mánudagur, 22. mars 2004

Fuckin' amazing!

Ég ætlaði að setja upp sketch í dag en fullkomnunarárátta og tímahrak hafði svo betur svo það varð ekkert
af því. Í dag gerðist þó tvennt sem ég ætla að minnast á og svo sé ég til hvort mér dettur eitthvað meira í hug.

1. Mér var tjáð að hvaða móðir sem er mundi vera sátt við að eiga mig sem tengdason.
2. Ég tók mér pásu til að velta fyrir mér nafnbótum á sælgæti frá Freyju.


Já, tengdasonur. Einhvern veginn er það þannig að mæður fíla mig. Ég er ekki endilega að tala um mæður kærustunnar minnar í það og það skiptið (ekki það að ég skipti vikulega) heldur bara mæður vina og/eða vinkvenna minna. Það að ég nefni þetta í dag er af því að ég var með vinkonu minni í bíl nýlega og vinkona mömmu hennar sá okkur og dró ályktanir. Hún spurði svo hvað væri í gangi og mamman sagði að þó við værum bara vinir væri: -quote- Hvaða móðir sem er ánægð að eiga mig sem tengdason. -unquote- Hah! Magnað.

Djúpur.
Um djúpur frá djúpum til djúpna? kvk. ft.?
Um djúpan frá djúpum til djúps? kk. et.?
Ég bara get ekki fundið út úr þessu. Ég tala alltaf um þetta í kvk. ft. Þetta er ekki keypt í stykkjatali heldur saman í poka. Pokanammi er alltaf í fleirtölu. Til dæmis Rjómakúlur. Þeir hjá Nóa ákváðu að á poka fullum af rjómakúlum stæði ekki 'Rjómakúla' og kaupandinn mundi svo margfalda í huganum. Nei, kúlur skyldu það vera í fuckin' fleirtölu. Og þess vegna tala ég um Djúpur í fleirtölu. Af því þær eru margar saman í poka. Hugsið bara um þetta við tækifæri. Þetta gæti stytt efnafræðitíma eða eitthvað. Hvað veit ég... Er Freyja svo ekki líka með Hitt? Sem ég hef reyndar ekki smakkað ennþá. Allavega... ...umm... nei, mér dettur ekkert meira í hug í þetta skiptið. Hmm, hehe, ef þið þekkið til Eddie Izzard, prófið að lesa þessa málsgrein með hann í huga. Síðast var það Mallrats en núna er Circle í gangi í bakgrunninum. Gæti hafa litað þetta aðeins.

tack tack

--Drekafluga, almost feeling bacchanalian--

Engin ummæli: