Klukkan er núna 23:21. Ég sit á skrifborðsstólnum hans pabba og læt fara vel um mig við voldugt skrifborðið hérna í Athvarfinu. Það er nafnið á herberginu; Athvarfið. Mér líður alltaf svo vel hérna inni í vinnuherberginu hans pabba. Það er svo mikil ró og friðsæld að ekkert raskar því nema klórið í hundinum frammi og lætin í tölvuviftunni. Þau (lætin) eru óbærileg því samsetningin á vélinni var hálfgert fúskaraverk og ég tek það fram að ég er ekki tölvusmiðurinn. En ég var að skipta út hörðum disk og gekk það framar vonum. Nú geta foreldrar mínir hlaðið inn myndum og alls kyns vitleysu með bros á vör. Ég fæ svo mikið út úr svona löguðu. Mér finnst gaman að vera reddarinn. Bastarður Víkinga skrifaði afskaplega skemmtilega færslu um þetta. Að vera sá sem fólk leitar til með spurningar eða vandamál og geta svarað og leyst úr öllu skilmerkilega er afskaplega gefandi. Aaaah. Ég er þreyttur (eftir vikuna, ekki aftir að hafa grúskað lítillega í tölvu) en sáttur.
Ég veit ekki hvort ég get sagt fyrir víst af hverju ég er að skrifa þetta. Líklega vantaði mig eitthvað að gera á meðan ég var að hlaða myndum og tónlist inn á nýja diskinn en ég held ég vilji líka halda glóð í þessari síðu minni. Ég á von á því að eitthvað dafni yfir henni þegar ég fæ mér glænýja og skínandi nettengingu hjá Hive. Eins og er þá er enn netlaust í fallegu, fallegu íbúðinni okkar Gunnþóru. Ég þarf að fara upp á næstu hæð til að kíkja á póstinn minn. En það verður að hafa það í bili.
Ég veit ekki hvort ég get sagt fyrir víst af hverju ég er að skrifa þetta. Líklega vantaði mig eitthvað að gera á meðan ég var að hlaða myndum og tónlist inn á nýja diskinn en ég held ég vilji líka halda glóð í þessari síðu minni. Ég á von á því að eitthvað dafni yfir henni þegar ég fæ mér glænýja og skínandi nettengingu hjá Hive. Eins og er þá er enn netlaust í fallegu, fallegu íbúðinni okkar Gunnþóru. Ég þarf að fara upp á næstu hæð til að kíkja á póstinn minn. En það verður að hafa það í bili.
tack tack
--Drekafluga, laid back--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli