Ja, mér dettur enginn titill í hug.
Ok, ég tók mér skrifpásu um helgina sökum... ja, sökum þess að mér leið bara allt of vel en samt svo illa. Ég skrifaði semsagt ekki vegna þess að ég gat ómögulega skrifað um sjálfan mig þar sem ég vissi ekkert hvernig mér leið og ég hafði ekki hugmyndaflug í að skrifa eitthvað annað. Þetta er svo skrifað í sálfræðitíma á milli þess að við leikum okkur með sjónskynjun. Það er kvikindislegt að fara svona með sjónina. Hún gæti lagst í þunglyndi og bara neitað að virka.
Tjah... en nú er batterýið að verða búið þannig að ég bæti bara við þetta seinna. Set kannski inn skemmtilega mynd eða eitthvað. Hvað veit ég svosem um hvað það verður, ég er ekkert búinn að ákveða það.
tack tack
--Drekafluga, pfff....--
mánudagur, 23. febrúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli