mánudagur, 29. mars 2004

Ég gæti þurft áfallahjálp

Sir Peter Ustinov er dáinn. Fæst ykkar vita líklega hver þetta er en í dag missti heimurinn mikinn listamann. Það gæti jú verið að einhvert ykkar myndi eftir Disney útgáfunni af Hróa Hetti, þessari með refnum. Ustinov fór þar á kostum sem Prince John. "Udelali! A crown! How exciting." Það má segja að hann sé upphafsmaður stand ups, hann talaði átta tungumál gallalaust, hann er einn víðförlasti maður sem sögur fara af og hefur frá því ég var smá gutti verið einn af mínum uppáhaldsleikurum. Enginn getur fyllt skarð hans.


16. apríl 1921
-
28. mars 2004
---

Blessuð sé minning þessa mikla snillings.

tack tack

--Drekafluga, dapur--

Engin ummæli: