"Ó nei, nú er ég í algjörum mínus..."
Jæja, þá er maður undir dúndrandi pressu. Í dag sendi ég ritnefndinni póst um bloggið mitt og þarf því að standa mig til að fá sómasamlega umsögn (því mér skilst að ritnefnd lesi hvert blogg fyrir sig og skrifi stutta lýsingu). Þess utan er ég dottinn úr æfingu með þetta af því ég var latur (þannig séð) og hef ekkert sent inn nema einhverja sögu sem ég þurfti bara að c/p hingað inn. Svo var allt skemmtilegustu skrifin hvort eð er þegar ég var að byrja þetta í nóvember.
Ég hef þó enga ástæðu til að gera annað en fagna þar sem ég er búinn að koma nettengingunni inn í herbergið mitt í lag (er að d/l Call of Duty demo 2) og ég hef nú fengið í hendurnar SpellForce, tölvuleikinn sem ég pantaði fyrir 9 dögum. Hann var átta daga á leiðinni en ég var ekki heima þegar hann kom í gær þannig að ég sótti hann niður í pósthús hjá almennilegustu og alúðlegustu konu sem ég hef hitt. Ég var að hugsa um að póstleggja eitthvað til að vera þarna lengur. Þetta var svona ömmu týpan sem manni líður vel í kringum. Fyrir leikinn borgaði ég 1275kr og svo 822kr í toll þannig að allt í allt var þetta 2097kr sem mér finnst bara vel sloppið. Þó ég ætli ekki að missa mig þá verður næsti hlutur sem ég kaupi að öllum líkindum þessi. 9 klukkutímar og 46 mínútur af bresku stand-upi. Peter Cook, John Cleese, Michael Palin, Rowan Atkinson og fleiri af þessu calíberi. Það er ekkert smá! Svo virðist ég vera að koma af stað einhverju trendi þar sem Jón mágur er að fara að kaupa sér bók á netinu á eftir. Þetta er bók um viðgerðir og viðhald á þrí- og fjórhjólum af ákveðinni gerð frá Honda og ég verð að segja að ég er nokkuð ánægður með það þar sem það jafnast fátt á við torfærur á þríhjólinu. Pjúra snilld. En ég nenni ómögulega að skrifa meira, er nánast afvelta eftir Lasagnað hjá systur minni og segi því:
24, 24, over and out
--Drekafluga, sólstrandagæji--
fimmtudagur, 15. janúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli