sunnudagur, 26. febrúar 2006

Nákvæmlega svona

Í gær fór ég heim í sveitina. Veðrið var æðislegt og áður en ég fór skrifaði ég smekkfullan disk af Nelly Furtado til að hafa með mér. Á leiðinni austur komst ég að því af hverju ég setti allar þessar græjur í bílinn. Það var til að líða nákvæmlega svona, í góðu skapi, í góðu veðri með góða tónlist stillta mátulega hátt til að ég gæti sungið hástöfum með af einskærri kátínu og varla heyrt í sjálfum mér. Hátalarnir fjórir, bassaboxið og ég kepptum hvert við annað og mér leið eins ég ég væri á leið í strandpartý. Á leiðinni til baka núna í kvöld léku norðurljósin við stjörnurnar á meðan Nelly vinkona söng fyrir mig. Og lífið var fallegt. Eftir minna en mánuð leggjum við Gunnþóra af stað út. Og lífið er fallegt.

Mamma á afmæli á morgun. Til hamingju mamma. =)

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: