fimmtudagur, 25. mars 2004

What are you?

I'm pissed off, that's what I am. (úr hvaða mynd? einhver?)
Ástæðan er endalaus vankunnátta mín á Photoshop 7.0. Ég bara verð að læra almennilega á þetta. Með layerum mætti halda að þetta sé einfalt en kunnátta mín er svo takmörkuð að ég notaði freakin' MS Paint og Photoshop til skiptis. En ég er búinn að eyða nógum tíma í þetta svo ég ætla að leyfa mér að eyða litlum tíma í vefritun. En til útskýringar á myndasögunni þá þurfti ég lítið að semja þar sem þetta gerðist þetta í alvöru. Viðbrögð mín voru reyndar öðruvísi þar sem ég fékk hláturskast en þetta er samt gott efni. Það er tæpast hægt að segja að myndasagan sé kláruð en ég bara ákvað að sleppa því að sanna getuleysi mitt í Photoshop fikti. Teikningarnar eru svona af því ég ætlaði að skyggja þær í PhotoStudio 5 en forgangsraðaði vitlaust og nennti svo ómögulega að endurgera langa vinnu. Njótið.



---

tack tack

Já og til hamingju ég. 7000 and counting. =)

--Drekafluga, very, very amateurish--

Engin ummæli: