mánudagur, 9. febrúar 2004



Ok, hér eru hugmyndir. Myndin er svo bara líklega einhvert besta uppfyllingarefni sem ég hef séð.

Gummi Valur: Annað hvort listamannsspíra (og já, stundum ber að ofan, ok. undarlega fólk) eða... ja, líklega bara listagaur. Með húfu og sólgleraugu. Já. Það er gott en opið til umræðu.
Gæludýr: Smádreki eða íkorni.

Hjörtur: Með hökuskegg. Svartklæddur með kannski vott af lit öðru hvoru. Ein sagan gæti jafnvel verið um hann að fríka út í litum. Haha. Persónuleiki: Cynic, cynic, cynic.

Undintuska: (hey, hún kallaði mig Drekaflugu á Lækjartorgi um daginn og það var fínt. því mun ég ekki segja ‘Klara’ hér): Ég veit ekki af hverju en ég sé hana fyrir mér með dökka alpahúfu.

Margrét Malena: Hmm... græn augu, gleraugu, hláturmild.... =/ vantar meira.
Gæludýr: Api.

Svava: Steampunk gella.
Gæludýr: Gekkó á spítti (hugmynd...)

María:Happy-go cheerful týpa. Útitekin og litrík.

Halla: OfurRetro týpa sem finnst gaman að stríða og er oft sú eina sem hittir á veikan blett. Hún á kannski letidýr..? (sálufélaga?)

Anna Margrét I: Sportgella og fittnesfreak. Ja, ekki freak, en svona... skemmtilega hugfangin af því.

Anna Margrét B: Ef einhver er meiri stiff-lip en ég þá er það hún. Ég er að hugsa um eitthvað breskt. Kannski eitthvað út frá fánanum...
Gælu"dýr": Pixie, fairy eða eitthvað svipað.

Hmm... jæja, ég stend ekki í þessu núna. Ef þið eruð með hugmyndir um breytingar á þeim sem komin eru eða viljið bæta ykkur inn á listann eða taka ykkur út af honum, skiljið eftir comment. Ég er farinn að sofa.

tack tack

--Drekafluga, getting over his head--

Engin ummæli: