Eftir að hafa stokkið svona út í pólítík og svo gott sem sloppið við skítkast stekk ég bara burt frá þessu. Ég er ekki viss um að ég vilji að síðan mín verði pólitískur miðpunktur umræðna til lengri tíma. En það er ágætt að skrifa eitthvað svona öðru hvoru held ég.
Ég er með lítið brunasár á lærinu eftir smíðar á janúargjöfum (fyrir þá sem ég hafði ekki tíma til að gefa jólagjafir) og sveið svakalega í það í gær. Í dag ákvað ég að vera macho og taka ekki eftir því og það hefur gengið með ágætum. Svo horfði ég á Skjá Einn í gær sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég er staddur heimaheima. Uppi í sveit heima. Og Skjár Einn hefur hafið útsendingar hingað. Ég vil þess vegna gefa þeim eitt gott klapp. *klapp* En ég hef ekki meiri tíma í bili, hversu innihaldssnautt sem þetta má vera.
tack tack
--Drekafluga--
sunnudagur, 4. janúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli