Já!
Mér líður vel. Nú er ég kominn með tilgang. Áætlun. Ég veit hvað ég ætla að gera eftir stúdentspróf og er orðinn einn af hinum öfunduðu. Ooh-tah. Fyrir ekki svo löngu var ég í hópi þeirra sem gerði allt til að forðast “Hvað ætlarðu svo að gera eftir Kvennó?” en nú horfir öðruvísi við. Ég er meir að segja með sumarvinnuplan inni í þessu. Og hvað ætla ég svo að gera?
Ég ætla hingað í sumar til að þræla og púla svo ég hafi efni á áhöldum og viðlíku þegar ég fer hingað næsta haust. Já, Myndlistaskólinn skal það vera. Inntökupróf eru 24. – 25. apríl og ég hef ekki hugmynd um hvernig þau lýsa sér en ég ætti að hafa nógan tíma til að komast að því. Svo hef ég líka orðið mér út um umsóknareyðublað á netinu og er að fara yfir helstu þætti og undirbúa mig samkvæmt því. Það sem ég sækist eftir er almennt fornám fyrir framhaldslistnám annaðhvort hérlendis eða erlendis og tekur það eitt ár. Þetta mun svo gera eftirfarandi: Veita mér gálgafrest í eitt ár með að ákveða hvernig ég skuli haga frekara framhaldsnámi mínu og vonandi hjálpa mér að finna, vega og meta hvers konar listform hentar mér best.
Hah! Now whaddaya think of that! Nú er bara vonandi að ég fái bæði sumarvinnuna og inngöngu í skólann.
Og svo, svona í tilefni góða skapsins ætla ég að skella þessu upp.
---
Ekki sáttur við allar fimmurnar og þaðan af lægri einkunnir og veit ekki alveg hvernig þetta er reiknað út en svona er þetta bara.
tack tack
--Drekafluga, með krosslagða fingur--
sunnudagur, 7. mars 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli