sunnudagur, 24. desember 2006

Gleðileg jól

Ég var að fletta eftir jólamyndum á netinu, rakst á danskt nisse-pige
dagatal og gat ekki á mér setið. Hafið það gott um hátíðarnar



tack tack

--Drekafluga jóladrengur--

miðvikudagur, 20. desember 2006

Ferðalok - Frá Vancouver til Íslands

Jæja, það er löngu kominn tími á þetta.

Á Alaska Air flugmiðanum frá San Francisco til Vancouver stóð Erlingsdottir/Gunnthor. Þetta var ekki í fyrsta skipti á ferð okkar sem Gunnþóra var karlmannsgerð á þennan hátt en mér þótti það alltaf jafn fyndið. Ég vann í happdrættinu og var vísað inn í sprengjuleitarklefa þar sem lofti var blásið um mig í tölvuvæddri leit að sprengiefnaleifum og mér fannst það bara gaman. Við kvöddum San Francisco með bros á vör og var það að stórum hluta til flugfreyjunum að þakka. Það er stór munur á bandarísku og kanadísku fólki og flugfreyjur eru engin undantekning. Í stað þess að þylja öryggisreglurnar utanbókar, þurrt og persónusneytt, þá notuðu þær steningar eins og “It’s a good idea to put yours on before helping others” og áttu þá við súrefnisgrímurnar og “...please refrain from smoking in the bathroom because we do have loud and noisy smoke detectors...”. Algjörlega slakar og grúví. Þetta yndislega viðhorf gerði það að verkum að við hlökkuðum ennþá meira til að upplifa Kanada.

Vancouver stóð algjörlega undir væntingum. Borgin er svo græn, fjöllin í kring svo falleg og fólkið svo almennilegt. Svo voru reykingar á veitingastöðum líka bannaðar þar. Yay. Líkt og í San Francisco eru rafmagnsstrætóar algeng sjón en í stað sporvagna var skytrain, lest sem fer eftir teinum sem haldið er uppi af háum stöplum. Við gistum fyrir hér um bil ekki neitt á tveimur hostelum (ég á enn eftir að finna betri íslenskun á orðinu “hostel” en “farfuglaheimili”) í miðbænum, umkringd veitingastöðum eins og Fatburger, the Last Great Hamburger Stand, Death by Chocolate, ótal indverskum og grískum stöðum og svo lélegs diner þar sem þjóninum tókst að græta Gunnþóru með dónaskap. Það var líklega eini hrokafulli kanadamaðurinn sem við hittum því fyrir utan hann vildu allir allt fyrir mann gera.

Þessi borg er líka full af skemmtilegum búðum. Gunnþóra gat loks sleppt af sér beislinu í fatakaupum og keypti eina fjóra kjóla held ég, þar af þrjá í kínahverfinu, sem þó var ekki svipur hjá sjón miðað við kínahverfið í SF. Uppáhalds búðin mín var Dragonspace á Granville Island. Mig langaði í svo gott sem allt þar inni og á fagurlega máluðum dyrunum stóð eftirfarandi á bókrollu: “If you foolishly dare to consume within this store victuals or beverages, we will feed both them and you to the dragons. The staff appreciate your cooperation. However, the dragons are always hungry. Thank you.” Frábært. Hattabúðin á sama stað var líka flott og við keyptum okkur hvort sinn hattinn. The Emily Carr Institute of Art and Design var hins vegar ekki það sem ég hafði vonast eftir og ég sé ekki fram á að sækja um inngöngu þar.

Þar sem við sátum í flugvélinni og biðum eftir flugtaki heyrðist stutt ískur í hljóðkerfinu og svo afsakaði yfirflugfreyjan töfina. Það hafði kviknað í einu farangursfæribandinu og því þyrfti að fara yfir skemmdir. Við litum út um gluggann og sáum þó nokkra slökkviliðsbíla og menn í skærum búningum. Milli þeirra runnu froðufylltir lækir, búnir að vinna á eldinum. Eins og innfæddir ypptum við öxlum og héldum áframa að spjalla við konuna sem sat við hliðina á okkur en hún var að fara að heimsækja son sinn í Montréal. Við vorum hins vegar að fara að heimsækja vinkonur okkar, Marie og Véro, en það kom ekki í ljós fyrr en við vorum lent að misskilningur í samskiptum varð til að við höfðum ekki hugmynd um hvar við ætluðum að hittast. “Berri” var þá ekki staður innan flugvallarins eins og við héldum heldur gata inni í miðri borg. Við andvörpuðum, keyptum rútumiða og vorum glöð að sjá jafn ringlað fólk og okkur í sætunum í kring. Við hittum Marie, Véro, David, Auði og Sébastian á endanum og það var frábært að hanga með þeim aftur. Við borðuðum crépes á hverjum degi á stað við hliðina á Café Starbuck Coffee, því allt er bæði á frönsku og ensku þarna. Þegar við komum til borgarinnar var síðasta vika sem enn var löglegt að reykja inni á skemmtistöðum og var fólk farið að venja sig við það. Og það var gott. Við gengum meira en góðu hófi gegnir, héldum grillveislu, átum á japönskum live-cooking stað og hlógum og hlógum. Ég keypti líka pínulítið hjólabretti sem hafði vafasamt notagildi en átti samt eftir að bjarga okkur það sem eftir var ferðarinnar.

New York byrjaði ekki vel. Fjórða taskan, sú sem við höfðum keypt í Pais í Guatemala hafði hlotið illa meðferð hjá American Airlines og var ekki með nema einu hjóli. En hjólabretti hefur fjögur hjól og í öllum flutningum eftir þetta sat þessi taska ofan á hjólabrettinu. New York búar eru frábrugðnir öðrum bandaríkjamönnum. Ég held að það sé svona á þessu svæði en ég get ekki dæmt um t.d. Boston eða Washington þar sem ég hef ekki komið þangað en ég held að það sé svipað. Þar sem við Gunnþóra biðum eftir neðanjarðarlestinni veltum við fyrir okkur hvernig við gætum komið farangrinum og okkur inn í lestina á sem stystum tíma og án þess að skaða nokkurn. Við vorum enn hugsi þegar lestin kom og dyrnar opnuðust. Við færðum okkur og töskurnar til hliðar á meðan fólk steig út og hentum töskunum svo inn einni af annarri. Stórvaxin svört kona, nýstigin út úr lestinni sneri sér strax við og hjálpaði okkur og spurði þegar dyrnar voru í þann mund að lokast hvort allt væri komið. Við rétt náðum að þakka henni áður en lestin rykktist af stað. Í lestinni var fólk líka hjálpsamt og ég komst að því að ég hafði lesið rétt á lestakortið og við vorum á leið í rétta átt. Gleði gleði. Við hentumst svo úr lestinni, drógum byrðarnar upp 30 - 40 tröppur og stóðum á W 34st á Manhattan, einni götu fyrir norðan Madison Square Garden. Við töldum hvert skref sem við gengum niður 8th Avenue í átt að Manhattan Inn Hostel sem var fjórum götum neðar. Þegar við vorum rétt hálfnuð komu að okkur tvær eldri konur sem lýstu áhyggjum og undrun yfir hversu klyfjuð við værum og spurðu hvort við værum á langferð. Ég gaf þeim andstutta lýsingu á ferðinni en þegar ég sagði að við værum frá Íslandi sögðu þær, með svolítilli undrun: “But you have a nice British accent.” Það glæddist bros innra með mér en ég var of uppgefinn til að útvarpa því. Við kvöddum konurnar og Gunnþóra og ég komumst á náttstað okkar í New York tveimur götum síðar. Þar bárum við töskurnar upp tvær hæðir eftir þröngum stigum og þrengri göngum. Það var yndislegt að komast í sturtu.

Daginn eftir sáum við hvað við vorum vel staðsett innan borgarinnar. Broadway í þriggja mínútna fjarlægð, Empire State nokkrum götum ofar og Madison Square Park og Flatiron byggingin nokkrum götum neðar. Það var gaman að sjá hana. Minnti mig á Matlock. Við komumst líka fljótt að því að það er enginn fataskattur í New York. Meir að segja ég, sem yfirleitt hef ókarlmannlega orku til búðarráps, örmagnaðist undir fatahrúgunni frá Gunnþóru. Fram hjá okkur leið stærsti leigubílafloti í heimi, við átum á besta mexíkanska stað í heimi, Chipotle, á götunni hitti ég og keypti disk af mest upprennandi rappara í heimi og við hlupum og keyptum okkur þriggja dollara regnhlíf fyrir mestu rigningarskúr í heimi. Þetta er þannig staður. Ítalska hverfið er svolítið skemmtilegt en ekkert Kínahverfi stenst samanburð við það í San Francisco. Við komumst samt ekki í gegn um það án þess að vera þröngvað í punktanudd úti á miðri götu og borguðum tíu dollara hvort, plús þjórfé auðvitað. En þetta er bara hluti af upplifuninni. Við fórum líka í raunverulega stærstu búð í heimi, en það er Macy’s á horni W 34 st og Broadway. Þetta eru átta risahæðir og mér fannst eiginlega ekkert varið í neina þeirra. Svo komumst við að því að ekki eru allir New York búar hjálpsamir og umburðarlyndir. Svo virðist sem hyskið safnist saman og haldi sig í verslun Forever 21 en þar sá ég líka einu sinni enn hvað bandaríkjamenn eru óþolandi spéhræddir. Mér, sem eina karlmanninum sem virtist þurfa að máta eitthvað, var vísað á kompu sem var falin á bak við málningarstiga og nokkur borð full af drasli því ég mátti ekki máta á sömu hæð og konur. Ja svei.

Ekki gátum við farið frá New York án þess að fara í leikhús á Broadway. Eftir að hafa skoðað miðaverð og metið kosti þess og galla að annað hvort selja úr okkur nýra til að eiga fyrir miða eða sitja í næstu byggingu við sýningu og nota kíki ákváðum við að reyna fyrir okkur í miðahappdrætti á Wicked. Flest leikhúsin hafa það nefnilega fyrir reglu að selja ekki miða á fremsta bekk heldur leyfa þeim sem hefðu kannski ekki efni á að fara á sýningu að vinna miðarétt í happdrætti og kaupa þá á aðeins 25 dollara í stað 110 – 140 dollara. Við unnum ekki miða en ákváðum að fara næsta dag og reyna aftur og viti menn, á lýtalítilli íslensku var lesið upp nafnið Gúdmúndúr Valúr. Ég túlkaði það sem mitt eigið, steig fram og keypti tvo miða. Tveimur og hálfum tíma síðar sátum við á fremsta bekk, agndofa yfir sjónarspilinu og létum hvern einasta tón flæða í gegn um okkur. Það var líka gaman að sjá fólk sem maður hafði bara áður séð í myndum eða sjónvarpi. Fyrir þá sem ekki vita þá er söngleikurinn Wicked byggður á bók eftir Gregory Maguire og fjallar um það sem gerðist í Oz áður en Dórótea kom til sögunnar. Eftir sýninguna sagðist Gunnþóra hafa gert upp hug sinn, hún ætlaði að verða galdranorn þegar hún yrði stór.

Þetta sama kvöld stálum við sjónvarpi. Það kann að hljóma undarlega en á þessu er einföld skýring. Á meðan dvölinni stóð færðum við okkur um herbergi og í því seinna var sjónvarpið úr sér gengið. Þar sem enginn var í herberginu við hliðina og þjónustustúlkan (sem talaði enga ensku en blessunarlega skildum við spænsku hvors annars) hafði skilið eftir opið þangað inn á meðan hún kláraði að þrífa ákváðum við að bæta úr ástandinu. Það tók ekki nema eina og hálfa mínútu, eftir smá undirbúning að skipta á tækjum og tengja þau og munurinn var erfiðisins virði. Eftir nokkra mjög ánægjulega daga í New York stoppuðum við svo leigubíl, eftir nokkrar tilraunir því við vorum með of mikinn farangur fyrir flesta, fórum á Grand Central Terminal og tókum rútu að flugvellinum. Við vorum á leið að síðasta áfangastað fyrir heimkomu til Íslands, London.

Í flugvélum Aerlingus eru töluð tvö tungumál. Annars vegar enska og hins vegar gallíska. Ég féll kylliflatur fyrir gallískunni og hef sjaldan heyrt mál sem mér finnst jafn heillandi. Ég fíla líka íra. Við millilentum í Shannon og tókum aðra vél þaðan til London en klósettin á flugvellinum voru merkt Ladies og Gents. Svo frjálslegt. Ég brosti og leið afskaplega vel af evróputilfinningunni sem ég fékk. Við lentum svo á Heathrow, sem er afar þægilegt því Undergroundið liggur þaðan og beint inn í borgina. Þegar við vorum að klífa stigana á Paddington stöðinni brotnaði haldfangið af áður brotnu hjólabrettatöskunni og við ákváðum endanlega að þetta yrði taskan sem við skildum eftir. Við urðum að skilja eftir eina tösku hvort eð er því flugreglugerðir innan evrópu eru heimskulegar. Þess má geta að við fórum út með 30kg en komum heim með 110. Bryndís, litla systir Gunnþóru, flaug svo út og var með okkur þessa daga í London og var kærkomið burðardýr á heimleiðinni. Við fórum í Camden, Madame Tussauds, London Eye, borðuðum indverskan, gengum um garða og gáfum íkornum. Þessir síðustu dagar í ferðinni voru fullkomnir, að því undanskildu að við Gunnþóra gátum ekki sofið almennilega því við deildum frekar óþægilegu og litlu rúmi á meðan Bryndís svaf ein í sínu. Við smygluðum henni nefnilega inn á hótelið og vorum því bara með tvö lítil rúm. En það var gott að vera í kunnuglegu umhverfi og gíra sig aðeins niður. Löngu ferðalagi var að ljúka en við vorum strax farin að huga að því næsta. Það verður þó bara að koma í ljós hvenær við komumst í það.

tack tack

--Drekafluga ferðalangur--

mánudagur, 4. desember 2006

A blog is due

For it is over a fortnight since my last one. I accidentally wrote "A bog is due", pondered a bit about keeping it that way but in the end felt it was way to swampy. Now, what's happened since last time? Well, I'm making far more keyboard errors but the most obvious difference is that I'm writing this in a whole different language and have no idea why. Bruises are new as well, albeit not as obvious. It seems most of my injuries heal quickly, probably because of my kinship with Wolverine, and most of them don't even show which has it's pros and cons. For one thing I don't have a lot of visual proof to spontaneously trigger sympathy but on the other hand my skin remains non-purple. Which is good. As to the reason of said injuries, and I think it's worth mentioning that they are all very manly but not to serious, it is because for the last 9 days Rimmugygur has been under the command of Phil Burthem. Phil Burthem kicks royal ass and is pretty much as elite a melee weapon fighter as there can be now a days. Under his rigorous training I have been pelted with all sorts of weaponry but without the maiming and bloodshed that might occur under such circumstances. I live and stand (reasonably) strong. And that was pretty much the point of this post, to show that I am alive. Seems that my later posts mainly revolve around that. And now I'm out of time. Hmm.

tack tack

--Drekafluga, off--

miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Ríkidæmi fátæktarinnar

Ég þarf að eyða. Til að byrja með mun ég glaður kaupa tvö svona stykki á því sem hlýtur að teljast sanngjörnu verði. En svo langar mig að uppfæra bílkost minn. Mig langar líka að kaupa örgjörva, móðurborð, skjákort, vinnsluminni og fleira til. Þetta kostar peninga sem ég á ekki til og mér finnst það miður. Svo erum við Gunnþóra að hugsa um að skjótast til útlanda einhvern tíman á næstunni og það bíða okkar ýmsar endurbætur hérna á heimilinu og flestar þeirra þarf að reikna með inn í fjárhagsáætlun. Það kostar ekkert að láta sig dreyma (og akkúrat þarna kemur titillinn inn í færsluna) en mig bara langar svo að framkvæma. Ég hef því komist að niðurstöðu.

Til að geta verið framkvæmdaglaður, átt þann bíl sem mig langar í (hmm...), uppfært tölvuna að vild, breytt og bætt í kring um mig og farið til útlanda án þess að hafa mikið fyrir því þá þarf ég að fá vel borgað. Til að fá vel borgað þarf ég betri menntun. Og mér þætti skemmtilegra að njóta þess sem ég læri og svo vonandi vinn við. Planið liggur því að grafískri hönnum í Listaháskólanum og svo er ég að hugsa um Margmiðlunarskólann eftir það. Síðan má sjá til með frekara nám, þá líklega grafíknám utanlands. Fyrsta skrefið er allavega að komast inn í Grafíska hönnun. Um síðustu helgi fór ég á kynningu hjá LHÍ til að rifja þetta allt saman upp aftur og þó ég eigi alls ekki að láta svona út úr mér þá held ég að ég eigi ágæta möguleika á að ná inn.

Æ andskotinn, ég man ekkert hvað ég ætlaði að segja meira. Cheers.

tack tack

Hlustandi á Beezelboss með Tenacious D

--Drekafluga. Jack Black is a demigod--

laugardagur, 28. október 2006

"Hefurðu einhvern tíman pælt í að vinna í útvarpi?

Ég mundi hlusta á þig." Þetta var sagt við mig í gærkvöldi. Ég er víst með þannig rödd. Ég get vart lýst því hvað mér þótti vænt um þetta. Pabbi gerir grín að röddinni minni en hann er bassi svo það er bara eins og það á að vera. Hann stríðir mér á öllu öðru líka svo það er ekkert til að kippa sér upp við. En ég held ég þreytist afskaplega seint á því að taka hrósi. Sem leiðir mig að öðru atviki: "Þú ert betri en flestir sem hafa byrjað hérna." Það sem stúlkan átti við var að ég væri færari á fyrstu æfingu en flestir sem hún hafði séð. Þessu trúði ég hins vegar ekki en það var samt gott að heyra þar sem ég fékk svona velkominn-tilfinningu.

Áðurnefnd æfing var á fimmtudaginn síðasta, í bílastæðakjallaranum undir Firðinum. Ég og Ísleifur mættum þangað, blautir bak við eyrun en fórum heim reynslunni ríkari og áfjáðir í að mæta aftur. Þarna heldur Rimmugýgur æfingar og þangað fórum við til að læra að berjast eins og víkingar. Ísleifur var flengdur af einum af fimm bestu skylmingamönnum í heiminum á meðan ég laut ítrekað í lægra haldi fyrir dóttur hans sem hefur æft í tvo mánuði. En ég skemmti mér allan tímann. Og ég hlakka til að mæta á næstu æfingu. Hver veit nema þið getið svo séð mig á næstu víkingahátíð. Hoorah!

tack tack

--Drekafluga, verðandi víkingur--

mánudagur, 16. október 2006

Swish!

Þið sem hafið áhuga á svona löguðu, skoðið videoin við þennan leik. Hann er fegurri en bountyið mitt. Og það er sko ekkert smá girnilegt lítið sælgætisstykki. Ég ætla að kaupa hann. Punktur.





tack tack

--Drekafluga, aftur orðinn leikjafíkill--

föstudagur, 13. október 2006

Holy Infinitely Gorgeous Jeezy Creezy!

Ég var að sjá þetta. Og ég get ekki beðið.

tack tack

--Drekafluga, hugfanginn--

miðvikudagur, 11. október 2006

Tveir mánuðir

Til hamingju ég. Þessi lágdeyða hafði náð nýjum hæðum áður en ég settist núna niður, í vinnutíma, og skrifaði þessi orð. Í gær átti ég ársafmæli hjá Nýherja. Ég keypti nammi og kökur og vinnumórallinn varð stórgóður út restina af deginum. Samt er ég búinn að segja upp og hætti að vinna hér um miðjan desember. Snoogens. En þangað til þá verð ég víst samt að vinna og því get ég ekki eytt meiri tíma í bili í að vinna ekki. En þessi síða lifir enn um sinn.

tack tack

--Drekafluga scooterman--

föstudagur, 11. ágúst 2006

And I'll be rolling down the street...

Klukkan er núna 23:21. Ég sit á skrifborðsstólnum hans pabba og læt fara vel um mig við voldugt skrifborðið hérna í Athvarfinu. Það er nafnið á herberginu; Athvarfið. Mér líður alltaf svo vel hérna inni í vinnuherberginu hans pabba. Það er svo mikil ró og friðsæld að ekkert raskar því nema klórið í hundinum frammi og lætin í tölvuviftunni. Þau (lætin) eru óbærileg því samsetningin á vélinni var hálfgert fúskaraverk og ég tek það fram að ég er ekki tölvusmiðurinn. En ég var að skipta út hörðum disk og gekk það framar vonum. Nú geta foreldrar mínir hlaðið inn myndum og alls kyns vitleysu með bros á vör. Ég fæ svo mikið út úr svona löguðu. Mér finnst gaman að vera reddarinn. Bastarður Víkinga skrifaði afskaplega skemmtilega færslu um þetta. Að vera sá sem fólk leitar til með spurningar eða vandamál og geta svarað og leyst úr öllu skilmerkilega er afskaplega gefandi. Aaaah. Ég er þreyttur (eftir vikuna, ekki aftir að hafa grúskað lítillega í tölvu) en sáttur.

Ég veit ekki hvort ég get sagt fyrir víst af hverju ég er að skrifa þetta. Líklega vantaði mig eitthvað að gera á meðan ég var að hlaða myndum og tónlist inn á nýja diskinn en ég held ég vilji líka halda glóð í þessari síðu minni. Ég á von á því að eitthvað dafni yfir henni þegar ég fæ mér glænýja og skínandi nettengingu hjá Hive. Eins og er þá er enn netlaust í fallegu, fallegu íbúðinni okkar Gunnþóru. Ég þarf að fara upp á næstu hæð til að kíkja á póstinn minn. En það verður að hafa það í bili.

tack tack

--Drekafluga, laid back--

þriðjudagur, 25. júlí 2006

Rauntímafærsla

Ég mæli með því við hvern sem er að fara inn á shooby.com og heyra Shooby Taylor syngja lög á borð við Softly and Tenderly og Stout Hearted Men.

tack tack

--Drekafluga í vinnunni--

fimmtudagur, 20. júlí 2006

Sápufærsla

Frá 30 desember 2003

Jæja, þegar ég talaði í gær um gæði bloggs út frá veðurlýsingum má segja að ég hafi ýkt. Stuttu eftir að ég skrifaði þetta var komið logn, tær himinn og 30 - 70cm snjór lá grafkyrr yfir öllu. Það var ekkert með það, við Haukur og Einar settum upp hlífar og skildi, klæddum okkur í galla og stukkum út. Einar var rétt á undan mér og henti sér niður, rúllaði hálfhring og snjóbolti flaug með ótrúlegri nákvæmni í áttina til mín. Ég sveigði mig aftur og boltinn small á dyrunum fyrir ofan mig. Ég reisti mig við og rétt hafði nægan tíma til að skutla mér yfir annan bolta, renndi mér yfir húddið á bílnum við hliðina og bjóst til varnar. Skothríð dundi úr báðum áttum. Sviti blandaðist snjódrífunni á höfði manns og lak svo niður andlitið. Haukur steig út. Leikurinn breyttist. Enginn hreyfði sig á meðan hver og einn mat stöðuna. Snögg handarhreyfing og bardaginn geisaði áfram, stigmagnaðist...

Og svo framvegis. Það var kannski ekki alveg svona mikil dramatík en þetta bara hljómar betur svona. Svo óðum við inn í risaskafl og grófum tvö snjóhús og göng á milli þeirra, gerðum snjókarl eða öllu heldur snjódjöful þar sem hann var með horn og illkvittnislegt glott og fórum í Capture the Flag sem er nokkuð sem ég hef aldrei áður prófað í snjó (eða utan tölvu ef út í það er farið). Þegar langt var liðið á kvöld fórum við inn og klæddum okkur örmagna í önnur föt.

Í morgun var snjóvinnan öðruvísi. Haukur ruddi brekkuna svo hún yrði fær og gekk það nokkuð vel þó hún væri ekki nema þungfær eftirá. Ég gerði lítið annað en að veita honum andlegan stuðning en eftir þetta var haldið til Reykjavíkur. Þar sem ég er ekki að skrifa þetta fastur í snjóskafli uppi á heiði má réttilega draga þá ályktun að við höfum komist áfallalaust í bæinn. Þessi dagur og sá í gær eru á góðri leið með að vera gullfallegir. Hugsið ykkur ef veðrið verður svona annað kvöld. Það væri yndælt, ha? En svo ég skrifi ekki allt of mikið enda ég þetta á því að ég var að komast að svolitlu um Hringinn minn. Hann er úr 24 karata gulli. Þessu komst ég að í dag. Ég sagði ykkur að þetta væri fallegur dagur. Hann er alltaf að batna. Ég er jafnvel að spá í að fara á The Return of the King aftur í kvöld. Ef tími og miðakaup leyfa, þ.e.a.s.

tack tack

--önnum kafin Drekafluga--

þriðjudagur, 18. júlí 2006

Oldies

Þar til ég hef meiri tíma til að setja eitthvað hérna á síðuna hef ég ákveðið að setja inn gamlar færslur öðru hvoru. Svona það sem mér finnst hafa verið skemmtilegt og þess háttar. Eftirfarandi er síðan 21. nóvember 2003:

Hokay. Me and my friend, known as the Viking Bastard (being the bastard child of a Viking I presume), are both nerds. One must accept this as a fact. It's ineffable. It cannot be effed. Anyway, being such nerds we were wondering (as opposed to wandering which is entirely too energy consuming): How did computers get so immensely stuck in beige. What's up with that?

Board meeting:
"Well guys. We've got this co-puter thing now and apparently it's going to be used in offices. Got any ideas on how to brigthen the average office-worker's day?"
"I-"
"Shut up Dave. Anyone else?"
"How about the color beige?"
"By George I think he's got it! (ten points to the one who sees the film refference in that line)"

And this was in the 80's! Nothing was beige in the 80's! To quote the Viking Bastard: "..should've been pink or some weird shade of purple.." Hell yes! Why didn't that ever catch on!?! Always with the Star Trek grey. That's an actual shade of grey you know, the Star Trek one. Replied thus by VB: "I know, imagine my surprise when I planned to paint my room and ran into it. I asked the store clerk about it and he said: "Starrrek? Isn't that made out of coconuts?" It was then I thought would be a dandy time to laugh myself silly. Anyway: Miserable twits. It wasn't until IBM came along with the black concept, only I felt they never took it all the way. I mean, a black computer. Why not a black interface and / or message windows. Wouldn't this be wicked? "The program be fucked up. Now click 'OK' before I freeze this shit up, mutha****a."

Bah, enough for now. I consider this quite amusing. And maybe, just maybe in the not so distant future, I will keep mainly to writing in Icelandic.

tack tack

--nostalgísk Drekafluga--

miðvikudagur, 21. júní 2006

Komið hefur í ljós

að Ísland er best í heimi. Þetta veður, hvar sem er í heiminum, er ekki jafn gott og það er hér. Það passar. Allavega, ég tóri enn, Gunnþóra líka en allt er á rúi og stúi heima. Ég er að skrifa þetta í vinnunni á meðan ég bíð eftir að einhver svari símanum í V2. En lok ferðasögunnar verða semsagt að bíða aðeins ennþá. Ég er farinn að zlæda.

tack tack

--Drekafluga á hlaupahjóli--

föstudagur, 26. maí 2006

32 minutur

Thad er timinn sem eg a eftir i stodumaelinum vid hlidina a tolvuskjanum herna i Montreal. Thannig borgar madur fyrir internettimann, laetur klink i stodumaeli. Mer finnst thetta svo kul ad eg gaeti hugsad mer ad hafa svona heima. En svo eg haldi nu afram thadan sem fra var horfid; The Coming to America. Yndislegur hroki ad kalla sig Amerikana en ekki Bandarikjamann. Canadamenn eru t.d. bara til skrauts og teljast ekki til alfunnar. Jaeja.
Vid horfdum nidur a Kubu, svo fenjasvaedin a Florida og svo skiltid a Miami flugvelli sem bad okkur vinsamlegast ad afsaka rykid. Stodin var vist i yfirhalningu tho eg hafi enga breytingu sed fra thvi sidast. Vid gafum yfirvoldum mynd og fingrafor af okkur og heldum svo ut a Miami Beach med leigubilstjora sem var Bobby Fischer addaandi numer 1 og thotti flott ad vid vorum fra Islandi. A leidinni sa eg greinilega ad vid vorum komin til Bandarikjanna. Nalaegt flugvellinum var auglysingaskildi fyrir einhvert kex og a thvi stod i herstofum: ''Take one, Kill 'em all.'' Merkingin var semsagt i aett vid Pringles, ef thu byrjar tha geturdu ekki haett. Annad skildi stuttu seinna var fra fyrirtaeki sem framleidir Eclypse, sem ad thvi er virdist, eru andremmutoflur. ''If we find bad breath, we kill it.'' Eg baud sjalfan mig velkominn i huganum og kom mer betur fyrir i risastoru aftursaetinu a Fordinum. Vid vorum i Miami, borg bassakeilna og glingurs, jafnt a folki sem farartaekjum, lagmarksfot og nyjir, glansandi hvitir skor aeskileg. Meir ad segja ginurnar i budunum eru med silikonbrjost. Vatnid i badinu var graent, likt og thvi vaeri daelt beint upp ur fenjunum
Beachcomber hotelid i Miami er ansi snoturt og a agaetum stad. Eins agaetum og ma finna a Miamistrondinni. Thad er eitthvad vid thessa borg sem vakti okkur ugg. Einhver stodug spenna i loftinu. Eg var aldrei alveg afslappadur vid ad ganga um borgina en leid agaetlega i straetounum og lestunum. Thar var einhvers konar raunverleiki og venjulegt folk. Folkid her er jafn misjafnt og thad er margt en flestir sem madur ser a strondinni eru svartir. ''Don't worry about da light. This is America!'' Vid brostum bara ad risastorum manninum og gengum a eftir honum yfir a raudu. Sjonvarpsefnid var annad hvort Law & Order eda thattur um ameriska drauminn, ad verda rikur i beinnni. Thad sem mer fannst samt skemmtilegast ad sja, svona fyrir svefninn, var thattur um islenska fiskveidiflotann og sjavarhaska vid strendur Islands a Travel Channel. Svo var gaman ad hlaegja ad litlu vidvorununum i endann a auglysingum ''Donotattempttodothisorthatwhilundertheinfluenceofsaidstuffand
alwaysconsultadoctorbeforedoingsomethingasstupidasbuyingthis'' og eitthvad i theim dur.
''Og hvad mundirdu buast vid ad borga mikid fyrir thetta, Debbie?''
''O George, eg veit thad ekki, 500$?''
''Nei aldeilis ekki, raunverulegt verdgildi er 2.249 dollarar en thu getur fengid thetta fyrir thrjar audveldar borganir af 39.95$.''
''Va Greg!''
''George''
''Ae thegidu. Thetta drasl er sannarlega odyrara en 500 dollara drasl.''
Og hvad er annars malid med auglysingasalfraedina i ''...Five easy payments...''? ''No. I won't buy it. I want four easy payments and then one that's gonna fuck me up like i didn't know what hit me.'' Eftir thriggja daga adlogun vid Miami var kominn timi til ad flyja til Colorado. Vid flugum til Denver og thar komst eg ad thvi ad Gunnthora og Libby voru bunar ad maela ser mot a flugvellinum. Ekki a akvednum stad a flugvellinum heldur bara a thessum almenna stad sem flugvollurinn er. Allt for samt vel ad lokum og eftir fagnadarfundi og gleditar svifum vid i gegn um nottina i att ad Colorado Springs.
Colorado Springs er snotur borg. Svolitid stif en snotur. Colorado College er hins vegar afskaplega notelegur stadur. Hippastadur i haegriborg. Tharna kynntist eg Libby, skiptinemasystur Gunnthoru fra Brasiliu, Randi og Andrew sem eru vinir Libby. Vid kynntumst lika fullt af odru folki sem vaeri of langt mal ad greina fra her. Thetta var mjog skemmtilegur timi. Vid atum hamborgara, BLT samlokur og forum i Sam's Club, thar sem folk situr a rafmagnsvognum og keyrir um budina i leit ad t.d. M&M i 4 kiloa pakkningum, 20 kg sykur- og hveitipokum og tveggja gallona (ca 7.5 litrar) majonesfotum. Frabaer upplifun. Vid forum i Wal-Mart Superstore sem er eins og venjulegt og Hagkaupslegt Wal-Mart pumpad upp a sterum. Thad vildi lika svo skemmtilega til ad vid lentum i afmaelispartyi Libby og upplifdum raunverulegt American College Party ef svo ma segja og thad var alveg sultufint. 85% i partyinu voru reyndar stelpur, thad voru vist fleiri party haldin thetta kvold og flestir strakarnir voru thar, en mer fannst thad ekkert skemma. Tvaer reyndu meir ad segja vid mig og hafdi eg omaelt gaman af thvi.
Hapunktur thessa hluta ferdarinnar var samt an efa thegar vid forum i hopferd til Denver og bordudum a Casa Bonita (South Park, seria 7, 11. thattur) en thad er eins konar mexikanskt thorp inni i staerri byggingu. Their sem hafa sed South Park thattinn, thetta er allt til i raunveruleikanum. Dyfingar af 7 metra haum klettum, fangelsi og namur, sjoraeningjahellir, mariachiband, bruduleikhus og margt, margt fleira. Maturinn var ekkert spes en upplifunin var storkostleg. Fra Colorado heldum vid Gunnthora svo til thekktasta virkis samkynhneigdra, San Francisco.
Vid forum ut ur flugstodinni um half niuleytid og settumst inn i othaegilega skuggalegan leigubil. Med honum forum vid svo a Elements farfuglaheimilid a Mission straeti. Thegar bilstjorinn beygdi inn a thetta straeti for um okkur hrollur. Thad var eins og vid vaerum komin i othaegilega hluta biomyndar sem hefdi mord og eiturlyf frekar en eitthvad annad sem meginumfjollunarefni. Thetta var svo steriotypiskt ljott og i nidurnidslu, skuggaverur i hverju horni og ognandi folk a hverju horni. Thegar bilstjorinn stoppadi langadi okkur hreint ekkert ad fara ut. Vid forum samt inn, borgudum bara fyrir fyrstu tvaer naeturnar af fimm bokudum thvi tharna vildum vid hreinlega ekki vera og forum svo upp a herbergi. Thar hafdi eitt sinn verid myndarlegur vardeldur thvi loftid sem vid ondudum ad okkur thar virtist ad godum hluta til vera reykur. Klosettid var othrifid og badkarid lika. Enginn klosettpappir. Eg for nidur og skyrdi fra thessu, bara frekar rolegur og yfirvegadur og strakurinn i afgreidslunni retti mer annan herbergislykil med afsokunarbeidni. Eg brosti bara, for upp og opnadi nyja herbergid. Eg for svo beint aftur nidur og skyrdi fra astandinu a thvi herbergi, ekki alveg jafn rolegur og yfirvegadur. Obuid um rumid og ruslid fullt asamt fleiru. Grey drengurinn virtist midur sin, for med mer upp og tok sjalfur til a medan eg beid hja Gunnthoru i hinu herberginu. Korteri seinna kom hann svo og sagdist ekki hafa lykilinn ad kustaskapnum en hann mundi sja til thess ad thad yrdi ryksugad hja okkur daginn eftir.
Vid faerdum okkur yfir i hitt herbergid og thad lyktadi ju betur en thad eina sem hafdi verid gert var ad ruslid var taemt og skipt a ruminu. Vid thrifum klosettid og badid sjalf thetta kvold. Daginn eftir tokum vid nedanjardarlest nidur i midbae og kolfellum fyrir honum eftir omurleika Mission Street. Thar fundum vid okkur lika hotelid sem vid munum her eftir dvelja a i hvert skipti sem vid komum til San Francisco. Grant hotel i Bush straeti er rekid af asiskri fjolskyldu og er yndislegt i alla stadi. Vid fluttum okkur thangad vid fyrsta taekifaeri og upplifdum midbaeinn ur midbaenum sem er olikt betra en ad thurfa ad ferdast yfir i skuggahverfin. Vid gengum upp og nidur otrulega brattar brekkurnar og hengum utan a sporvognum hingad og thangad um baeinn. Kinahverfid i SF er alveg otrulega skemmtilegt og yfirfullt af hlutum sem okkur langdi i, tho undarlega mikid af japonskum hlutum inn a milli. Samurai sverd i hverri bud. Fyrir ofan akvednar gotur eru kaplar sem rafmagnsstraetoar ganga a og thad er undarlega gaman ad sitja i straeto sem er ekki med velarhljodi. En San Francisco er skemmtileg borg og eg gaeti sjalfsagt baett einhverju vid ef eg vaeri ekki buinn med klinkid. Naesta borg, Vancouver, the Promised Land verdur ad bida betri tima til frasagnar.

tack tack

--Drekafluga, rett okominn heim--

mánudagur, 15. maí 2006

I present to you many greetingses from The City, California

Mig langar í hjólabretti. Ekki svona lítid trick bretti heldur langt cruise bretti. Svona metri á lengd. En ég kem betur ad thvi seinna. Costa Rica. Thad var sérstakt ad vera spurdur um naglaklippur og flísatangir í handfarangri og fá svo málmhnífapor í vélinni. Afar sérstakt. Costa Rica er sérstakt land. Vid tókum leigubíl af flugvellinum fyrir 35.000 colones (ristlar, vaentanlega, á íslensku) en einn colón er um thad bil 0,16 krónur. Thetta er líklega óthaegilegasti gjaldmidill sem vid hofum notad í ferdinni og bara nokkurn tíman ef út í thad er farid. 90 kílómetrum, og einni myndarlegri aelu seinna komum vid á Hotel Catalina, vid strondina í Jacó. Thar fór ég út úr bílnum, tók farangurinn, lagdi hann aftur frá mér, gekk út í sandinn á strondinni og aeldi aftur. Thannig hitti ég Naomi, konuna sem rekur hótelid. Ferdarád: Ef thid farid til Costa Rica, farid allt sem thid getid med flugvélum eda bátum. Ég hef aldrei farid um jafn kraeklótta, óslétta og óthaegilega vegi.

Hótel Catalina er yndislegt. Thad er alveg vid strondina, madur gengur gegnum hlidid, 4 metra í vidbót yfir mjóan malarveg og er strax kominn á mjúkan, dokkbrúnan sandinn. Sandurinn tharna er mykri en í Brasilíu tho hann se ekki jafn fallegur og thad eru skotur i oldunum. Mer vard ekki um sel thegar eg stod i oldunum 40 metra frá strondinni og sá thrjár metrabreidar skotur fljúga fram hjá mér. Ef ég hefdi stadid tveimur skrefum lengra til vinstri hefdu thaer liklega lent a mer. En mer fannst thetta semt aedislegt. Fra hotelinu er kannski rumur kilometri i midbae Jacó og yfirleitt fórum vid thangad med leigubilstjorum sem faestir notudu maeli. Einn spurdi meir ad segja hvad hinir bilstjorarnir rukkudu. Midbaer Jacó er í rauninni ein gata sem thrífst nokkurn veginn eingongu á ferdamonnum. Maturinn var nokkud odyr en flest annad var frekar dyrt. Klukkutimi a netinu gat samt farid nidur i 50 kall og simtal til Íslands kostadi 16 kr sem er nokkud gott.

Thad versta vid Costa Rica var án efa adur othekktar moskítóflugur og ónaemiskerfi Gunnthóru. Vid settumst i thrjar mínútur fyrir utan veitingastad og hún fékk 7 bit á okklana, thar af 5 á thann vinstri. Hann bólgnadi svo upp ad hvorki hásinin né okklakúlurnar sáust ekki. Bólgan nadi frá tám og upp á kálfa og vard til thess ad Gunnthóra gat varla gengid. Svo vid leigdum okkur 125cc vespu. Og nú langar mig í lítid mótorhjól. Vid keyptum líka 5 lampa og 2 kertastjaka sem fara afar misvel í farangri. Vid kvoddum Dino, hundinn, vin okkar á hótelinu med glaenýjum bolta og héldum út á flugvoll, gerandi okkar besta til ad kasta ekki upp á leidinni. Vid thurftum ad borga 26 dollara hvort til ad mega fara úr landi, svolítid sérstakt.

Og Guatemala. Ég held ad mér hafi thótt lyktin skrýtnust. Ad finna lyktina af Guatemala. Vid fórum beint til Antigua, fyrstu Spaensku borginni í Guate. Taeknilega sed annarri borginni thar sem sú fyrsta gufadi upp í mildu eldgosi. Mér thykir vaent um Antigua. Gluggasyllurnar sem madur tharf ad beygja sig undir thegar madur gengur um steinhladnar goturnar. Litirnir á húsunum, gódur matur og best af ollu, markadurinn. Toskur, skart og hnifar, flautur og grimur, silfurvorur, steinstyttur og klaedi i ollum theim litum sem nokkur mundi thurfa a einni lifstid. Vid forum a markadinn a hverjum degi og fundum allt of margt sem okkur langadi ad taka heim med okkur. Stundum vildi eg ad vid vaerum i hnattsiglingu en ekki ad fljuga. Thess ma geta ad vid eigum bara eftir ad taka fimm flug, med einni aukalendingu en hofum tekid 16 flug med 4 aukalendingum. Mer bra thegar eg fann ekki markadinn, fyrsta morguninn i Antigua heldur stort autt svaedi med skilti yfir einhverjar syningar. Mer bra lika thegar eg gekk um adal torgid / gardinn thvi gotusolufolki hafdi storfaekkad. Seinna sama dag fann eg skyringuna a hvoru tveggja. Markadnum hefur verid fundid nytt svaedi og er ordinn miklu staerri. Sjarminn af gamla markadnum og hvad tha gotusolufolkinu hefur dofnad sem afleiding en thad er samt gaman ad ganga um vestari markadinn, hann hefur svipada tilfinningu og sa gamli.

I Antigua ma lika maela med eftirfarandi veitingastodum / kaffihusum: Pizzeria Napoliana, El Arco, Skycafe og samlokustadnum med fallega badherberginu. Mig minnir ad hann heiti Lucotto's. Folk aetti hins vegar ad fordast veitingastadinn Da Vinci, hversu fallegur sem hann er a ad lita. Svo voru einstaka myndir uppi a veggjunum eftir menn a bord vid Michaelangelo honum og Da Vinci kom vist afar illa saman. Nafnid er thvi hreint yfirskin og folk er blekkt inn i fallegt umhverfi sem verdur othaegilegt vegna slakrar thjonustu og matar sem er varla i medallagi. Madur sendir ekki diska til baka ad gamni sinu (ellidaud haena borin fram sem kjuklingur). Eftir ad hafa umborid nyja og nyja gesti a allt of hljodbaeru en annars yndislegu hotelinu, sem sumir hverjir sofnudu ut fra Animal Planet (eg gadi, sa thad a okkar sjonvarpi) og slokktu ekki fyrr en klukkan ad ganga fimm ad morgni pontudum vid ferd til Tikal og kvoddum Antigua klukkan 4:03 ad morgni 2. mai. Flugid okkar for fra Guate klukkan 6:15 svo vid vorum a godum (en jafnframt algerlega okristilegum) tima thar sem ferdin til borgarinnar tok innan vid klukkutima. Thegar vid komum ad innritunarbordinu hja TAG (Transportes Aerios Guatemaltecos) sem var einfalt skrifbord i litilli byggingu a ysta enda flugvallarins saum vid skildi sem a stod ad hamarksthyngd med hverjum og einum farthega maetti ekki vera meiri en 20 pund. Thetta var othaegilegt, einkum thar sem vid hofdum medferdis allan okkar farangur. Vid eyddum thvi svolitlum tima a bilastaedinu fyrir utan i ad endurrada i toskunum. Vid thurftum a endanum bara ad borga 100 Quetzal i yfirvigt en vorum lika klyfjud handfarangri. Vid settumst nidur, stalum óopnadri vatnsflosku sem einhver hafdi gleymt og forum ekki longu sidar ad velinni. Velin tok 19 farthega asamt 2 flugmonnum. Utan a henni voru hinar og thessar leidbeiningar, eins og eru a ollum velum, um hina og thessa loka og ventla og annad slikt. En greinilegust og jafnframt ahugaverdust var aletrunin "Cut Here to Break In" sem var vid hlidina a innganginum. Vid settumst i oftustu saetin og gatum sett allan handfarangurinn i sma skot fyrir aftan okkur. Eftir ad hafa svipast um inni i velinni velti Gunnthora fyrir ser hvort thad vaeri hurd eda vid flygjum med innganginn opinn. Eg hafdi svipast um lika og gaf thvi svona helmingslikur. Vid tokum a loft, saum eina flottustu solaruppras sem haegt er ad hugsa ser yfir skyjunum og lentum klukkutima seinna i Flores i nordur Guatemala. Ad sofa i 2 1/2 tima, fara upp i ofhladna mini rutu, flugvel, adeins staerri rutu og fara i marathongongu i steikjandi hita og 90% raka og innbyrda (saman) adeins einn litra af vatni og innihald einnar 7up flosku og ekkert annad thar til 10 timum eftir ad vidkomandi vaknar er ekkert sem eg maeli med. En thad tok samt ekki fra upplifuninni i Tikal.

Stadurinn er adeins breyttur sidan fyrir 4 arum en ekki svo mikid. Eg held lika ad breydingarnar seu til hins betra. Thad ma t.d. ekki lengur ganga upp troppurnar a hofi tvo en i stadinn er buid ad byggja troppur ur hardvidi upp hlidina a thvi. Hofin eru oll byggd ur kalksteini en thad er med eindaemum mjuk bergtegund svo troppur og adrir hlutar hofanna og pyramidanna slitna og molna frekar mikid vid allan umgang. Eg get ekki a nokkurn hatt lyst mikilfengleika Maya-rustanna i Tikal svo eg held eg bara sleppi thvi. Thad ma sja sma brot af thessum stad i Star Wars: The Return of the Jedi thar sem panorama skot af Endor voru tekin upp i Tikal. En thetta er stadur sem vert er ad skoda adur en madur geispar golunni. Eg hef farid tvisvar nuna og mun araedanlega fara aftur. Thvi midur er heimurinn lika fullur af halfvitum sem vilja endilega lata adra vita ad their "hafi lika verid her" einhvert tiltekid ar. Svo hafa their stundum osvifnina til ad baeta vid broskalli. Thad thurfti ad loka fallegasta stad Tikal fyrir ferdamonnum af thvi their gatu ekki stillt sig um ad rista nofnin sin i utflurada, algjorlega osnortna veggina. Nu tharf ad borga 1000 dollara fyrir klukkutimaleidsogn um stadinn. Afar fult. Jaeja, Tikal Inn Hotel er serstakur stadur. Thad er med fallega kofa med strathaki umhverfis agaetis sundlaug og fullt, fullt af drekaflugum en thad er ekki med heitt vatn fra klukkan 8:00 til 14:30 og 17:30 til 06:30. Heitt vatn rennur semsagt i thrja tima a solarhring. Rafmagnid var a svipudum tima, tho adeins lengur. Rafmagnid for af hotelinu ollum stodum i kring (sem eru samtals tvo onnur hotel, tvo sofn og einn veitingastadur) klukkan niu ad kvoldi.

3. mai flugum vid aftur sudur til Guate og vid gistum tvaer naestu naetur i husinu minu hja Rocio systur og vinnukonuni Virgi. Vid gretum baedi thegar vid heilsudumst. Virgi er best. Thad var svo undarlegt ad vera tharna án mamá. Thar sem einu sinni var malverk eftir hana er nu mynd af henni umkringd fallegum ordum fra fjolskyldu og vinum i storum ramma. Fyrir framan myndina er alltaf logandi kerti. Eg missti mattinn i fotunum, kraup fyrir framan myndina og gret. Thad var otrulega erfitt ad vera tharna an hennar en Gunnthora hjalpadi mer. Tveimur manudum eftir ad mamá do tha dou hundarnir hennar. Their gatu ekki an hennar verid. Thad var skrytid ad sitja aftur i stofunni og horfa a 50" sjonvarpid i kaeruleysi. Stofan var alltaf uppahalds stadurinn minn i husinu. Kvoldid eftir sa eg systkinaborn Rocio og tha einhvern veginn fattadi eg hvad thad var langt sidan eg var tharna sidast. Thau voru svoddan krili en eru nu svo stor. Naesta morgun keyrdi Rocio okkur ut a flugvoll og vid flugum til Miami. En aetli thetta se ekki ordid agaett i bili. Sogur af Miami, Colorado Springs og San Francisco koma kannski a naestunni. Vid lentum i Borginni (thvi thad er vist bara ein The City) i gaer og forum til Vancouver thann 18. Cheers.

tack tack

--syfjud Drekafluga--

þriðjudagur, 2. maí 2006

Myndir

20 stykki. Skrifa meira seinna.

tack tack

--Myndarleg Drekafluga--

þriðjudagur, 25. apríl 2006

Tengo qué encontrar una lavanderia pronto

Stjörnuspá ljónsins á mbl.is í dag: "Til er thýskt máltaeki sem segir ad jafnvel ljónid thurfi ad verja sig fyrir flugunum. Ljónid notar taekifaerid til ad berja af sér smávaegileg en hávaer óthaegindi í dag, líklega fyrir fullt og allt." Gunnthóra er einmitt í ljónsmerkinu og thad vill líka svo til ad hún er med ömmuökkla eftir heiftarlega árás moskítóflugna í gaer. Vid vonum líka ad stjörnuspáin raetist thví ofnaemisfullur líkami hennar tholir varla meira frá pöddunum hér í Costa Rica.

Vid sitjum semsagt vid rakaskemmd lyklabord, hvort vid sína tölvuna, á afskaplega skemmtilegu netkaffi í ofurtúristabaenum Jacó (hakó). Vid erum nú aftur komin á thann tíma ad thurfa ad thvo fötin okkar, gerdum thad sídast í Salvador í Brasilíu. Thar, eins og í Fortaleza og á flugvellinum í São Paulo gistum vid á Ibis hótelum og getum nú sagt hverjum sem heyra vill ad vid maelum eindregid med theim. Starfsfólkid er ad vísu afar misjafnt en hótelin sjálf eru frábaer. Á theim er allt sem madur tharf en ekkert sem madur tharf ekki. Salvador, ad ég held thridja staersta borg i Brasilíu, er skemmtilegur stadur. Mercado Modelo í Pelourinho býdur mann velkomin og thar er haegt ad snúa á hardsvírudstu götusölumenn ef madur (hefur smá reynslu og) leggur sig fram. Vid vorum á hóteli thar fyrstu tvo dagana og svo naestu fjóra á strandarsvaedinu í borginni. Sjórinn var hlýr og sandurinn mjúkur, alveg eins og mennirnir sem budu okkur sólbekki og sólhlífar og stjönudu vid okkur. Thetta virtust vera yndaelis náungar alveg thar til their rukkudu okkur um 50 reals (heaís) fyrir tvo ávaxtakokteila en thad er í kring um 1800 kall. Thessi strönd, Piatá, var ad ödru leyti aedisleg og maeli eg med henni fyrir thá sem ferdast til Salvador.

Ég hef lítid um Recife (hesífí) ad segja nema ad loftkaelingin í MarOlinda hótelinu gerdi okkur baedi leidinlega veik. Thad er snotur markadur vid Boa Viagem strondina en markadirnir í gamla baenum eru óhuggulegir og ekkert thar ad finna. Vid stoppudum stutt vid thar. Adal verslunarmidstod stadarins, Shopping Recife er risastór og inniheldur búdir eins og Exótica skóbúdina og Emanuelle fatabúd, allt skemmtilega erótískt, en thar má reykja og fannst mér thad vera thó nokkur löstur á annars ágaetis kjarna. Veitingastadurinn Applebee’s, sem mátti finna í einum af fjórum matarhornum thessa risastadar vard líka vinur okkar. Veikindin ollu thví ad Recife vard hálfgert flopp en madur gat samt brosad ad hlutum eins og skiltinu sem sagdi á tveimur tungumálum: "Ef thú syndir hér eru ekki slaemar líkur á thví ad hákarlar narti í thig." Vid bidum svo í 8 tíma á flugvellinum eftir fluginu okkar til Fortaleza en gódan klukkutíma thar af dormandi í haegindastólum.

Fortaleza vann hug minn og hjarta á fyrsta degi. Fyrri hluti hans fór reyndar í sjúkrahúsheimsókn til ad ná úr mér veikindumum en Gunnthóru leid ordid betur. Um kvöldid tókukm vid thví rólega og horfdum til daemis á brasilíska Idolid. Svo virdist sem ekki thurfi sönghaefileika til ad syngja brasilísk lög og er thessi thjód líklega sú laglausasta sem ég hef heyrt í. Taktviss úr hófi fram en med öllu laglaus. Til ad meika thad í Brasilíu tharftu bara ad líta vel út. Adra eins útlitsdýrkun og ég vard vitni ad tharna hef ég aldrei komist í taeri vid. Vid thad eitt ad fletta í gegn um stödvarnar á sjónvarpinu fann madur allavega thrjá thaetti thar sem einhver lagleysingi var ad syngja umkringdur fáklaeddum dansandi sílíkongellum sem voru í fullkomnum takt og ad minnsta kosti einn thátt thar sem fólk keppti í fegurd fyrir peninga.

Skemmtilegasti eiginleiki Fortaleza var annars vegar markadirnir og hins vegar strandirnar. Uppáhalds markadur okkar var vid strondina, á ad giska taepa tvo kílómetra frá hótelinu. Götusölumenn settu thar upp bása á hverjum degi rétt fyrir kaffi og tóku thá nidur um tíuleydid ad kvöldi. Stadsetning hvers og eins breyttist yfirleitt en ég tók samt eftir munstri. Teppasölumenn eru t.d. aldrei á fjölförnustu stodunum heldur alltaf einhvers stadar á bakvid. Thetta gerir thad ad verkum ad their verda framhleypnari og kalla oftar til manns en naesti sölumadur. Verst bara hvad ég hef lítinn smekk fyrir útsaumudum dúkum. Kannski eftir 50 ár. Ledurbásar eru líka alltaf, ófrávíkjanlega, á endunum. Aldrei milli annara bása. Ástaedan fyrir thessu er held ég lyktin en thad má best lýsa ledurlykt í röku lofti og sól sem táfýlu.

Praia do Futuro er svo aedisleg strönd og thó svo ad mér hafi thótt sjórinn í Salvador skemmtilegri var andrúmsloftid allt miklu léttara og thaegilegra tharna á Coco Beach klúbbnum. Thar var stjanad vid og hugsad um mann en ekki ökrad fyrir thad. Thar var líka yndisleg sundlaug. Okkur langadi mikid í staersta vatnsgard í Latínsku Ameríku en komumst ekki. Hefdum thurft einn dag í vidbót. Vid fórum svo thann 21. frá Fortaleza og flugum til São Paulo. Thar sem vid flugum med BRA flugfélaginu tók ferdin 10 tíma og var med 4 millilendingum. Í thessum flugum er frjálst saetaval og öll theirra eru óthaegileg. Daginn eftir flugum vid svo hingad til Costa Rica eftir ad vid komumst loksins frá thessu skriffinskuríki sem Brasilía er. Ég hef aldrei á aevinni kynnst ödrum eins tví- thrí- og fjórverknadi og hreinni heimsku thegar kemur ad thví sem aetti ad vera einfaldar skriflegar adgerdir. Thetta var eins og úr sögu eftir Kafka eda skriffinskuhúsinu í Ástrík og thrautunum 12. En nú er klukkkutíminn á netkaffinu útrunninn. Meira seinna.
Their sem hafa svo verid ad velta fyrir sér hamingjuóskum systur minnar vid sídustu faerslu er ástaeda theirra sú ad vid Gunnthóra erum nú trúlofud. Ég fór nidur á hnéd á fallegri strönd í Brasilíu og rétti henni hring. Ég veit ekki enn hvort okkar grét meira. Vid erum algjörar vaeluskjódur. =)

tack tack

--Drekafluga og fidrildi--

sunnudagur, 16. apríl 2006

Ýkt veikur

Ja, thví sem naest. Ég snýti mér á mínútu fresti, er med thurran hryglandi hósta og kafna ödru hvoru í eigin slími. Lídur annars vel. Gunnthóra er líka slöpp og ég verd ad taka thad fram ad mér finnst vid ekki eiga thetta skilid. Vid erum á flugvellinum í Recife núna á leidinni á einhverja fallegustu strönd Brasilíu og enn er ekki útséd hvort vid getum notid hennar. Fortaleza, en thad er einmitt umraeddur stadur, er einmitt uppáhaldsstadur Gunnthóru í Brasilíu. Ég hef ekki döngun í mér til ad skrifa meira núna, enda er Gunnthóra ad skrifa fyrir mig.

Gledilega páska =)

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 5. apríl 2006

Med sár milli tánna

Í dag er thridji í afmaeli. Til hamingju ég. Jaeja. Hvar skal byrja? Ég maeli med Inside Man. Hörkumynd. Umm... já. Ætli eg tali ekki adeins um hvernig Brasilía virkar á mig. En til ad falla inn í fjöldann hérna gaeti eg til daemis gert eftirfarandi:

Ég mundi fá mér lítid mótorhjól, Hondu, ekki staerri en 150cc og thad thyrfti ad vera svolítid vedrad. Thví naest keypti ég mér Volkswagen Golf en taeki effid af thví Gol thýdir mark í thessu fótboltalandi og öllum Golfeigendum finnst thad gedveikt snidugt. Svo mundi ég kaupa mér kippu af Skol, thjódarbjór Brasilíu og drekka allavega fimm bjóra á medan ég keyrdi thví ad drekka og keyra er ekkert tiltökumál hér (thad má geta thess ad á Renault lyklakippu heimilisins er floskuopnari). Svo mundi ég opna matsölustad i götu sem enginn getur fundid thvi gatnakerfid herna er thannig úr gardi gert ad t.d. folk sem vinnur i götu 144 getur ekki visad manni a götu 140 (daemi tekid ur raunveruleika gaerdagsins) thvi thaer liggja bara einhvern veginn. Matsölustadurinn mundi heita Fast Food Express Eat Now Big Food thvi thad virdist vera i reglunum ad svona ord selji betur. Ef á Íslandi mundu vinna thrír á stadnum mundi ég ráda allavega 12 manns svo ad 8 - 9 mundu örugglega geta slakad á. Servíetturnar yrdu svo ad vera úr plasti, ekki pappír. Ef einhver mundi svo af slysni finna stadinn og jafnvel ákveda ad borda thar gengi hin einfalda pöntun hans upp á hambó og fröllur svona fyrir sig:

"Umm. . . ég aetla ad fá. . ."
"Fyrirgefdu, ég má ekki taka vid pöntunum. Taladu vid hann."
"Já, ok. Afsakid, ég aetla ad fá hamborgara og franskar en er haegt ad sleppa súru gúrkunum?"
"Viltu sleppa súru gúrkunum?"
Thögn.
"Já."
"Heldurdu ad gúrkurnar séu vondar?"
"Já. Mér finnst lítid varid í súrar gúrkur og geri rád fyrir ad ykkar séu ekki undantekning."
"Og thú vilt sleppa theim?"
Thögn, andvarp.
"Já."
"Ok, taladu vid hann. Ég má ekki ákveda svona lagad."
"Ókei. Gódan daginn. Ég aetla ad fá hamborgara, algjörlega lausan vid súrar gúrkur eda bara gúrkur af nokkru tagi, og franskar."
"Engar súrar gúrkur? Bíddu adeins."
Stutt bid á medan verid er ad athuga hvort thetta sé gerlegt.
"Já, thad er í lagi en ég verd ad rukka thig um auka tvo aura fyrir umstangid."
"Flott, fínt, til er ég. Hvad verdur thad mikid?"
"Hvad heitir thú?"
"Ha?"
"Nafnid thitt. Hvad heitirdu? What your name?"
"Sófanías, kalladur Sófi. Hvers vegna?"
"Hérna, fardu med thennan mida á kassann og borgadu thar."
"Get ég ekki borgad thér?"
"Nei, ad thví er virdist, er ég ófaer um ad medhöndla peninga."
"Já, audvitad, nema hvad."
Eftir langa leit i tölvunni ad nafninu Sófi, jafnvel thótt stadurinn vaeri tómur annars var loks haegt ad borga.
"Fardu med thennan mida i afgreidsluna. Thar faerdu matinn."
"Hvad?! Nei, ok. Allt í lagi. Ég geri thad."
- - -

Sófanías fékk svo loks matinn sinn og ákvad ad thangad kaemi hann líklega aftur, svo framarlega hann fyndi stadinn, thví thetta var í rauninni ekki svo slaemt. Thad er allavega langtum verra ad thurfa ad fara eftir sama kerfi í stórri verslun thar sem afgreidslustödvarnar eru hver í sínu horni. En thar, eins og alls stadar, er svona kerfi, allavega hér í Goiânia. Thar tekur fólk thví líka ferlega persónulega ef madur gengur inn, býdur gódan dag, skodar og fer svo út án thess ad kaupa neitt. Thetta á sérstaklega vid um farabúdir og yfirleitt faer madur: "Fannst thér ekkert fallegt?"

Og thannig er nú thad. Annars er allt ágaett ad frétta. Ég er loksins ordinn gódur af veikindunum og Gunnthóra er á lyfjum eins og venjulega. Einu eymsli mín eru moskítóbit hér og thar og sár milli tánna eftir óhóflega göngu á strandarsandölunum mínum. Vid fórum med fjölskyldunni til Pirinópolis, fallegs fjallabaejar og áttum tvo ágaetis daga thrátt fyrir minni háttar ofkaelingu í rigningu í fjallshlíd á medan bedid var eftir thví ad mega renna sér nidur hlídina á köplum. Thad var hörku stud.

Vid Gunnthóra erum búin ad kaupa flug innan Brasilíu og á morgun förum vid til Salvador. 12. apríl förum vid svo til Recife og svo thann 16. til Fortaleza. 22. apríl fljúgum vid til Costa Rica. Sendum gledikvedjur heim. P.S. ég tók svona próf ádan og er bara nokkud sáttur vid nidurstödurnar:


You scored as Art. You should be an Art major! How bohemian!

Theater


92%

Art


92%

Dance


83%

Psychology


83%

English


83%

Mathematics


75%

Journalism


75%

Linguistics


75%

Sociology


75%

Philosophy


67%

Anthropology


58%

Engineering


58%

Biology


58%

Chemistry


50%

What is your Perfect Major?
created with QuizFarm.com


tack tack

--Drekahjú--

fimmtudagur, 30. mars 2006

Tudo bem

Klukkan er nú 14:17 thann 30. mars og ég var búinn ad gleyma hversu pirrandi thad er, til ad byrja med, ad hafa enga íslenska stafi eda thá ad their eru bara nokkrir og allir á vitlausum stodum á lyklabordinu. Fyrir fimm dogum settumst vid Gunnthóra upp í flugvél Iceland Express i sundurtaettri Leifstod og forum til London. Sidan thá hofum vid tekid tvaer adrar vélar og í hvert skipti sem ég sest upp i slikar koma Billy Connolly, Eddie Izzard og George Carlin upp í hugann, algjorlega af sjálfsdádum. "Care for a top-up?" "I dont want top-up! I want bloody stays-up!" "In the highly unlikely event of complete engine failure on all four engines, were probably going to the ground like a fucking dart." "And another phrase, near-miss. What is that, really? Thats a near fucking hit! Two planes barely avoided crashing into one another!" Ég hló svo og flissadi, eins og eg geri alltaf i flugtokum, og fannst lifid yndislegt.

Ég dýrka London. Í alvoru. Thad er svo margt thar sem ég fíla ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja. T.d. thegar vid Gunnthóra gengum upp á gotu á Paddington, eftir einfalda ferd i Undergroundinu, thá var thad í fyrsta skipti sem vid komum út undir bert loft sídan vid gengum inn í Leifsstod. Thvilik yndisleg snilld. Vid gengum svo á hótelid, svona 350 metra, skrádum okkur inn og fórum út ad borda á Ask, hinum megin vid hornid. Daginn eftir fórum vid í Camden, audvitad, og keyptum okkur baedi peysur og Gunnthóra húfu og vettlinga líka, thvi vid hofdum eiginlega engin hlý fot medferdis. Ég stódst mátid ad kaupa adra sem var eins og honnud eftir íslenska fánanum. Ofga flott. Vid Gunnthóra erum ad spá í innflutningi á merkjum eins og Nature Line og Seven Wishes thví thad mundi pottþétt seljast og vid aettum alltaf flott fot. Um kvoldid forum vid i Soho og á Oxford og Regent Street og keyptum okkur Guess Who og Monopoly í ferdaútgáfum á nokkur pund í Hamleys. Thrátt fyrir mikla leit var ekkert Mastermind í ferdaútgáfu í thessum gotum en thad fannst fyrir rest á Heathrow, en thangad forum vid daginn eftir med blessada Undergroundinu. Ég verd ad segja ad sem althjódaflugvollur er Heathrow frekar slappur. Fannst ekki mikid til hans koma. Thar fékk ég samt í fyrsta skipti alvoru fidring yfir ad vera ad fara til Brasilíu thví audvitad vorum vid umkringd Brasilíubúum á bidsvaedinu vid flugvélina. Konurnar fyrir aftan okkur toludu adallega um hveiti og kosningar. Einu flugi sídar eftir svefnlitla og óthaegilega nott í risavaxinni ofurthotu komst ég ad thví ad Heathrow er frábaer midad vid flugvollinn í São Paulo. Thess má geta ad São Paulo er staersta borg sem ég hef séd úr lofti en hún teygdi sig ad sjóndeildarhringnum thegar vid vorum ad lenda. Í flugvélinni var fótbolti á skjánum langleidina og á hverjum einasta skjá á flugvellinum sem ekki sýndi komu- eda brottfarartíma var líka fótbolti. Vid lentum í myrkri, vel fyrir klukkan sex en eftir ad hafa loks komist í gegn um vegabréfsskodun var sólin komin langt á loft. Gunnthóra skalf og titradi af spenningi og vissi varla hvernig hún átti ad snúa sér en flestar minningarnar sem helltust yfir hana snérust held ég um mat, enda er ég bara rétt byrjadur ad smakka Brasilíska thjódarrétti.

Vid flugum svo til Goiânia og thar stadfesti eg grun minn; Almenningsklósett í Brasilíu virdast oll vera thannig honnud ad hálfs metra bil sé á milli gólfs annars vegar og hurdar og veggja hins vegar svo madur geti orugglega paelt i skostaerd nagranna sins. Fosturfjolskylda Gunnthoru nadi svo i okkur a vellinum og for med okkur heim. Nú, eftir nokkra daga, hef eg komist ad ýmsu skemmtilegu og odru sérstoku. Fjolskyldan er aedi og hundurinn snidugur. Thetta er dasch hundur sem heitir Izaura. Ég teiknadi mynd af henni og gaf foreldrunum hana og hef thad eftir áraedanlegum heimildum ad ég hafi nú unnid thau á mitt band. Hundurinn fílar mig líka og eltir mig. Svo finnst mér bílaeign í Goiânia alveg merkileg. Mis-skínandi ál- og krómfelgur virdast vera svo gott sem hverjum manni naudsynlegar og neon maelabord líka. Akstursmátinn er líka verdugt rannsóknarefni en bílar rykkjast og fléttast hver um annan, thad eru kannski thrír ad stunda thennan ballet á somu akrein og millimetrar milli bílanna en svo á gatnamótum og hringtorgum negla allir nidur og bída ad eilífu eftir ad komast orugglega klakklaus inná, thrátt fyrir fleiri, fleiri taekifaeri. Svo fer thad bara eftir hverjum og einum hvort stoppad sé vid rautt ljós. Bílategundir eru svo af skornum skammti. Thad eru thrjár tegundir í gangi svo talandi sé um; Volkswagen, Fiat og Opel, haganlega dulbúinn sem Chevrolet. Merkinu á ollum Opel bifreidunum, sem eg giska a ad se milli 30 og 40% af ollum bilum i borginni hefur verid skipt ut fyrir Chevrolet merki med hring utan um. Líklega innflutningsatridi en mér finnst thetta samt sérstakt. Adrar bílategundir (Ford, Renault og Citroên) eru svo svona 15% af heildinni. Svo, eins og gefur ad skilja eru hér ófá mótorhjól og eru nánast ófrávíkjanlega af gerdinni Honda, en thó einstoku Yamaha. Klaednadur a hjolunum er yfirleitt stuttermabolur, stuttbuxur og sandalar og mér finnst thad bara fjandi toff. En ég er farinn í sólina. Tchau.

muito obrigado

--Drekafluga og fidrildi--

laugardagur, 25. mars 2006

0!

Við gætum ekki beðið um fallegri dag til að kveðja Ísland. Ég er strax farinn að hlakka til að koma í sísumarið með birtu allann sólarhringinn. En í kvöld sofum við Gunnþóra í London. Sjáumst í júní.



Sólarlag einhvers staðar í Costa Rica

tack tack

--Drekafluga. Catch you on the flipside--

föstudagur, 24. mars 2006

1



London Underground

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 23. mars 2006

2

Spennan magnast. Hálsbólgan stendur í stað. Fjárhagur minnkar. Ja bitte nú.



Goiania, Brasilíu

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 22. mars 2006

3

dagar og ég get varla kyngt, er hálf máttlaus, sérstaklega í fótunum og verkjar í hársvrörðinn. Things are not looking pretty (nema Gunnþóra. Hún er ofsa pretty). En þetta bjargast allt saman. Chin up.



Punta Leona, Costa Rica

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 21. mars 2006

4

Ég er með veirusýkingu. Ég hata veirusýkingar.



Tikal, Guatemala

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 20. mars 2006

5

Ég er enn veikur. Það er ókúl. Gunnþóra er líka veik. Hún er samt kúl.



San Francisco, Bandaríkjunum

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 19. mars 2006

6



Los Cayes, Belize

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 18. mars 2006

7

Ein vika. Snootchie Bootchies!



Salvador, Brasilíu

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 17. mars 2006

8

dagar. Síðan klukkan 3 í nótt hef ég ælt 9 sinnum. Og það er bara frekar skítt verð ég að segja. Volgt vatn, kók við stofuhita, bananar og smá ristað brauð hefur haldið mér með rænu. Ég nenni ekki að finna nýja mynd. Ætla að reyna að sofna.

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 16. mars 2006

9



Montréal, Canada

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 15. mars 2006

10

. . .dagar í brottför. Og ég er veikur heima. Ég vona heitt og innilega að þessi heilsuveila hverfi á meðan á ferðalaginu stendur. Hægt og hægt er ég að taka saman hluti sem ég þyrfti að hugsa um fyrir ferðina og hægt og hægt rennur það upp fyrir mér hvað ég á eftir að gera mikið. Mmm-hah. . .



Miami, Bandaríkjunum

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 14. mars 2006

11



New York, Bandaríkjunum

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 13. mars 2006

12



Vancouver, Canada

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 12. mars 2006

13



Kyrrahafsströndin, Costa Rica

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 11. mars 2006

14



Semuc Champey, Guatemala

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 10. mars 2006

15



Fortaleza, Brasilíu

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 5. mars 2006

Next blog>>

Hérna efst til hægri á síðunni er linkur á "Næsta blogg" en vefrit Blogger eru samt ekki í neinni sérstakri röð. Ég smellti t.d. á þetta og fékk þessa síðu upp (aðvörun, gróft efni). Það var milt truflandi að hugsa þessa síðu við hlið minnar en samt meira bara nett fyndið. Það minnti mig svo aftur á aðra síðu sæmilega opins þunglyndissjúklings (aðvörun, alvarlega skrýtið efni). Fékk mig til að velta fyrir mér tilgangi vefrita. Og af hverju ég væri yfirleitt að skrifa. Sérstaklega núna þar sem ég er með sýkingu í auga og þykir óþægilegt að horfa á svo gott sem hvað sem er, þar með talið ritunargluggann á Blogger. Það gerir veiki minni ekki gott að vera haldinn bílaþráhyggju. Síðustu tvær vikur eða svo hef ég verið gagntekinn af flottum bílum. Lesist, bílum sem mér finnst flottir. Ég hef nefnilega komist að því að smekkur minn á bílum er líklega sérvitur, ef svo má komast að orði. Ég fíla öðruvísi. Bílar með wänkel vélar, töff smábílar og öðruvísi sportbílar eru oftar en ekki það sem mér finnst girnilegast. Einmitt núna er þessi snilld frá Citroën í uppáhaldi hjá mér. Hann er svo svalur að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Pínulítill með 110 hp vél og flipagírkassa. Flipagírkassa! Það er engin kúpling! Við stýrið eru flipar sem skipta um gíra. Það er svooooo svalt. Ég mundi segja að hönnunin væri "to die for" en þá væri ekki hægt að njóta hennar. Og 110 hestafla vél í svona léttum bíl? Það er sultusmooth. Mig langar í þennan bíl. Ég vona svooooo að hann verði framleiddur. Þetta er nefnilega ennþá bara concept bíll. =/ Ég hugsaði svo aftur um af hverju ég væri yfirleitt að skrifa. Og ég veit ekki enn af hverju En stundum er það bara gaman.

tack tack

--Drekafluga, vrooommm--

sunnudagur, 26. febrúar 2006

Nákvæmlega svona

Í gær fór ég heim í sveitina. Veðrið var æðislegt og áður en ég fór skrifaði ég smekkfullan disk af Nelly Furtado til að hafa með mér. Á leiðinni austur komst ég að því af hverju ég setti allar þessar græjur í bílinn. Það var til að líða nákvæmlega svona, í góðu skapi, í góðu veðri með góða tónlist stillta mátulega hátt til að ég gæti sungið hástöfum með af einskærri kátínu og varla heyrt í sjálfum mér. Hátalarnir fjórir, bassaboxið og ég kepptum hvert við annað og mér leið eins ég ég væri á leið í strandpartý. Á leiðinni til baka núna í kvöld léku norðurljósin við stjörnurnar á meðan Nelly vinkona söng fyrir mig. Og lífið var fallegt. Eftir minna en mánuð leggjum við Gunnþóra af stað út. Og lífið er fallegt.

Mamma á afmæli á morgun. Til hamingju mamma. =)

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 18. febrúar 2006

Icky sense tingling

Því fylgir megn ónotatilfinning að vera á vinnustað þar sem hlutir koma hvaðanæfa að úr heiminum, opna pappakassa og sjá í gegn um silfraða þræði erlenda könguló sitja í einu horninu. Það er líka óþægilegt að týna þessari sömu könguló. Ég hélt út í smá stund en fékk svo hroll, fór úr peysunni og dustaði ímyndaðar pöddur af bol og buxum. Afar óþægilegt. Ég er hræddur um að köngulær verði með fyrstu viðfangsefnum nýju teiknipennanna minna. Kannski ég hundskist til að teikna eitthvað á næstunni.

Svo hafa einhverjir snillingar á Rás 2 tekið gild atkvæði um Silvíu Nótt sem kynþokkafyllstu konu landsins. Að leyfa val á tilbúninni persónu er nógu vitlaust út af fyrir sig en þegar konan sem leikur þessa persónu er í fjórða sæti í sömu kosningu er eitthvað mikið að. En þar sem þetta er greinilega hægt ætla ég að velja Íþróttaálfinn sem kynþokkafyllsta karlmann landsins um leið og ég hef færi á því.

tack tack

--Spiderfluga--

fimmtudagur, 2. febrúar 2006

192.168.1.12

Vitið þið hvað þetta er? Þetta eru galdratölur sem ég fékk ekki fram fyrr en the God of Stuff hjálpaði mér að tjónka við cmd. Ég þurfti ip töluna til að setja upp nýtt port á routernum svo ég gæti notað það á DC en DC hefur legið óvirkt síðan rafmagninu sló út fyrir um mánuði síðan. En ég get nú gerst sjóræningi aftur. Ooh-tah.
Anda inn.
Svo hef ég verið að pæla í reykingum undanfarið. Ég var nýlega spurður hvort mér þættu reykingar vera mannréttindi. Ég sagði nei. Svo hugsaði ég málið og sagði það aftur. Nei. Áðan fór ég á Kebab húsið til að kaupa kvöldmat handa Gunnþóru. Þar er reykt. Og mér leið ekki vel þar inni. Í morgun var ég í mötuneytinu í Nýherja að fá mér mjólk. Tveir menn komu inn úr reykingapásu, þeim ósanngjarna munaði og ég hætti að anda í gegn um nefið og hálfsveið í augun undan fnyknum. Ég get nefnt fullt af svona dæmum. Það mætti sjálfsagt segja það sama um svitalykt eða eitthvað álíka en svitalykt er ekki dánarorsök fimmta hvers einstaklings á Íslandi. Fólk hefur spurt mig hvernig ég geti haft svona afstöðu fyrst ég hafi ekki einu sinni tekið smók. Ég spyr það á móti hvort því þætti gæti ekki þótt notalegt að fá hníf rekinn í kviðinn. Það hafi jú ekki reynt það ennþá. Á sama hátt get ég t.d. fullyrt að Hitler var snargeðveikur. Reykingafólk fer í taugarnar á mér. Meir að segja líka þegar það er ekki að reykja. Þá fer það bara ekki jafn mikið í taugarnar á mér og ekki af sömu ástæðum. Í stað þess að reyna að finna ferskara loft til að anda að mér, og það eru til rannsóknir sem styðja að loft geri fólki gott, þá velti ég fyrir mér hvernig nokkur geti verið svona heimskur. Ég er ekki að segja að þeir sem reykja séu heimskir, bara þegar þeir reykja. Viturt fólk hefur gert afar heimskulega hluti. Það ætti bara ekki að endurtaka þá aftur og aftur. Og sérstaklega ekki þegar ég er nálægt. Endilega drepið ykkur en ég vil ekki vera með. Ég vil heldur ekki kafna í ólyktinni af ykkur. Ég vil ekki sjá ykkur hrörna. Ég vil ekki tárast af reyknum frá ykkur. Það er minn réttur. Samt held ég að ég sé frekar líbó náungi þegar ég er í hópi vina og einhver tekur upp sígarettu. Spes.
Og anda út.

tack tack

--Drekafluga the pertinacious--

mánudagur, 30. janúar 2006

Okay,

Is One Vision by Queen the single bestest and awesomest song in existence? Discuss. Anyway, it has now been stated, here at the centre of the universe, that it indeed is so your opinion matters little, really.

tack tack

--Drekafluga ennþá með gæsahúð--

föstudagur, 27. janúar 2006

Efnishneigð

Mig langar í bíl. Mig langar í perlusvartan gljáandi bíl með shiny felgum. Mig langar í íbúð. Fallega og bjarta íbúð þar sem við Gunnþóra getum inréttað, eldað, slakað á og látið eins og við viljum. Ég er þegar farinn að safna í hnífaparasett. Ég hef gaman af því að ganga á milli Duka, Villeroy &Boch og Tékk kristals. Ég skoða fasteignir í blöðum og á netinu. Mig langar í margt margt fleira og mig dreymir um mánaðarlaun gerpisins í Actavis svo ég geti látið eitthvað af því verða að veruleika. En svo hefur fasteignaverð aldrei verið hærra á Íslandi og ég er við það að eyða öllum peningum sem ég á í ferðalög. Stemmning. Annars bara hlakka ég til að Gunnþóra komi heim af kvöldvaktinni svo ég sofi vel. Hún er best. Gleðilega helgi. Ég á aðallega eftir að sofa og vera bíllaus yfir helgina. Já. Vinstra afturhjólið festist og hvar annars staðar en á stærstu gatnamótum á Íslandi. Hann stóð þar svo í tvær nætur en er núna hjá bílalækni. Andvarp. Ég ætla að halda áfram að láta mig dreyma. Nýtt plan fyrir ferðalagið má finna hérna.

Lag dagsins er Right Where It Belongs með Nine Inch Nails (takk Isis fyrir að minna mig á það).

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 16. janúar 2006

iBeTrippin



Jæja, þetta er gróf hugmynd að ferðalagi okkar Gunnþóru. Frá London til Brasilíu og þaðan norður úr með hitanum, enda svo í Montréal, eiga tvo, þrjá daga í London aftur og svo heim. Það sem verður á milli verður ekki nákvæmlega eins og á myndinni en þó eitthvað svipað og ég er bara nokkuð hress með það. Langaði bara að deila þessu.

tack tack

--Drekafluga rejsemand--

föstudagur, 13. janúar 2006

Jæja jæja þá

Föstudagurinn 13. Spúkíspúkí. Ég hef lengi ætlað að skrifa en hef aldrei vitað um hvað Ég veit það reyndar ekki ennþá en ég segi bara fokk það og held ótrauður áfram. Í morgun var mannhæðarhár skafl ofan á bílnum mínum. Í stað bílsins var þriggja metra há snjóhrúga, nokkurn veginn svona í laginu og fór ört stækkandi. Eftir að hafa fórnað hendinni í að dusta aðeins frá falsinu á dyrunum opnaði ég farþegamegin til að losna við að sitja í snjósæti. Gladdist yfir því að ég væri í réttum bíl, teygði mig yfir, setti í hlutlausan, lykilinn í og bílinn í gang, blásturinn á fullt, hitann í afturrúðuna, náði í sköfuna og háði svo stórfenglega orustu við snjóinn, öskur og allt. Spólaði síðan upp af bílastæðinu, fór upp Stóragerði, út Smáagerði og niður Háaleitisbraut. Þar var ég á eftir bíl sem virtist vera á ískappakstursdekkjum því honum tókst að stöðva svo snögglega á punktinum að það mætti teljast heilsuspillandi. Ég dró djúpt andann, lyfti hægri fæti, setti upp skelfingarsvip og negldi niður æpandi viðeigandi fúkyrði [lesist: S j i i i i i i i i i i t t!]. Það voru góðir 15 - 20 metrar í bílinn, ég fór ekki hratt og ég hefði beygt fram hjá honum ef ekki hefði verið fyrir þriðja bílinn sem fylgdi við hlið mér nánast alla bremsuvegalengdina. Svo stöðvaðist ég óþægilega, en samt ekki of harkalega aftan á bílnum vel skóaða. Ég bakkaði metra og stökk út. Karlinn í bílnum fór líka út og við rýndum álkulegir á fram- og afturstuðara. Hann: "Slapp þetta ekki?" Ég: "Jú ég held það." Hann: "Ok." Það sást skráma á hvorugum bíl. Svo hristum við okkur og fórum inn í bíl. Ég sagði honum svo að hundskast yfir í sinn bíl svo við kæmumst eitthvað áfram. 10 mínútum seinna var ég kominn í vinnuna þar sem hápunktur dagsins var tilurð ferskeytlu. Svo fór ég heim og sneyddi fram hjá helstu umferðartöfum eftir að hafa eytt korteri að komast upp að Suðurlandsbraut. Svo henti ég kókflösku út í skafl til kælingar, skrifaði þessa færslu og nú er ég að fara að spila The Chronicles of Riddick en það er einmitt leikur vikunnar hjá, ja, mér. Hú ha! Ekki var þetta mikið mál.

tack tack

--Drekafluga shiny eyes--