Letilíf
Orðfæð undanfarinna daga gleður eflaust móður mína. Hún heldur að vefritunin taki ótakmarkaðan tíma frá náminu. Þetta er ekki rétt. Það eru tölvuleikir, sjónvarp, teikning og vinir sem taka ótakmarkaðan tíma frá náminu. Þetta hefur reyndar haft undarleg og ófyrirséð áhrif sem lýsa sér til dæmis í hærri einkunn í Þýsku og smávægilegum útbrotum á hægri olnboganum. Það má líka vera að þetta sé vegna þess að mér hefur ekki enn tekist að stilla DC++ í gegn um routerinn og hef því ekki getað náð í afganginn af Mallrats. Þess má geta að þetta er skrifað á meðan Fyrri hluti þessarar snilldarmyndar er í gangi í bakgrunninum þegar þetta er skrifað.
"..there's no way her fallopian tubes could carry his sperm. I guarantee you he blows a load like a shotgun through her back. What about her womb, do you think it's strong enough to carry his child?"
"Sure, why not?"
"He's an alien, for Christ's sake. His Kryptonian biological makeup is enhanced by Earth's yellow sun. Lois gets a tan, the kid could kick right through her stomach. Only someone like Wonder Woman has a strong enough uterus to carry his kid. The only way he can bang regular chicks is with a kryptonite condom... ...that would kill him."
Heh. Ég vissi hvernig 'fallopian' er skrifað. Fletti þessu upp eftir á og veit ekki fyrir víst hvort ég á að vera stoltur. Hmm. Helginni eyddi ég með vinum. Fyrir ykkur tvö sem eruð forvitin um nánari smáatriði þess þá verðið þið bara að spyrja mig. Ég var nr. 6666 á síðuna. Tók meir að segja screenshot af því. Þessar 'vinsældir' eru í engu hlutfalli við fjölda þeirra sem höfðu samband við mig út af auglýsingunni á síðasta þriðjudag og er það miður. Visakortið mitt er ónýtt, debetkortið mitt er ekki síhringikort og var ég því kominn í rúmlega 2000 kr. dagsskuld út af nokkrum krónum í mínus og ég er ekki búinn að selja eina pakkningu eða rækjupoka. Pfff...
tack tack
--Drekafluga, an aspiring asparagus--
sunnudagur, 21. mars 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli