föstudagur, 16. janúar 2004

2071 and counting.

Já, það skal hér með kunngjört að þessi litla síða hefur fengið meira ein 2000 heimsóknir síðan talning hófst þann 4. desember 2003. Hópur þeirra sem vita af þessu er alltaf að stækka. Ég hef ákveðið að fagna þessu einn og sjálfur heima hjá mér. There will be no admittance except on party business (og ef þú þekkir ekki þetta quote þá flokkast það undir hneyskli vikunnar). Party party.

Gettu betur var í gær svo það er ekki úr vegi að lýsa vonbrigðum mínum yfir úrslitunum. Kvennó tapaði með einu stigi. Einu! Og liðið, sem samanstóð eingöngu af gullfallegu kvenfólki þetta árið, sagði pass við spurningunni: "Hvernig er best að drepa varúlf?" og fór það óneitanlega fyrir nördahjartað mitt. Silfur. Silfur á varúlfa á að vera jafn sjálfsagt og hvítlaukur á vampírur. Ef síðustu tvær spurningarnar hefðu svo víxlast milli liða hefði Kvennó unnið en það er alltaf hægt að segja ef og ef... Þær stóðu sig eins og hetjur. Í kvöld mun svo Menntaskólinn í Reykjavík slá út Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í morgun vaknaði ég klukkan 7:07 að venju, lá svo í rúminu, hlustandi á X-ið og fór í skólann tæpum 50 mínútum seinna með Hot Hot Heat á heilanum. "...You are my only girl but you're not my owner girl..." Þar hélt ég út Enskutíma og fór svo niður í matsal þar sem ég hitaði lasagna afganga frá því í gær, át yfir mig og horfði á stand up með Eddie Murphy. Svo komst ég að því að Elísabet Spænskukennari er veik (þess vegna er ég hér á bókasafninu að blogga) svo tveggja tíma gatið mitt breyttist í þrjá tíma + hádegishlé. 3 klukkutímar og 50 mínútur. Ég hefði átt að koma með meira til að horfa á. Við önsumusumusiggi. Ég ef farinn að spila slime soccer eða eitthvað.

tack tack

--Drekafluga, bored out of his mind--

Engin ummæli: