The Power of PK.
Dagurinn í gær. Já, það er fín byrjun. Dagurinn í gær var fullur af tilfinningum. Ég fór á milli þess að vera spenntur og stressaður, kvíðinn og eftirvæntingarfullur. Þetta var afskaplega skrýtið. Rymja var um kvöldið og ekki laust við að smá beygur væri í keppendum. Það var líka kannski það; það voru keppendur. Fólk keppti í söng. Ég reyndi að hugsa það ekki þannig. Ég vildi bara gera mitt besta. Ég verð ekki svona fyrir leiksýningar. Það er eitt að leika fyrir framan fullan sal af fólki en að syngja er annað og verra mál. Klukkan hálf tvö mættum við Mossi svo á generalprufu niðri á Nasa. Ég var með eintóma leðju í hálsinum og átti erfitt með söng en komst með herkjum í gegn um prufuna. Ég fór svo heim og hálfum lítra af tei síðar (te-i. ekki t-ei) var ég á leið niður í bæ í samfloti með Margréti, Önnu M. B. og Björgu. Á leiðinni hringdi í mig viðkunnaleg kona og spurði um Huldu. Ég sagði, sem satt var, að ég væri ekki Hulda. Hún afsakaði sig þá og lagði á. Mínútu seinna hringdi hún aftur og spurði, bara til öryggis býst ég við, hvort að Páll Eyjólfsson væri ekki við. Eftir dauðaleit í bílnum var frúnni tilkynnt að Páll væri ekki viðlátinn. Til að orðlengja þetta ekki um of þá var svo bara góður fílingur og stemmning með tileyrandi gítarspili og söng í kjallara Nasa.
Óli Palli kynnti okkur á sviðið og Mossi gekk inn og byrjaði að spila. Það sem fór í gegn um huga minn þá var eitthvað á þessa leið: "!!!???!!!" þar sem undirspilið var helst til í hraðari kanntinum. Ég gekk svo inn og upplifði þetta ótrúlega ego-boost sem fylgir fagnaðarlátum. Drive með Incubus var svo sungið eftir bestu getu miðað við aðstæður (stress factor ≈ 7,2) og þrátt fyrir textaklikk og misheppnaðar söngnótur sem skáru í eyru mín uppskárum við yfirþyrmandi læti sem ég held að hafi fremur verið til fagnaðar. Ég var ekki ánægður með þetta en Mossa tókst að snúa þessu í "Hey, we came, we saw, and we fucking tried" og fyrir það er ég þakklátur. Svo restina af keppninni var ég frammi í sal og naut flutnings hinna keppendanna.
Í þriðja sæti er...
Guðmundur Valur! Ég hef víst heyrt að svipurinn á mér hafi verið ólýsanlegur og þeir (ok, þær. það voru bara stelpur) sem í kring um mig voru hefðu gefið mikið til að hafa náð mynd af mér. Ekki tíu sekúndum áður hafði Mossi kallað til mín og spurt með látbragði hvort við ættum ekki séns. Ég hafði hrist hausinn. Svo kom þetta. Guðmundur Valur. Það vantaði eitthvað en í geðshræringu minni áttaði ég mig ekki strax á því. Í því ég var að stökkva yfir handriðið til að komast niður á gólf rann það upp fyrir mér: "Og Mossi". Gummi og Mossi, god-damn it! Við stóðum tveir á sviðinu og vorum tveir sem fluttum lagið. Það tók okkur tíma að komast í gegn um þvöguna og Óli Palli las "Guðmundur Valur Viðarsson" af blaðinu. Svo sá hann Mossa og hrópaði: "Já! Og gítarleikarinn!" Pff... dómnefndin ekki að standa sig. Hún hafði skrifað nafn mitt niður á blað en ekki hans Mossa. Jæja, þetta var taumlaus gleði en mér var svolítið brugðið þegar ég sá kassann með snakkinu. Fyrr um kvöldið sagðist ég ekki þurfa að hafa áhyggjur "beacuse I'd brought some magic". Hver man eftir PK tyggjói? Ég átti pakka með þremur tyggjóum eftir og hafði verið með eitt uppí mér áður en ég steig á svið. Þá hafði ég sett það á kassa með vinningum og viti menn! Það kom aftur til mín á sviðinu. I told you I'd brought some magic!
Svo, eftir að verðlaununum hafði verið skipt var haldið á Grand Rokk þar sem ég skemmti mér ágætlega og tók á móti mörgum hamingjuóskum þar til ónefnd stelpa sagði mér að ég hefði ekki átt skilið að vinna og að ég hefði stolið sætinu frá Völu og Soffíu og ekki nóg með það heldur hefði ég líka verið dónalegur og karlrembulegur við hana fyrr í kvöld. Ok, fyrir það fyrsta þá stal ég ekki einu eða neinu. Það var ekki ég sem setti mig í þriðja sæti. Það var dómnefndin. Skammaðu hana. Og ég er sammála, miðað við frammistöðu okkar Mossa og gæði annara atriða áttum við þriðja sæti ekki skilið að mínu mati. En við fengum það svo ég kvarta ekki. Svo, ef það er eitthvað sem ég er ekki þá er það karlremba. Þessi manneskja þekkti mig ekki og misskildi þess vegna algjörlega nokkurn vott af húmor í því sem ég sagði. Ég sé eftir því að hafa sagt þetta en ekki út af efninu heldur út af því hversu mismunandi fólk er. Ég var heldur ekki sáttur við úrslitin; Bryndís var í réttu sæti en, með fullri virðingu fyrir Fjólu í 1-FF, áttu Pétur og Einar fyrsta sæti skilið. En ég er ekki að bitcha yfir því í eintómri biturð og volæði.
Svona rétt í endann vil ég segja að ekki er öll von úti enn því Gettu Betur lið Verzló hefur alla burði til að komast á spjöld sögunnar. MR, be afraid.
tack tack
--Drekafluga. Fruit is good for you.--
fimmtudagur, 4. mars 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli