Yes? Hello?
Apparently there are people who consider me to be almighty. At least one and counting. This pleases me. However, I believe that said person was reffering to my variably modest writings. She is by no means a sloppy pen, herself so I recommend that you, dear reader, visit her site and get immersed in her writings. There is a core group of web-loggers I visit regularly and she promptly took her place in it the moment she started her online writings. Mariatta, I salute you.
Ég veit ekki alveg af hverju þetta var á Ensku. Ég held mig hafi bara langað að koma inn á 'almighty' og 'this pleases me'. En svo var ekki hægt að bara stökkva yfir í Íslensku þaðan. En hvað um það, ég var að horfa á sjónvarpið áðan, eins og ég geri stundum., og varð þá vitni að því þegar nýja Pepsi auglýsingin rann yfir skjáinn með þvinguðum og stílfærðum hressleika. En þrátt fyrir það og þrátt fyrir að vera kókisti og almennt á móti Pepsi þá fann ég fyrir ánægju. Þetta var einskonar staðfesting combacks fallegu kvennana. Britney, Beyonce og Pink (my personal farourite of the three) eru ekki Kate Moss horrenglur. Þær eru fallegar konur með fallegan vöxt. Ég vona bara að Twiggylookið eflist ekki aftur. Svo á öðrum nótum þá fer það svolítið í mig að Pepsi skuli gera flottari auglýsingar en Coke. Það var alltaf á hinn veginn en var snyrtilega tekið af lífi þegar skipt var um auglýsingastjóra hjá Coke. Munið þið eftir því að hafa farið í bíó fyrir nokkrum árum og séð óyndislega kvenpersónu drekka úr stóru kókglasi, umla svo í velíðan og brosa sauðsglotti að myndavélinni? Fyrsta skrefið niður á við.
En í tilefni veðursins í dag svaf ég yfir mig. Það bregst ekki að ef ég sef yfir mig er dagurinn gullfallegur. Og ég missi af byrjuninni á honum. Fólk ætti að borga mér fyrir að sofa yfir mig. Reyna að slá hitamet og svona. Ég fór í skólann með ekkert nema bol og gallajakka fyrir ofan belti. Ef ég hefði haft rænu á að detta fram úr í morgun hefði ég eytt tvöföldu eyðunni minni uppi á þaki á Uppsölum. Hádegishléinu líka. Sólböð þar geta verið yndæl.
Vorið er handan við hornið.
tack tack
--Drekafluga, Beach Boy--
mánudagur, 15. mars 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli