"..Dagurinn í dag var ekkert frábrugðinn deginum í gær...
að því undanskildu að ég var á gangi um miðdegi og fékk gervitungl í hausinn.."
(© Sólstrandargæjarnir)
Dagurinn í dag var annars þó nokkuð frábrugðinn deginum í gær og því er þetta alveg fráleitur titill. Ég fór ekki á kóræfingu í dag en ég fór í World Class eða Laugar eins og þetta heitir víst núna. Eða var ég í Laugum? Kannski var ég bara í World Class hlutanum af Laugum, hvað veit ég? En allavega, þar fyrir utan hitti ég Árna Petur frænda og óskaði honum til hamingju með skemmtilega uppsetningu á Lísu í Undralandi áður en ég hélt inn á vígvöllinn. Ef ég fæ ekki rífandi harðsperrur á morgun þá fæ ég þær aldrei. Ég var svona meðaldúlegur en langt síðan ég var í einhverju svona workout svo ég á allt eins von á strengjum. Eg eyddi líklega mesta tíma á hlaupabretti frá upphafi æfinga minna. Ég er nefnilega ekkert fyrir hlaupabretti. Hluti þess gæti stafað af því hversu asnalegt mér finnst að fólk ferðist milli bæjarhluta til þess eins að hlaupa á staðnum og svo gæti hluti ástæðunnar líka verið að ég á ekki almennileg heyrnartól. Öllu heldur á ég of almennileg heyrnartól. Stór, chunky, silfurlituð Pioneer heyrnartól sem hylja eyrun. Þess vegna get ég ekki notið Cartoon Network á sama hátt og aðrir í kring um mig.
Það sem dagurinn í dag og sá í gær eiga hins vegar sameiginlegt er að ég svaf yfir mig bæði í gær og í morgun. Lilja fer að missa alla trú á mér. Í gær missti ég af þroskasáfræðinni og í morgun kom ég 17 mínútum of seint í líffræðilegu sálfræðina en fékk samt mætingu, sem er nokkuð gott.
Og þannig var nú það. Núna er ég hinsvegar farinn að borða feitan kjúkling og kartöfluskífur og mikið af sósu og tilheyrandi og svo auðvitað salat með feta-osti. Slurp!
tack tack
--Drekafluga, clearly not a fitness freak--
þriðjudagur, 20. janúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli