(þetta hafði ég svo skrifað klukkan að verða 12 í dag)
Writer's block eða writer's blog?
Mér hefur, ásamt fleirum, verið hrósað á síðu bloggsystur minnar en veit ekki hvort ég á það skilið. Það stendur svo á að sending mín frá skáldagyðjunni var að koma, öll krumpuð og brotin með póststimpilinn "Missent to Malasia" í rauðu bleki. Sendingin er ónýt svo þið neyðist til að vera sneydd allri skemmtun af minni hálfu þar til næsta sending lendir.
En þar fyrir utan var ég að skrá mig í Rymju, söngkeppni Kvennaskólans, ásamt Mossa og munum við flytja acoustic útgáfu af Drive með Incubus. Endilega tjáið ykkur þar um þar sem ég hef ekki tíma til að skrifa meira í bili. Er farinn á kóræfingu.
tack tack
--Drekafluga, driven--
mánudagur, 2. febrúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli