þriðjudagur, 20. janúar 2004

Gummi Valur félagsskítur.

Ég var ár og aldir að ákveða mig hvort ég ætti að fara á ballið á morgun og stökk svo á síðasta miðann inni á Nemó, Pétri keisara til mikillar ánægju. Hann verður í geðveikum búning en ég held ég verði að hætta við upphaflegt búningaplan mitt. Fólk var alltaf að spyrja mig hvað ég ætlaði að vera og þar sem ég hafði ekki hugmynd sagði ég bara: "Nakinn og olíuborinn." Málið var að nánast allir tóku bara geðveikt vel í þetta. Strákar líka (kinky. this worries me). Svo varð þetta bara fast þangað til mér datt í huga að vera pönkari. Tiltölulega einfalt útlitslega séð og ekki mikil fyrirhöfn. It's a sure deal. Núna er ég hinsvega ekkert svo viss um að ég fari. Palli er pottþéttur DJ, svo mikið er víst en ég er bara ekki í stuði. Það er svo hægt að yfirfær línu úr Braveheart á þetta. Einhver í góðum búning lítur á mig og segir (með írskum hreim): "My Lord tells me he can get me out of this mess... but he's pretty sure you're fucked." Svo veit ég ekki alveg með partýið en ég mæti án efa í það. Svoleiðis sleppir maður ekki. En þetta kemur í ljós á morgun.

Núna ætti ég líka að vera á kaffihúsi með öðrum AFS-urum en ég er bara of máttlaus eitthvað. Dáðadrengir, Forgotten Lores, The Darkness (snilld snilldanna) og Massive Attack eru að hífa mig upp úr þessu. Ekki svo að skilja að ég sé dapur heldur er ég líkamlega þreyttur. Ég ætla að prófa að fara snemma að sofa í kvöld... ef ég get. Svo þegar ég var að krúsa á netinu (sökum þess að d/l ratið á DC++ er fucked up og ég veir ekki af hverju. Innan við kb á sek!?!) ákvað ég að hressa upp á Wordið hjá mér og finna álfaletur. Ég sló svo inn "tengwar font download" á google.com og fékk upp síðu með nafninu "Free hot video shoot Gay"! Það lá við að ég færi inn á þessa síðu bara til að sjá hvernig í ósköpunum google gat tengt þetta tvennt. Gerði það samt ekki. Fann þessa síðu sem ætti að vekja áhuga aðdáenda Tolkiens. Er núna líka með þessi fínu letur. Reyndar fékk ég hugmyndir við þetta og er að spá í að fara bara að skrifa.

ta ta...

--Drekafluga--

Engin ummæli: