laugardagur, 1. maí 2004

Daginn eftir dimmision

Update

Jú, ég dauðsé eftir peningnum en það þýðir ekki að ég hafi ekki skemmt mér stórkostlega. Dagurinn var snilld. Sem einn af 4-T var ég í hlýjasta búning á svæðinu. Leonardo úr Teenage Mutant Ninja Turtles til að vera nákvæmur. Í morgunpartýinu hjá Diljá klæddu sig allir í búningana, farið var yfir hvernig við heiðruðum kennarana og svo var farið upp í Kvennó. Við vorum, samkvæt hefðinni, síðasti bekkurinn á sviðið og vildum ekki að fólk yrði þreytt á okkur þannig að þetta var allt frekar stutt og hnitmiðað og gekk bara nokkuð vel upp. Við vorum öll að bráðna inni í flísbúningunum þannig að þegar við vorum ekki á sviðinu vorum við úti. Það kom samt í ljós að þetta var líklega besti búningurinn ef miðað er út frá veðri. Flestum öðrum var kalt þegar komið var frá Kvennó. Við fórum í tveimur gámabílum Laugavegsrúnt og svo út á Nes í pylsuparty. Þaðan var svo haldið niður (er það ekki 'upp' frá Nesinu?) í bæ þar sem var hringsólað og ég skíttapaði fyrir Bogga í áskorannakeppni. Ekki það að ég hafi ekki þorað jafn mikið. Mér gekk bara agalega að fá allt ókunnuga fólkið til að gera það sem ég vildi. "I'm sorry, I don't understand you." fékk ég t.d. tvisvar um leið og viðkomandi manneskja strunsaði fram hjá mér. Þetta var samt gaman.

Svo eftir að ég komst heim á ungmennnamiða í dimmisionbúning fór ég í sjóðheitt bað og leið hreint ekki illa. Um hálf átta kom Margrét Malena svo og við fórum í matinn í Dugguvogi. Svo fórum við aftur heim til mín þar sem ég náði í myndavélina sem ég hafði gleymt og fórum svo aftur í matinn í Dugguvogi. Við Dabbi, Sigga, Pétur og Stebbi sáum fram á að maturinn væri ekki ætur nema með kóki og vil ég nú opinbera þakklæti mitt til Siggu yfir að hafa reddað því. Pizza er ekki pizza nema með kóki. Allavega, svo var líka ís með Snickerssósu og svo var dansað og dansað. Ég tók líka þátt í afar skemmtilegum umræðum um fullnægingar stelpna og kynlíf almennt. Mynd af hópnum sem átti þessar umræður er að finna hérna (þess má geta að ég kláraði hleðslubatteríið á myndavélinni minni og tvö AA batterí þar ofan á). Svo átti ég innilegar samræður við manneskju sem ég hélt að mér gæti ekki þótt vænna um en hún afsannaði það. Mér þykir ótrúlega vænt um hana. Þegar ég var síðan að kveðja vini mína fór hún án þess að kveðja mig og mér sárnaði það undarlega mikið. Ég var leiður alla leiðina heim (já, heim, ég er ekki þessi djamma-niðri-í-bæ týpa) en hugsaði svo um daginn og leið betur aftur. Mig dreymdi svo pizzur og katana. Cowabunga.

Já svo er skólablaðið loksins komið út. Mér fannst svolítið gaman að sjá að þar eru nokkar myndir sem ég tók, t.d. myndirnar af fótboltaleiknum. Hinsvegar var myndasagan sem ég hafði verið beðinn að gera fyrir blaðið ekki birt og er ég afar þakklátur fyrir það. Ég dæi úr skömm því þetta var hreint út sagt agalegt. Semsagt takk fyrir það hver sá (sú) sem klippti það út.




tack tack

--Drekafluga er búinn með fjórða bekk--

Engin ummæli: