miðvikudagur, 18. febrúar 2004

The Pond Days, Day Two

Haaarðspeeerruuur...!

Í höndum og baki er ég alveg ónýtur. Allavega út daginn. Ef einhver (myndarleg stelpa) vill nudda mig er viðkomandi guðvelkomið að gera það. Í stað þess að skoppa niður brekku í stórri Zorbkúlu í morgun gerði ég það ekki. Margrét hringdi í mig þegar hún og Sigrún voru fyrir utan. Ég tók mér óhóflegan tíma (svona 3 - 4 mínútur) í að koma mér út en þá var búið að hringja í þær og tjá þeim að Zorbið félli niður og við mættum borga 700kr. aukalega og fara í Paintball, horfa á kvikmyndir í Uppsölum eða gera eitthvað svo ómerkilegt að ég lagði það ekki á minnið. Við fórum á Subway með Jóhönnu þar sem hún át og við drukkum gosáfyllingarnar hennar. Svo var haldið niður í Kvennó þar sem við fengum mætingu og fórum svo heim aftur. Svo var kóræfing sem ég stóð mig illa á sökum mildra líkamseymsla. Svo var gert hreint í N2, N3 og N4. Út af skólakynningum fyrir 10. bekk tók það ekki langan tíma. Borðin ónotuð og því hrein og gólfið aðgengilegt. Það tók mig þriðjung úr Closing Time með Semisonic að taka N4. Svo kíkti ég inn á Nemó og veit núna úrslitin úr kosningunum. Ég veit hver verður Rass skólans, Bros skólans, Herra og Frú o.s.frv... og það er bara ansi gaman.

Ég er líka kominn með ansi mótaða mynd af karakterstílnum í það sem ég vona að sé væntanleg myndasaga frá mér. Húkerzah! Ég mun vonandi skella upp skissum af hinum ýmsu verum á næstunni.

Og svo er það málið með happy-go, cheerful, feel good diskinn minn. Ég er með 14 lög:

Antonio Banderas & Los Lobos - El Canción del Mariachi
Blind Melon - No Rain
Blind Melon - Three is a Magic Number
Deep Blue Something - Breakfast at Tiffany's
Eels - My Beloved Monster
Havrey Danger - Flagpole Sitta
Manu Chao - Bongo Bong
Nine Days - Absolutely
Semisonic - Closing Time
9 Days - Little Black Backpack
Sublime - What I've Got
Sugar Ray - When It's Over
The Turtles - So Happy Together
Third Eye Blind - Semi-Charmed Life

Þessi lög eru 47 mínútur og 25 sekúndur. Á einn geisladisk komast 80 mínútur. Nú vantar mig lög úr sama feel good flokki til að fylla upp í þetta 32 mínútna og 35 sekúndna pláss. Og hafið þið, kæri lesendur, einhverjar uppástungur þar að lútandi?

(P.S. ef einhver sem les þetta missti af Kvennómyndinni á Popp tíví þá mun hún vera til á spólu hér á heimili)
tack tack

--Drekafluga, the pretty boy from last post--

Engin ummæli: