sunnudagur, 11. janúar 2004

We interrupt the continuation of this story to annoy you...

...and to bring you news from the life of the amateurish wanna-be author.
Ég hef verið kosinn bloggari vikunnar af hinum merka bloggrýnanda Sveini, Hinum Unga Kvenskælingi og er það mikill heiður. Þar kemur meðal annars fram að ég, Drekafluga, sé (quote) "..furðulega frábærlega hress drengur.." (unquote) og einnig að þessi liður á síðu gagnrýnanda hafi orðið til við lestur á bloggi undirritaðs. Af augljósum ástæðum nema fyrir þá sem eru með andlegan þroska sæhests hefur þessi tilnefning vakið mikla kátínu hjá vefritara síðunnar.


Auk þess hjálpaði þetta við að draga hann uppúr depurðinni sem fylgdi hjólstuldi er átti sér stað í vikunni. Já, þið lásuð rétt. Hjólstuldi. Blettóta, ískrandi Bronco Rocket reiðfáknum með músétna hnakknum var nýlega stolið úr hjólageymslu Fellsmúla 6. Rannsókn stendur yfir en um tíma lá kjallararottan undir grun. Eftir ráðfæringar milli lögfræðinga minna og rottunnar var komist að þeirri niðurstöðu að rottan væri dýr og gæti þess vegna litla ábyrgð tekið á gjörðum sínum og auk þess kom upp spurningin: "Hvern fjandann ætti rottan svosem að gera við reiðhjól?" ákærur á loppur rottunni voru því felldar niður.

Hjólsins sakna ég nú samt. Ég fékk það þegar ég var tólf ára og það hefur reynst mér verðmætur gripur. Ég komst líka að því að studnum er pirrandi að vera grannvaxinn. Sérstaklega ef maður er glysgjarn eins og ég. Það munaði svooo litlu að ég keypti mér svooo flottan jakka í Dress Mann en ég er svooo grannvaxinn að minnsta stærðin sem var eftir (M) hálf gleypti mig. Ég fór því nokkuð sneyptur út úr búðinni með þrjá sokkapakka.

En þetta er ágætt. Ég mun halda sögunni áfram á morgun.

tack tack

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

Engin ummæli: