laugardagur, 8. maí 2004

Vá. Langa hlé...

Ég ætlaði að skrifa í gær en ákvað að fara í bíó. Ég ætla hér að setja inn umfjöllun mína um hana af kvikmyndir.is, sem var reyndar frekar frekar fljótgerð.

Ég fór í bíó í gær. Mér datt ekki í hug að það væru nokkrir miðar eftir á Van Helsing þannig að ég ætlaði að fara á Ned Kelly í þetta skiptið. Sýningin á henni hafði þá fallið niður en viti menn, það voru til miðar á Van Helsing. Ég náði góðu sæti, kom mér fyrir og myndin byrjaði.

Ég ætla ekki að skrifa upp söguþráðinn enda ættu grófir drættir hans að vera fólki kunnugir.

Það tók mig smá tíma að átta mig á því að til að byrja með var hún svart-hvít (nema minni mitt blekki mig). Það leið hinsvegar ekki langur tími þar til ég andvarpaði innra með mér. Van Helsing náði ekki væntingum mínum. Ég hef mikla þolinmæði gagnvart svona ævintýramyndum (ég gaf Dungeons&Dragons séns fram á síðustu mínútur) þar sem ég er fantasy nörd sjálfur. Van Helsing er bara svo uppfull af klisjum og er að mestu leyti svo ótrúlega fyrirsjáanleg að það verður á köflum hálf kjánalegt. Samtölin eru stundum sápuóperuleg og jafnvel tæknibrellurnar virðast stundum gerðar í hálfkæringi og ekki alveg kláraðar. Það sem mest fer í taugarnar á manni er hinsvegar persóna Kate Beckinsale. Hreimur hennar er agalegur og svo verður maður pirraður út í persónuna sjálfa fyrir að vera ein tregasta kvensnift sem dottið hefur á hvíta tjaldið í lengri tíma. Þið hljótið að sjá hvað ég á við þegar þið sjáið myndina.

Hugh Jackman er pottþéttur leikari og gerir persónu Van Helsing skemmtilega en það er David Wenham (Faramir út LotR) sem stelur senunni sem 'comic-sidekick' munkur. Myndin er samt ágæt afþreying þegar allt kemur til alls þrátt fyrir áðurnefnda lesti og ef fólk tekur myndina ekki of alvarlega má vel skemmta sér yfir henni.
---

Svo er hringurinn eini orðinn eini hringurinn. Ég má ekki leika mér með hringana sem eru á fingrum mér því þá gerist þetta. Ég missti þumalhringinn milli bílsæta í gær og fann hann hvergi. Þetta er óþolandi. Ég var áður búinn að glata álaga quetzal hringnum frá Guatemala en var ekki einu sinni að leika mér með hann. Hann bara hvarf. Þannig að nú eru hendur mínar án nokkura hringa. Án hringa! Hvenær var ég síðast án hringa á höndunum. Nú er ég bara með einn (sem er reyndar wickedly cool og tekur öllum öðrum fram) á keðju um hálsinn. This shall be remedied soon.

tack tack

--Drekafluga myndastrákur hinn hringalausi--

Engin ummæli: