Í dag er góður dagur til að vera bangsi.
Álfheiður (systir mín) átti afmæli í gær og við Haukur (bróðir minn) tóikum það að okkur að passa Iðunni Ósk á meðan systir mín og mágur væru að skemmta sér. Hún var í grúví fíling og... velti sér í fyrsta skipti! Bara feeeaaoowwwn, skellti sér yfir á magann. Álfheiður var ekki lítið fúl yfir að hafa ekki verið heima. Við Haukur horfðum á Eddie Izzard, hlógum og pöntuðum pizzu með tandoori kjúkling sem við komumst að því að hlyti að þýða smáhænsn miðað við takmarkað magn kjúklings á bökunni. Við spiluðum Return of the King og Iðunn sór sig í ættina og skríkti af ánægju við það en svo..! En svooo setti ég í gang í fyrsta skipti demoið af Unreal Tournament 2004. Onslought er mode sem ég gæti spilað endalaust og Assault er komið aftur. Endalaus endaleysa. Þetta er leikur sem ég kaupi mér um leið og hann kemur út.
Nú vil ég líka koma á framfæri innilegum þökkum: Innilegar þakkir Ágúst, fyrir bókina og síðurnar tvær. Á annarri þeirra er Comic oriented Photoshop tutorial og ég var til klukkan korter yfir tvö í nótt að fikta. Oh the joy...
En þar sem allir, já hver einn og einasti kennari sem átti að kenna mér í dag er veikur og ég mæti ekki í skólann nema til þess að þrífa er ég farinn að spila UT2004.
tack tack
--Drekafluga, immersed--
föstudagur, 13. febrúar 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli