Hérna efst til hægri á síðunni er linkur á "Næsta blogg" en vefrit Blogger eru samt ekki í neinni sérstakri röð. Ég smellti t.d. á þetta og fékk þessa síðu upp (aðvörun, gróft efni). Það var milt truflandi að hugsa þessa síðu við hlið minnar en samt meira bara nett fyndið. Það minnti mig svo aftur á aðra síðu sæmilega opins þunglyndissjúklings (aðvörun, alvarlega skrýtið efni). Fékk mig til að velta fyrir mér tilgangi vefrita. Og af hverju ég væri yfirleitt að skrifa. Sérstaklega núna þar sem ég er með sýkingu í auga og þykir óþægilegt að horfa á svo gott sem hvað sem er, þar með talið ritunargluggann á Blogger. Það gerir veiki minni ekki gott að vera haldinn bílaþráhyggju. Síðustu tvær vikur eða svo hef ég verið gagntekinn af flottum bílum. Lesist, bílum sem mér finnst flottir. Ég hef nefnilega komist að því að smekkur minn á bílum er líklega sérvitur, ef svo má komast að orði. Ég fíla öðruvísi. Bílar með wänkel vélar, töff smábílar og öðruvísi sportbílar eru oftar en ekki það sem mér finnst girnilegast. Einmitt núna er þessi snilld frá Citroën í uppáhaldi hjá mér. Hann er svo svalur að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Pínulítill með 110 hp vél og flipagírkassa. Flipagírkassa! Það er engin kúpling! Við stýrið eru flipar sem skipta um gíra. Það er svooooo svalt. Ég mundi segja að hönnunin væri "to die for" en þá væri ekki hægt að njóta hennar. Og 110 hestafla vél í svona léttum bíl? Það er sultusmooth. Mig langar í þennan bíl. Ég vona svooooo að hann verði framleiddur. Þetta er nefnilega ennþá bara concept bíll. =/ Ég hugsaði svo aftur um af hverju ég væri yfirleitt að skrifa. Og ég veit ekki enn af hverju En stundum er það bara gaman.
tack tack
--Drekafluga, vrooommm--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli