mánudagur, 26. janúar 2004

Ég fór í skólann í morgun til þess eins að láta taka af mér mynd. Var voðalega fínt greiddur og svona. Fór svo heim. Var ekki í skapi til að vera í skólanum og í þetta skiptið létu elskurnar á skrifstofunni það eftir mér að fara bara heim. Ég er eins og efnissuga á DC og er núna að hlusta á Harry og Heimi og gæti ekki verið í léttara skapi miðað við aðstæður. "Jæja Heimir. Hvað skyldum við vera búnir að flækja okkur í núna?" "Ég veit ekki með þig, en ég er flæktur í hljóðnemasnúruna." Á leiðinni heim sat ég í strætó með manni sem var klæddur grunsamlega svipað og tékkneska landsliðið. Mig hálf langaði að berja hann. Það er einhvern veginn þannig, í kring um svona keppnir, að allir, jafnvel hörðustu antisportistar, sameinast til að styðja 'Strákana okkar'. Og svo taka þeir upp á því að spila illa og það, með áhagstæðri dómgæslu í tveimur leikjum, var nóg til að henda okkur út úr keppninni. Ég stóð með þeim allt fram á síðustu sekúndu síðasta leiks en það dugði ekki til. Ég þoli samt ekki fólk sem hættir að horfa og skiptir um stöð þegar þeim gengur illa. Þetta er eins og með landsliðið í fótbolta: Skilyrðislaus stuðningur. "Áfram Ísland, jafnvel þó við getum ekki neitt." Svo fór það óneinanlega í taugarnar á mér að ef við hefðum skorað einu marki fleira eða hindrað eitt mark í viðbót í hverjum leikjanna sem er, þá værum við ennþá inni í keppninni.

Skrýtið hvað maður talar um þá sem 'okkur'. Það er ekki eins og ég hafi tekið virkan þátt í leiknum. Tjah... Á eftir verð ég samt að fara upp í Kópavog að skrifa um Höllu og reyna að hvetja hana til dáða á meðan hún skrifar vonandi ekki of illa um mig fyrir Árbókina. Það verður nú stuð. Það verður svo mikið stuð að ég verð bara að láta fylgja þessa mynd af grímuballinu (ég vona að þetta komi ekki illa út í 1024 x 768pix) þar sem var líka stuð jafnvel þótt sólgleraugun mín hafi verið myrt á hrottalegan hátt. Af skiljanlegum ástæðum var fullt, fullt af fólki sem hafði ekki hugmynd um hvað ég var en ég var útskriftarnemi í Króatíu. Króatía 2004! Woo!

---

---

tack tack

--Drekafluga, download gimp--

Engin ummæli: