Jæja, mér líður ekki sem verst í dag. Þakka ykkur fyrir hlýhuginn. Mér þótti vænt um hann. Áðan gekk ég inn á gang og svo inn í stofuna og það sló þögn á suma sem þar sátu. Ég hafði verið að raula eða segja eitthvað og þeim fannst eins og afi væri þarna kominn ljóslifandi. Eins og Rafiki sagði: "Hann býr í þér." Svo fór fólk að tala um þetta og draga fram myndir þar sem hann átti að líkjast mér. Afar skemmtilegt. Afar.
En ég veit ekki hvort ég get svosem verið að skrifa mikið í dag. Fólki þætti víst ekki viðeigandi ef ég færi með gamanmál eftir færlsu gærdagsins. Hinsvegar verð ég að lýsa óánægju minni yfir ákvörðun Svenna yfir breytingu á bloggara vikunnar í bloggara mánaðarins en svo verður bara að vera, enda ástæðurnar skiljanlegar.
Þetta verður vonandi skemmtilegra á morgun.
tack tack fyrir mig,
--Gummi Valur Drekafluga--
sunnudagur, 25. janúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli