Yes, yes...
I know. Haven't met demands. Don't bug me.
Þrátt fyrir að vera búinn í prófum hefur verið þó nokkuð að gera, eða öllu heldur um að vera. Fólk að hitta, staðir til að vera á og svo framvegis. Ég fór hingað og þangað í dag en eyddi deginum að mestu í búslóðaflutninga þar sem bróðir minn var að færa sig úr Breiðholtinu í Breiðholtið... á betri stað.
Vissuð þið að það er ekki ein flík í Zöru í stærðinni Small? Og afar fáar í Medium? Nei, þetta var ég líka að læra í dag. Ég keypti mér samt bol sem mér tókst eftir þó nokkuð erfiði að finna í Medium. Þetta verður Króatíubolurinn. Þegar þetta er skrifað eru 15 dagar í ferðina og spennan eykst stöðugt. Hinsvegar er aðeins einn dagur þar til ég fer austur. Ekkert chill í bænum. Austur að vinna. Ég ætla að leyfa mér stutt andvarp: *andvarp*. Það er samt ágætt að fara austur en þar er t.d. ekki nógu hröð nettenging til að vera á DC. Og ég er orðinn afskaplega háður DC. Mömmu minni finnst tölvan mín vera gerfiþörf en ég veit betur. Tölvan mín er það sem mætti kalla An Entertainment Centre. Ég á bara eftir að fixa til millistykki svo ég geti tengt hana við sjónvarp og þá er stuð. Aaaaahh...
Klukkan er samt orðin margt og því segi ég þetta gott í bili.
Lag dagsins er Carrot Rope með hljómsveitinni Pavement
tack tack
--Drekafluga tölvugeek--
fimmtudagur, 13. maí 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli