The dude in the chair
Þreyttur. Í dag hef ég fengið ómælda athygli út á hárið mitt og það er gott. 10 teygjur héldu því í fögrum lokkum en nú eru þeir bara lausir. Sem er gott. Annars fengi ég líklega höfuðverk. Nú sit ég í sófanum niðri í matsal Kvennó með fartölvu Abans á lærunum. Hún er svo sjálf að skúra fyrir framan mig. Ég ætlaði að hjálpa henni en hellti vatni yfir buxurnar mínar, fékk sjálfsvorkunnarkast og sit hér í nánast mollulegri þögn með hina fögru Isis mér við hlið. Hún er að lesa um anorexíusjúkling. Stemmning í því. Guðum og goðunum sé lof og dýrð yfir því að það sé föstudagur.
Til hamingju Borgó.
Ég ætla ekki að útlista ánægju mína yfir sigur Borgó yfir MR því það má sjá nokkurn veginn hvert sem farið er á netinu. Í staðinn vil ég lýsa yfir gleði minni yfir íþróttamennsku MR liðsins. Á meðan áhangendur Borgó dönsuðu sigurdans og dauðaþögn ríkti MR megin í salnum klöppuðu þeir og sögðu svo enga skömm vera í því að tapa fyrir sér betra liði. Heyr heyr fyrir því. Auðvitað voru þeir fúlir en þeir slepptu þessum MR hroka sem fær mann svo oft til að vilja limlesta fólk.
Svona í endann vil ég geta þess að ég er fuckin' boccia champ. Afar hardcore. Afar.
tack tack
--Drekafluga hárfagri--
föstudagur, 19. mars 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli