fimmtudagur, 11. mars 2004

All by myyyyyy seeeelf...

Já. Mér líður hreint ekki vel. Þjáist af athyglisskorti, held ég. Þetta er skrifað rétt eftir tólf aðfaranótt fimmtudagsins 11. mars. Fyrr í kvöld fór ég á leiksýningu Kvennaskólans 2004 sem þetta skiptið heitir Glæstir Tímar. Þetta er frábær sýning í alla staði og gott ef hún toppar ekki Lýsiströtu frá því í fyrra. Jú, ok, hún gerir það. Punktur. Og það er svooo sárt að hafa ekki verið með. Ég er ennþá með leiklistarbakteríuna og hún bara missti sig þegar ég var að skemmta mér yfir þessu. Jú, ég hef fengið eitthvað í staðinn... ...nei, bíddu. Það er ekki rétt. Ég hef bara ekkert fengið í staðinn. Hækkaði um 1.5 milli anna þar sem ég hef ekki haft neitt svona til að eiga hug minn allan en einmitt núna er mér sama. Þetta er bara fúlt og ef einhver nuddar mér upp úr þessu í commenti verður það þurrkað út. Tek ekki neinu slíku núna.

En Kvenskælingar og aðrir þeir sem þetta lesa, farið og sjáið Glæsta Tíma. Þetta er frábær sýning.

Þar sem ég er þessi classy týpa tók ég strætó heim. Ég veit svo ekki alveg hvernig það gerðist en ég var farinn að dansa við Wiseguys úti í golunni hjá Lækjartorgi. Varð bara einhvern veginn. Stelpu sem sat á bekk inni var mikið skemmt. Mér var sama. Um leið og ég settist inn í þristinum magnaðist þessi tilfinning að ég væri að missa af einhverju. Svona eins og öllum nema mér hafi verið boðið í ofurfroðupartý en ég sæti kertalaus heima í rafmagnsleysi og vondu veðri. Þetta ágerðist og ég þoli það ekki. Veit ekki hvað er að mér. Langar að ráða við þetta. Þetta verður komið í lag á morgun en einmitt núna er þetta bara ekkert gaman.



Og hananú.

--Drekafluga, hálf tómur eitthvað--

Engin ummæli: