föstudagur, 27. janúar 2006

Efnishneigð

Mig langar í bíl. Mig langar í perlusvartan gljáandi bíl með shiny felgum. Mig langar í íbúð. Fallega og bjarta íbúð þar sem við Gunnþóra getum inréttað, eldað, slakað á og látið eins og við viljum. Ég er þegar farinn að safna í hnífaparasett. Ég hef gaman af því að ganga á milli Duka, Villeroy &Boch og Tékk kristals. Ég skoða fasteignir í blöðum og á netinu. Mig langar í margt margt fleira og mig dreymir um mánaðarlaun gerpisins í Actavis svo ég geti látið eitthvað af því verða að veruleika. En svo hefur fasteignaverð aldrei verið hærra á Íslandi og ég er við það að eyða öllum peningum sem ég á í ferðalög. Stemmning. Annars bara hlakka ég til að Gunnþóra komi heim af kvöldvaktinni svo ég sofi vel. Hún er best. Gleðilega helgi. Ég á aðallega eftir að sofa og vera bíllaus yfir helgina. Já. Vinstra afturhjólið festist og hvar annars staðar en á stærstu gatnamótum á Íslandi. Hann stóð þar svo í tvær nætur en er núna hjá bílalækni. Andvarp. Ég ætla að halda áfram að láta mig dreyma. Nýtt plan fyrir ferðalagið má finna hérna.

Lag dagsins er Right Where It Belongs með Nine Inch Nails (takk Isis fyrir að minna mig á það).

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: