbókartexta liggja handan við hornið. Halla samdi flottan texta og vísu í tveimur erindum um mig og ég anda einhverju klúðri á blað um hana. Þetta er ekki gott. Alls ekki gott. Svo þarf ég líka að klára minningargreinina um afa en hún gengur þó að öllum líkindum betur þar sem ég má vera persónulegri.

Í stað þess að fara í kóræfingu í dag fór ég í kaupæði með móður minni og systur. Ég er verri en margar stelpur þegar kemur að kaupum á hlutum hvers konar en þó helst fötum. Ég verð að segja að innihald fataskápsins míns stórfríkkaði eftir daginn. Núna á ég nýja skó og nýjan frakka, og svo geeeeeðveik jakkaföt og skyrtu (ef ekki hefði verið fyrir útsölur hefði þetta numið rétt undir 50.000kr). Damn hvað ég tók mig vel út í þessu. Ef stelpurnar elta mig ekki á árshátíðinni í þessu þá gerist það aldr- *slap* Takk. Ég þurfti kipp niður á jörðina aftur. En talandi um árshátíðina þá er skráning í herbergi á morgun. Dúndur stuð! Ég verð með tilvonandi Ungfrú Kvennó, henni Höllu í herbergi og mun sitja til borðs með 4-T sem svo skemmtilega vill til að er skemmtilegasti bekkurinn. En ég þarf að fara að skrifa. Þetta gengur ekki.

Svolítið þreyttur þrátt fyrir hresst blogg.


(ps, tékkið á þessu. snilldarsnilld.)
(.......og þessu.)

ta.

--Drekafluga. James Bond's rival in suit.--

Engin ummæli: