miðvikudagur, 7. janúar 2004

Hver á þennan bústað?! Já eða nei!
Eg svaf lítið í nótt. Að sofa lítið fyrir annan skóladaginn fer ekki vel við planið um fyrsta skóladag. Sem betur fer var frí í fyrsta tíma þennig að ég fékk auka klukkutíma. Ég var samt svo draugúldinn í morgun að það tók heilt zlæd frá Háaleitisbraut niður að strætóskýli til að koma brosvipru á andlitið. Heilsaði Hrönn og settist við hliðina á Bogga í strætónum. Enskutíminn var eins og Enskutímar eru almennt hjá Cyberts. Svo fór ég í samliggjandi hádegishlé og gat. Ég fór inn í A3, myndmenntastofuna, raðaði saman fjórum stólum, braut saman jakkann og trefilinn og hafði undir höfðinu þegar ég lagðist niður og steinsofnaði. Ljúfi, ljúfi svefn. Ég vaknaði svo þegar Kristín Lind kom inn og kveikti ljósið rétt áður en Þýskutíminn byrjaði. "Nú." sagði hún, slökkti ljósið og lagðist svo upp á borð með lokuð augun. Stuttu seinna kom annar nemandi inn, settist niður og lagðist dormandi fram á borðið. Það var að myndast ágætis svefnkommúna þarna þegar tíminn byrjaði. Þessi tæpu þrjú korter sem ég náði að sofa björguðu deginum. Núna er ég eins og emúi á sýrutrippi. Þessu fylgdi svo auðveldur Spænskutími (skárra væri það nú) og svo er ég að skrifa þetta í eyðunni milli hans og kóræfingarinnar. En hún fer einmitt senn að byrja, verið þið sæl
tack tack

--Drekafluga, choirboy--

Engin ummæli: