laugardagur, 17. janúar 2004

Ég var að koma frá sýningu LFMH á Lísu í Undralandi og verð líklega að byrja á því að segj aað höfundur verksins var á heilli umferðareyju af sveppum þegar hann skrifaði það. Ég skemmti mér konunglega enda er þetta ótrúlega skemmtileg uppsetning þó að á fyrstu mínútunum hafi "vaaaá þetta er sýrt" runnið í gegn um huga minn. Haraldur Ágústson fannst mér bera af í hlutverki drottningarinnar og það er ekki fyrir frændsemi að mér finnst það. Flutningurinn er ótrúlegur. Þið verðið að sjá þetta til að ná því þar sem flutningnum er mjög erfitt að lýsa (í Undralandi *gelgjuhlátri samstundis fylgt eftir með skoti í hausinn*). Ég er ekki að grínast. Farið og sjáið þetta.

En Deep Blue Sea er í sjónvarpinu og ég er í skapi fyrir vitleysu. Svali gaurinn í henni mun svo drepa og limlesta dökkklædda náunga sem eiga það fyllilega skilið í The Punisher.

tack tack

--Drekafluga out--

Engin ummæli: