sunnudagur, 29. febrúar 2004

5000!?! Snoogens! Serving suggestions?

Ég ætlaði að skrifa eitthvað sniðugt þegar þessi "áfangi" næðist en mér bara dettur ekkert í hug. Partý? Ekki strax allavega. Fyrir því liggja nokkrar ástæður. 1. Ég hafði hugsað mér að fara austur um næstu helgi. 2. Ég er ekki beint í partýaðstöðu, með 8 mánaða gamalt barn á heimilinu og svona. 3. Ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíman haldið partý og kann það þess vegna ekki. Ætti líklega ekki að vera flókið. Skella bassaboxinu og hátölurnum fram, setja góðan playlista á, eiga gos, eiga snakk og saltstangir, eiga heima í villu, eiga nóg af Crystal (Cristal? allavega, þessu celebrity campavíni), eiga... vini sem mæta? ;)

Úff ég veit það ekki. Þyrfti líklega að fá að halda partýið annars staðar en í Fellsmúla 6. Ásar? Bílferðir? We've got a hot-tub.

tack tack

--Drekafluga, kalt a tánum--

laugardagur, 28. febrúar 2004

Nei, þetta gengur ekki

Ef ég á að gera eitthvað myndasögutengt og setja á netið verð ég að finna aðra leið til að gera það. Ég er hættur að nota skannann. Hann er hér með úrskurðaður úreltur sökum smáatriðistaps á þessum "teaser" hjá mér. Sárvantar nýjan skanna eða sketchpad. Ég bara hef ekki efni á neinu slíku um þessar mundir og því blasir við að myndasöguáformin eru farin út um þúfur. Það verður allavega eitthvað mikið að gerast til að þetta lagist.

Til að tapa ekki enn meiri smáatriðum minnkaði ég myndina ekki og því verður síðan illa útlítandi í 1024x786 pix. Kemur rétt út í 1280x1024 pix.

Mynd tekin út sökum pixelbreiddar
---

tack tack

--Drekafluga, artiste in anguish--

föstudagur, 27. febrúar 2004

Nooooooo! So close! So god-damn clooooose!!! Russel Crowe is a fucking New-Zealander you fucking bunch of weirdo pricks!

Hver veit ekki að Russel Crowe er Nýsjálendingur!?! Gettu Betur liðið í MH veit það núna. Ég æpti á sjónvarpið og fór og leitaði að hentugugum hlut til að skalla. Kaktus eða einhverju. Þetta eina örlitla ömurlega smáatriði hefði getað gert þennan dag svo fallegan. Það var með herkjum og innblæstri frá Doktornum að ég gat séð bjarta hlið á þessu því hryðujuverk og skæruhernaður á hendur MRingum er í bígerð. Þetta er líka, eins og það var orðað hjá okkur "kick ass comic material" og mun ég vonandi gera eitthvað út frá þessu. Vonandi næ ég bara að gera eitthvað tengt myndasögum. Ingibjörg hjálpaði mér samt mikið með því að útvega mér Out There. Brjálaður teiknistíll. Nú get ég stúderað augu og munna, mína veikustu hlekki í myndasöguteinkingum.

En þetta gengur ekki og verður ekki lengra í þetta skiptið. Ég á að vera löngu farinn að sofa.

tack tack

--Drekafluga, a geeky pissed off knowitall--

fimmtudagur, 26. febrúar 2004

Mismunun!

Hverslags helvíti er þetta!? Haloscan vill ekkert kannast við að hafa nokkurn tíman haldið úti commentakerfi fyrir mig og er ég því öskrandi fúll. Ég þurfti að skrá mig aftur og er þvi öll commentasaga frá upphafi þessarar síðu horfið að eilífu. En þó ég hafi verið þetta fúll varð ég að skrá mig aftur. Ég meina, engin comment! Hvað getur maður gert þegar skemmtilegasti hluti síðunnar er tekinn út bara hviss bæng? Mér er skapi næst að skrifa ekki um neitt sem hægt væri að tala um, setja útá eða samsinna en það er virkilega erfitt að skrifa um óskrifanlega hlut. Í staðinn set ég bara inn mynd af mér.

---


---

pissed off...

--Drekafluga, speechless--

þriðjudagur, 24. febrúar 2004

Things have been a bit awry recently

Yes awry god-damnit! Í gær fékk ég út úr Macbeth prófi. Ég fékk 8.5 í allt og B+ fyrir ritgerð. Ég hef aldrei farið í bókstaf aftar en 'A' í Enskuritgerðum svo þetta er sögulegt lágmark. Ég fann hitt og þetta að aðfinnslum Cyberts en vildi þó ekki nefna það við hann. Fæ bara tíu næst. En hann strikaði undir orðið awry og setti spurningarmerki þar fyrir ofan. Ég hafði notað það í merkingunni wrong / gone astray. Flettið upp orðinu awry og segið mér að það sé ekki til.

Eins og stundum áður er ég að skrifa þetta í gati í skólanum. Þeim er að fjölga þessa dagana sökum að því er virðist krónískra veikinda kennara. Núna á ég að vera í Spænsku en eins og svo oft áður er Elísabet veik. Í þetta skiptið gerði það þó ekkert til. Sérstaklega ekki eftir vellíðanarvímu sálfræðitímans. Lilja Groovy átti í erfiðleikum með að opna dyrnar að U6 og bað mig um það. Það tókst greinilega vonum framar þar sem hún tilkynnti drastíska breytingu á áfanganum. Símat og engin próf. Woo! Svo tók hún líka ótrúlega vel í að ég kæmi með Eddie Izzard í næsta tíma og sýndi henni sketchið um Pavlov. "Day one. Rang bell. Dog ate food. Very excited..."

Svo þegar ég settist við hliðina á Öddu leit hún á mig og sagði: "Þú ert með svona leikararödd." Sem mér finnst mjööög gott þar sem ég þoli ekki rödd mína. Sumir eiga kannski erfitt með að trúa þessu þar sem mér finnst gaman að tala en þetta er satt. Ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að þetta sé svona og þar við stendur. Allavega eitthvað áfram. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að ég hélt geðheilsu yfir teikningum í gær. Þetta myndasögudót er að fara með mig. Ég get ekki teiknað myndasögur. Ég er fantasyteiknari. Hvaða rugl..? Ég teikna ekki myndasögur fyrir quetzal (ca. 11kr). Datt samt niður á jákvæða punkta og mun reyna að vinna út frá þeim en útlitið er ekki bjart. Uss uss...

tack

--Drekafluga, með kókosbollu á kinninni.--

mánudagur, 23. febrúar 2004

Ja, mér dettur enginn titill í hug.

Ok, ég tók mér skrifpásu um helgina sökum... ja, sökum þess að mér leið bara allt of vel en samt svo illa. Ég skrifaði semsagt ekki vegna þess að ég gat ómögulega skrifað um sjálfan mig þar sem ég vissi ekkert hvernig mér leið og ég hafði ekki hugmyndaflug í að skrifa eitthvað annað. Þetta er svo skrifað í sálfræðitíma á milli þess að við leikum okkur með sjónskynjun. Það er kvikindislegt að fara svona með sjónina. Hún gæti lagst í þunglyndi og bara neitað að virka.

Tjah... en nú er batterýið að verða búið þannig að ég bæti bara við þetta seinna. Set kannski inn skemmtilega mynd eða eitthvað. Hvað veit ég svosem um hvað það verður, ég er ekkert búinn að ákveða það.

tack tack

--Drekafluga, pfff....--

föstudagur, 20. febrúar 2004

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Í gær var nefnilega árshátíð. En áður en ég fer að þylja upp allt sem henni viðkemur vil ég þakka fyrir ótrúlegar viðtökur við skrifum fyrradagsins. Það er greinilegt að ég er ekki einn um að vera með hugsannastíflu þegar kemur að skemmtilegum lögum. En í rútunni áðan bætti ég What a Day for a Daydream með Lovin' Spoonful á listann... Jæja.

Haldið var upp í skóla klukkan að verða eitt í hávaðaroki og rigningu en samt með bros á vör. Af hverju? Nú þetta var árshátíðardagur, óháð veðri, og svo hljómaði Eels í eyrum mér og hver getur staðist það að brosa þá? Svo var hlegið að tilburðum rútubílstjórans við skemmtilega misheppnaðar tilraunir viðað opna dyrnar á rútunni og... hvaða tíð er þetta sem ég er að skrifa í? En svo hló ég líka að staðsetningu rútunnar en hún stoppaði umferð svo um munaði. Hraðspólum nú yfir tíðindalitla atburðarrás og erum við þá stödd inni á herbergi eftir nokkra biðraðaríveru á Hótel Selfoss. Við Halla herbergisfélagi keyptum okkur að borða og ég komst að því að maður á einmitt aldrei að kaupa sér að borða þegar maður er svangur. Ég keypti allt, allt of mikið. Nújæja. Bekkjarfundur var svo haldinn upp úr sjö í herbergi 314 og tilkynnist hér með að ég varð af titlinum "Bros bekkjarins" með eins atkvæðis mun. Eftir á komu tvær bekkjarsystur til mín og sögðust vera miður sín yfir að hafa ekki munað eftir mér en svona er þetta bara. Setti reyndar stemminguna fyrir kvöldið þar sem ég var einn af þermur tilnefndum fyrir Bros Kvennó 2004 en Hildur ofurstuðgella vann þann titil að ég held réttilega. Samt er ég sár. Auðvitað. Ég hefði svo viljað vinna þó ekki væri nema afsaka viðtalið við mig en þar var ég leiðinlegri en allt (var svolítið þreyttur þegar það var tekið). En jæja, ég fékk þó að fara upp á svið með fótboltaliði 4-T þar sem við vorum opinberlega titlaðir meistarar. Svo, eftir agalega misheppnað kóratriði tók ég vonandi betur heppnað söngatriði með Erni Árnasyni (þó ég held það hafi lítið heyrst í mér). O sole mio bara! Samkvæmt Ágústi var Örn bara fjandi ánægður með mig.


Svo eftir hálf mislukkaða máltíð og lystarleysi þar ofan í var haldið á herbergin í partýhug. Hann reyndist vera svo mikill að ég bara komst ekkert á ballið. Ég var bara allt of upptekinn við að skemmta mér annars staðar. Mín var víst sárt saknað af ballinu en ég skal bara reyna að bæta upp fyrir það einhvern veginn. Svo var bara mígandi hamingja og eintóm ofurstemmning hjá 4-T og ég missti af heilmiklu þar sem ég var annars staðar til að byrja með en ég kom sterkur inn í seinni hálfleik. Greddan í þessum bekk er yndisleg. Svo, eftir að hafa farið í morgunmat með Höllu klukkan átta, lögðum við okkur í tvo tíma áður en við tókum saman og fórum niður í anddyri. Þar var stemmning og hreint unaðslegt að fylgjast með mismunandi hressleika fólks. Svo var raðað í bíla og stór hluti 4-T fór og fékk sér að borða en þar sem mér var ekki boðið far heim komst ég ekki frá, þurfti að ná rútunni. Það var líka ágætt. Ég hafði tvö sæti út af fyrkr mig og ferðin heim leið eins og hendi væri veifað. Oh the wonders of mp3.

Phúahh... nú þegar ég er búinn að rumpa þessu frá mér er ég að spá í að fara í bað og horfa svo kannski á Requiem for a Dream, bara svona ef ske kynni að þið hefðuð verið að velta þessu fyrir ykkur. En fyrst vil ég koma á framfæri þökkum til Vídeónefndar fyrir frábærlega unnið starf í kring um kynningarnar og svo til Hafdísar sem ásamt Einari hippa sá um prentun á Inguera bolunum en ég er einmitt íklæddur einum slíkum þegar þetta er skrifað.

tack tack

--Drekafluga, með úfnara hár en Loðinbarði--

miðvikudagur, 18. febrúar 2004

The Pond Days, Day Two

Haaarðspeeerruuur...!

Í höndum og baki er ég alveg ónýtur. Allavega út daginn. Ef einhver (myndarleg stelpa) vill nudda mig er viðkomandi guðvelkomið að gera það. Í stað þess að skoppa niður brekku í stórri Zorbkúlu í morgun gerði ég það ekki. Margrét hringdi í mig þegar hún og Sigrún voru fyrir utan. Ég tók mér óhóflegan tíma (svona 3 - 4 mínútur) í að koma mér út en þá var búið að hringja í þær og tjá þeim að Zorbið félli niður og við mættum borga 700kr. aukalega og fara í Paintball, horfa á kvikmyndir í Uppsölum eða gera eitthvað svo ómerkilegt að ég lagði það ekki á minnið. Við fórum á Subway með Jóhönnu þar sem hún át og við drukkum gosáfyllingarnar hennar. Svo var haldið niður í Kvennó þar sem við fengum mætingu og fórum svo heim aftur. Svo var kóræfing sem ég stóð mig illa á sökum mildra líkamseymsla. Svo var gert hreint í N2, N3 og N4. Út af skólakynningum fyrir 10. bekk tók það ekki langan tíma. Borðin ónotuð og því hrein og gólfið aðgengilegt. Það tók mig þriðjung úr Closing Time með Semisonic að taka N4. Svo kíkti ég inn á Nemó og veit núna úrslitin úr kosningunum. Ég veit hver verður Rass skólans, Bros skólans, Herra og Frú o.s.frv... og það er bara ansi gaman.

Ég er líka kominn með ansi mótaða mynd af karakterstílnum í það sem ég vona að sé væntanleg myndasaga frá mér. Húkerzah! Ég mun vonandi skella upp skissum af hinum ýmsu verum á næstunni.

Og svo er það málið með happy-go, cheerful, feel good diskinn minn. Ég er með 14 lög:

Antonio Banderas & Los Lobos - El Canción del Mariachi
Blind Melon - No Rain
Blind Melon - Three is a Magic Number
Deep Blue Something - Breakfast at Tiffany's
Eels - My Beloved Monster
Havrey Danger - Flagpole Sitta
Manu Chao - Bongo Bong
Nine Days - Absolutely
Semisonic - Closing Time
9 Days - Little Black Backpack
Sublime - What I've Got
Sugar Ray - When It's Over
The Turtles - So Happy Together
Third Eye Blind - Semi-Charmed Life

Þessi lög eru 47 mínútur og 25 sekúndur. Á einn geisladisk komast 80 mínútur. Nú vantar mig lög úr sama feel good flokki til að fylla upp í þetta 32 mínútna og 35 sekúndna pláss. Og hafið þið, kæri lesendur, einhverjar uppástungur þar að lútandi?

(P.S. ef einhver sem les þetta missti af Kvennómyndinni á Popp tíví þá mun hún vera til á spólu hér á heimili)
tack tack

--Drekafluga, the pretty boy from last post--

þriðjudagur, 17. febrúar 2004

The Pond Days, Day One

Ég er óskemmtilega hrár í lófunum og vantar húð í hægri lófann. Ég var í Klifurhúsinu og stóð mig ekki illa. Vann klifurkeppnina og svona. Til að fagna þvi keypti ég kókflösku en kveiknaði mér næstum þegar ég opnaði hana, ég er það skemmtilegur í höndunum eftir þetta. Það var agalegt að þvo á sér hendurnar eftir á. Klifur er samt stórskemmtilegt og ég væri til í að prófa þetta aftur. Á morgun mun ég svo rúlla niður brekku fastur inni í stórri kúlu. Zorb! Hai!

Höbbinn minn er líka kominn í lag. Þ.e.a.s. straumbreytirinn við hann því Jón mágur er snillingur og núna geta vélarnar tvær... nei ég umorða þetta: Núna getur vélin mín og ruslið frammi verið nettengd á sama tíma. Dúndrandi dúndur. Þá er orðið yfirstíganlegt að tékka á póstinum sínum án þess að þurfa að færa til snúrur frammi. Þægilegt.

Ég ætlaði að nota þessa frídaga í teiknipælingar en fingurnir á mér teikna ekki neitt núna. Það bíður. Ég held ég lesi bara sögu í Kurzheschichten fyrir næsta mánudag. Þýskan er minn Akkilesarhæll.



tack tack

--Drekafluga RawPalmson--

mánudagur, 16. febrúar 2004

Viva la read team!!



Fuck yes!

Þessi í gulu stöfunum er ég. Þarna var mitt lið (rautt) að sigra hitt liðið (blátt) í leikjastíl sem kallast Onslaught. Fegurð í stafrænu formi. Ég hef gert lítið annað undanfarið en að spila Unreal Tournament 2004 demoið. Já, ég fór online. Spilaði við alvöru manneskjur (með alvöru ping: 60 fyrir þá sem það skilja) og gekk stórvel eins og má kannski sjá á tölunum á myndinni. Ennnn....ummm.....já! Alveg rétt. Ég var á netinu þegar ég gerði þetta. Þegar ég spilaði var ég á netinu. Og á netinu fæ ég líka Fwd:/Fw:/ForwardThisForward:/Forvard bréf sem er alls ekki gott. ÉG er nefnilega mjög framarlega í Fwd keðjunni. Ég fæ Fwd bréf, hendi því og svo líða ein til tvær vikur og þá fær ég sama bréfið frá 14 manneskjum. Sem er ekki gott.

Næsti kafli mun svo verða á úttlensku. Lesendur eru beðnir að gera sér í hugarlund norðurenskan hreim. Ekki southern posh eða stiff-lip.
I've also started cleaning the 'N' area of our beloved school and I've found myself to be extremely non-tolerant towards this kind of crap. Who the hell is Birgitta from 1st FÞ? See, we 4th graders blame all the freshmans for the literation but have usually had but a few facts to back that up even though we're right. But now it's all over the place. Birgitta and a some of her classmates left their names on torn pieces of paper neatly strewn over places that are hard to get to while cleaning. Actually, I know who this person is because I found her picture on Keðjan but I'm not sure that is a good thing. See, now this chafing of mine has a face, hasn't it? I'll go through no end of nasty ideas of what can be done to this girl because she made me crawl on the floor under undesirable situations. This could make a person really vexed so I rightfully am, ain't I? Anyway there was a point to this all but I kind of lost it.

En jæja, þá er ekki annað að gera en brosa, hafa ekki áhyggjur og taka lífinu með manísku jafnaðargeði og ég á nóg af því. Er alltaf að finna eitthvað fyndið við hluti í kring um mig (og er líklega oft sá eini sem mundi hlæja) og taka lífinu kannski ekki eins alvarlega og ég ætti að gera. Til dæmis var ég í World Class: Laugum (hvernig í fjandanum á maður að segja þetta?) á þriðjudaginn. Já, það er satt. En ég gekk semsagt inn í búningsklefann og inn á svæðið sem ég hafði helgað mér því maður helgar sér alltaf svæði á svona stöðum. Í Fellsmúlanum var ég t.d. alltaf með skáp nr. 83 og ef hann var upptekinn var restin af deginum ónýt. Allavega, þegar náungarnir í kring um mig voru farnir að venjast Guatemalapokanum mínum gekk á að giska þrítugur maður inn. Hann virtist þekkja annan sem var þarna fyrir og samtal þeirra var eitthvað á þessa leið:

Gaur: Blessaður:
Náungi: Nei blessaður.
Gaur: Hvað segir kallinn svo?
Náungi: Haa..?
Gaur: Hvað segirðu?
Náungi: Hvað segirðu svo?
Gaur: Ha?
Náungi: Hvað segirðu?
Gaur: Baaara svona...

Ég veit ekki hvernig þetta er í kvennaklefanum er samræðurnar gerast varla gáfulegri í karlaklefanum. Tack tack fyrir það. Ég á að vera löngu farinn að sofa.

(Ó já... yfir 4100 heimsóknir. Nokkuð ánægður bara. Nördapartý við 5000 heimsóknir? Hver veit...)

--Drekafluga, a Mellow MassMurderer--

föstudagur, 13. febrúar 2004

Í dag er góður dagur til að vera bangsi.

Álfheiður (systir mín) átti afmæli í gær og við Haukur (bróðir minn) tóikum það að okkur að passa Iðunni Ósk á meðan systir mín og mágur væru að skemmta sér. Hún var í grúví fíling og... velti sér í fyrsta skipti! Bara feeeaaoowwwn, skellti sér yfir á magann. Álfheiður var ekki lítið fúl yfir að hafa ekki verið heima. Við Haukur horfðum á Eddie Izzard, hlógum og pöntuðum pizzu með tandoori kjúkling sem við komumst að því að hlyti að þýða smáhænsn miðað við takmarkað magn kjúklings á bökunni. Við spiluðum Return of the King og Iðunn sór sig í ættina og skríkti af ánægju við það en svo..! En svooo setti ég í gang í fyrsta skipti demoið af Unreal Tournament 2004. Onslought er mode sem ég gæti spilað endalaust og Assault er komið aftur. Endalaus endaleysa. Þetta er leikur sem ég kaupi mér um leið og hann kemur út.

Nú vil ég líka koma á framfæri innilegum þökkum: Innilegar þakkir Ágúst, fyrir bókina og síðurnar tvær. Á annarri þeirra er Comic oriented Photoshop tutorial og ég var til klukkan korter yfir tvö í nótt að fikta. Oh the joy...

En þar sem allir, já hver einn og einasti kennari sem átti að kenna mér í dag er veikur og ég mæti ekki í skólann nema til þess að þrífa er ég farinn að spila UT2004.

tack tack

--Drekafluga, immersed--

fimmtudagur, 12. febrúar 2004

Oh well...

Ég ákvað að vera ekkert að fara út í svona pólitík (-ish?). Í staðinn fáið þið mynd af fjalli, fíflum, snjó og trjám frá Noregi.



tack tack

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--

miðvikudagur, 11. febrúar 2004

OK!

Ég ætlaði að eyða vefritun dagsins í frekari pælingar og útfæringar á persónum og stuttri umfjöllun á heimsku Björns Bjarnasonar en í staðin mun ég segja þetta:

Sveinn, þú ert fuckin' Guð! Ég get horft á 709mb Eddie Izzard standupið OG ég er með Photoshop 7.0!! Woo!!!

Svo megið þið nýta commentakerfið undir pælingar um hvaða gæludýr þið viljið o.s.frv. Ég er farinn að horfa á Circle með Eddie Izzard. Meira á morgun.

tack tack

--Drekafluga, psyched out!--

mánudagur, 9. febrúar 2004



Ok, hér eru hugmyndir. Myndin er svo bara líklega einhvert besta uppfyllingarefni sem ég hef séð.

Gummi Valur: Annað hvort listamannsspíra (og já, stundum ber að ofan, ok. undarlega fólk) eða... ja, líklega bara listagaur. Með húfu og sólgleraugu. Já. Það er gott en opið til umræðu.
Gæludýr: Smádreki eða íkorni.

Hjörtur: Með hökuskegg. Svartklæddur með kannski vott af lit öðru hvoru. Ein sagan gæti jafnvel verið um hann að fríka út í litum. Haha. Persónuleiki: Cynic, cynic, cynic.

Undintuska: (hey, hún kallaði mig Drekaflugu á Lækjartorgi um daginn og það var fínt. því mun ég ekki segja ‘Klara’ hér): Ég veit ekki af hverju en ég sé hana fyrir mér með dökka alpahúfu.

Margrét Malena: Hmm... græn augu, gleraugu, hláturmild.... =/ vantar meira.
Gæludýr: Api.

Svava: Steampunk gella.
Gæludýr: Gekkó á spítti (hugmynd...)

María:Happy-go cheerful týpa. Útitekin og litrík.

Halla: OfurRetro týpa sem finnst gaman að stríða og er oft sú eina sem hittir á veikan blett. Hún á kannski letidýr..? (sálufélaga?)

Anna Margrét I: Sportgella og fittnesfreak. Ja, ekki freak, en svona... skemmtilega hugfangin af því.

Anna Margrét B: Ef einhver er meiri stiff-lip en ég þá er það hún. Ég er að hugsa um eitthvað breskt. Kannski eitthvað út frá fánanum...
Gælu"dýr": Pixie, fairy eða eitthvað svipað.

Hmm... jæja, ég stend ekki í þessu núna. Ef þið eruð með hugmyndir um breytingar á þeim sem komin eru eða viljið bæta ykkur inn á listann eða taka ykkur út af honum, skiljið eftir comment. Ég er farinn að sofa.

tack tack

--Drekafluga, getting over his head--

sunnudagur, 8. febrúar 2004

I am... an underachiever
Please feel free to leave a comment on yesterday's writings as well as those of today.

Í dag kveikti ég á sjónvarpinu. Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég sá He-Man - Masters of the Universe og hafði bara magnað gaman af. Þetta eru nýjir (nýlegir) þættir og það er virkilega búið að hrista upp í útlitinu á þessu. Ég var aldrei hrifinn af gamla He-Man. Horfði þegar ég gat, jú, þar sem ég var 8 ára gutti haldinn teiknimyndafíkn en fannst þetta svosem ekkert rosalegt. Talandi um teiknimyndafíkn, ef einhver af þeim sem les þetta veit hvar hægt er að nálgast fyrstu seríuna af Pokémon er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að halda því fyrir sjálfan sig. Hinsvegar hef ég nú leitað að The Angry Beavers í langan tíma og ekkert gengur. Heeelp...?

Svo ætla ég loksins að finna alter-egóinu mínu nafn og líkama og vantar uppástungur um hvaða gæludýr hann ætti að eiga (sem og útlitseinkenni. það er velkomið). Íkorni eða eitthvað... (hmm... hvernig teiknar maður íkorna?) en ég er opinn fyrir flestum uppástungum. Hann á t.d. ekki að draga flóðhest á eftir sér. Svo verðið þið, vinir mínir, auðvitað möguleg fórnarlömb blýpennans míns og þá þurfið þið nöfn og tilheyrandi. Uppástungur og innsendingar í gríð, þ.e.a.s. nema þið viljið ekki vera með. En ef ég finn fyrir áhuga á þessu verður það kannski til að ég hundskist til að halda mér við þetta. Svo þarf ég nauðsynlega að læra á photoshop (og þú, Sveinn að útvega mér spootings diskinn!).

Það sem mig vantar er semsagt:
Photoshop 7.0
Nöfn á persónum
Útlitsóskir / pointerar á persónum
Gæludýr og nöfn á gæludýrin ef þau eiga að fylgja persónum
Uppástungur um hvað ég geti gert úr þessu annað en sketcha í sálfræðitímum.

Ég á líka von á því að gera þetta heilmikið á Ensku svo að alíslensk nöfn yrðu kannski svolítið skökk.

tack tack, signing off...

--Drekafluga, artiste, eh?--

laugardagur, 7. febrúar 2004

"...You'll never see me fall from grace..."

Come May 30th there will be some major full-scale, wicked vocal heavy rocking in Iceland. Yes, Korn will be here. Alas, come May 30th I will be basking in the Croatian sun surrounded by rapidly tanning girls, each fairer than the last. Alas..? I may have to rethink that, for yes, I enjoy the music of Korn. They are not my favourite by any means but can still deliver a forceful and enjoyable punch. But I also enjoy beautiful girls wearing as little clothes as possible, with the possibility of toplessness. You will not hear me complain.

In yesterday's log I mentioned that today's log would be potentially interesting if I kept to my writing ideas. However, since I did not and am not nearly as irritated as I was yesterday, this will have to wait. Also, seeing as I am not particularly fond of nautical terms the word 'log' is in severely improper usage here. This is what my 7kg English dictionary had to say of the word in the form of a logbook: "any of various records, made in rough or finished form, concerning a trip made by a ship or aircraft and dealing with particulars of navigation, weather, engine performance, discipline, and other pertinent details; logbook." I will now only use the word in refference to any of these, excluding, of course, treelogs and such. Now, for my native tongue (I always have to think for a second before spelling this word).

Velkomin aftur Undintuska! Ég er ekki sá eini sem átt hefur í vandræðum með andleysi og ritstíflu þegar kemur að vefritun. Eins og við erum bæði hæfileikarík höfum við við átt erfitt með skrif undanfarið. Ég held því fram að þar komi til annríki og "þessi tími ársins". Hver fílar janúar og febrúar? Svona sem mánuði á ég við. Ekki móðgast af því þið eða mæður ykkar eiga afmæli í febrúar. Þetta eru ekki skemmtilegustu mánuðirnir og þannig er það bara. En ég er farinn að spila Spellforce en hann er jafn mikil snilld og hér segir.

tack tack

--Drekafluga, forfallið fantasy freak--

föstudagur, 6. febrúar 2004

Húkerzah!

Tæknilega séð er kominn föstudagur því ég er að skrifa þetta klukkan tvö aðfaranótt föstudagsins. Það er ýmist of eða van. Ég skrifa ekki í tvo daga (sem er, já, fyrir neðan minn standard... líka það að nota orðið standard en það er annað mál). Ég er allavega hættur að væla yfir að ég geti ekkert bloggað. Hver getur svosem gert eitthvað í því nema ég sjálfur? Þeir sem eru ósáttir við það sem á eftir fylgir mega leggja inn skriflega pöntun um afsökunarbeiðni og sem ég mun svo taka fyrir eftir eigin duttlungum.

Rejoice! Yes, my English-speaking alter ego has been reawakened. This is done in an attempt to lift your's truly's writing quality (nimbly avoiding usage of the word 'standard') to their former and perhaps considerable heights. But first thing's first. It has come to my attention that at least some of you were wondering where The Warrior Poet sprung from last Monday. Well it sprung from my head, thumped rhythmically down my arms and shot through my fingers as they hammered the keyboard. Yes, it's an original. I wrote it. It's mine. Copyright Gummi Valur. ...well jolly good, then. Glad that got cleared. I'm moderately happy with it but still could do little but wonder when I heard the suggestion it was taken from a Shakespearian work. No, if William Shakespeare would have written this down he would have curled the paper into a ball and hurled it away. He cannot be matched. Here's an example of the ineffable coolness of his work:

Make all our trumpets speak; give them all breath,
Those clamorous harbingers of blood and death.

Those two lines, taken from Macbeth, are among the many who gave me shivers and it is a shame how many are incapable of enjoying such wondrous articulation. But enough of that. Today (or yesterday, really, as this post will say feb. 06) I reviewed my financial status and subsequently concluded that I had none. I have absolutely no idea where a substantial amount of money went. It's just plain spootin' gone. Someone has been pilfering in a manner of severe ludicity. How will I afford my vittles for the winter? How I say? Have you noticed the snow? Vittles are vital under these conditions. If any of you dear readers know where the blazing buggers the money went please inform me. Ah, and I also accept donations on to my account: 0152-26-306.

But this is enough. This text is going nowhere and justly so for it is only meant to get me started. The next one will be quite interesting I can tell you. Interesting, that is, if I keep to my plan of writing what I intend to write.. er.. when I write.. it.

Oh bugger.

--Drekafluga, a friggin' geek, yes--

fimmtudagur, 5. febrúar 2004

5/2
LOKAÐ Í DAG
Frá 8:10 - 9:20 OG
Frá 10:30 - 11:30.


Þetta stóð á hurðinni inni á bókasafn. Þar sem klukkan , þegar þetta er skrifað, er milli 9:20 og 10:30 gæti ég verið að skrifa þetta inni á bókasafni. En svo er ekki. Ég er nefnilega elitesse bastard (eagerly awaiting a possible comment from the Dr.) og er að skrifa þetta inni á Nemó, með Hönnu Fallegu við hlið mér. Það er ekkert smá óþægilegt að skrifa á þessa tölvu og þó ég hafi ekkert set inn í tvo daga vil ég fá smá kredit vegna þess. Í morgun, klukkan 8:17 til að vera nákvæmur, labbaði ég inn í M2 og var þá þriðji nemandinn inn. Ég var þá einn af þremur nemendum sem ekki höfðu fengið sms frá Elísabetu um að Spænska félli niður. Af þeirri einföldu ástæðu að ég er í gati í öðrum tíma á fimmtudögum var ég ekki allt of ánægður. Og ég gleymdi nestinu mínu, ljúffengum svínarifjum. En jæja, þetta varð þó efni í blogg hjá mér. Það lýsir kannski gæðum bloggsins. Bráðum fer ég að sletta úr hófi fram, MSN-a á blogginu, skrifandi mar og audda, og tala um lítið annað en hvað [e-ð nafn] er ógslea óþolandi.

En við skulum vona að svo verði ekki. Samt get ég lítið meira sagt í bili. Hér er of mikið af skemmtilegu fólki og ég þarf að spjalla og hafa það notalegt áður en ég fer í sálfræði og spjalla og hef það notalegt.

farinn.

--Drekafluga--

mánudagur, 2. febrúar 2004

I am a Warrior Poet.
The Arena is my domain.
In life or in death, there I am free.

This may be our last march
There is everything to gain.
Let them come, let them come to me.

We rage. They feel our wrath.
They scatter, they die. They fall.
Their yells, their cries ring out loud.

We reign supreme.
The sweet scent of victory for us all.
We leave the arena, head high, proud.

---

Í Þýskutíma fékk ég sms frá Himma um að ég þyrfti að mæta sem liðsmaður 4-T á fótboltamótið sökum veikinda tveggja liðsmanna. Ég hafði ekki hugsað mér að vera með en hvað gerir maður ekki fyrir bekkinn og vinina? Fyrsta leiknum töpuðum við sjálfkrafa þar sem við náðum ekki á staðinn í tæka tíð. Eftir harða baráttu þar sem við lékum á tímabili einum færri, enn og aftur sökum veikinda, var háður úrslitaleikur milli 3-F og 4-T þar sem 4-T fór með sigur af hólmi. 2 - 0. Davíð Ingi Daníelsson var tvímælalaust maður leiksins með eitt glæsilegt mark og stórkostlega björgun fyrir framan mark 4-T. Eftir leikinn var mér hrósað fyrir einhverjar gloríur en ég held að sigurvíman hafi eitthvað ruglað fólkið. Ég man ekki eftir að hafa haft nein stór áhrif á útkomuna en það var óendanlega ljúft að reka sigurinn ofan í kokið á Erni Bender. Hann var óþolandi alla keppnina og var nokkuð viss um að vinna. En að lokum bar hið góða sigur úr býtum.
Those who fear The Dark / Have never seen / What The Light can do.

tack tack

--Drekafluga, Innanhússmeistari með 4-T 2003 - 2004--
(þetta hafði ég svo skrifað klukkan að verða 12 í dag)

Writer's block eða writer's blog?

Mér hefur, ásamt fleirum, verið hrósað á síðu bloggsystur minnar en veit ekki hvort ég á það skilið. Það stendur svo á að sending mín frá skáldagyðjunni var að koma, öll krumpuð og brotin með póststimpilinn "Missent to Malasia" í rauðu bleki. Sendingin er ónýt svo þið neyðist til að vera sneydd allri skemmtun af minni hálfu þar til næsta sending lendir.

En þar fyrir utan var ég að skrá mig í Rymju, söngkeppni Kvennaskólans, ásamt Mossa og munum við flytja acoustic útgáfu af Drive með Incubus. Endilega tjáið ykkur þar um þar sem ég hef ekki tíma til að skrifa meira í bili. Er farinn á kóræfingu.

tack tack

--Drekafluga, driven--

sunnudagur, 1. febrúar 2004

Today is Gateway,
1st day of Winter Deep

Sáuð þið bronsleikinn? Hann er nýbúinn þegar þessi orð eru skrifuð. Mér finnst það algjör óhæfa að Danir verði ekki á ólympíuleikunum. Ótrúlega skemmtilegur handbolti. Ég vildi að þeir hefðu unnið Þjóðverjana og verið að spila um gull en ekki brons. Króatar spila líka skemmtilega en Danir léku sér að þeim. Danski aðalmarkvörðurinn varði svo vel að ákveðið var að skjóta hann niður og fór hann út af með mildan heilahristing. Magnað.

Jarðarförin hjá afa var í gær. Bandið hafði farið úr hjólinu á flaggstönginni og það kom auðvitað í minn hlut að klifra þangað upp í hávaðaroki og þræða aftur. Ég veit að afi fylgdist með mér og brosti. Áður en ég fór í kirkjuna byrgði ég mig upp af pappír og kláraði hann allan (og ekki segja mér að það sé bara best að gráta, hleypa þessu út því ég hef fengið allt of mikið af því undanfarið. haldið því fyrir ykkur sjálf). Það var 12 stiga frost og vindur en þegar við bárum kistuna út og niður garðinn var eins og það lygndi í hjá okkur. Allt í kring slóst vindurinn til og barði niður trén en í kring um hvíta kistuna var bara gola. Friður. Svo lögðum við kistuna frá okkur og vindurinn náði aftur fótfestu.

Þetta var falleg athöfn og ég vildi hafa mína sem líkasta henni. Þegar henni var lokið héldu þessir tæplega 300 manns í erfidrykkju. Þar var mikið borðað og talað og ég táraðist við ræðuna hans Erlings frænda. En svo var söngfólkið beðið um að koma upp á svið. Þetta voru söngfólk í fjölskyldunni og nánir vinir. Ég var einn þeirra. Við sungum fjögur lög og ég hef aldrei upplifað aðrar eins undirtektir. Það voru margir sem sögðust ekki hafa grátið fyrr en í söngnum, svo snortnir voru þeir. Mér fannst líka svo æðislegt, eftir að hafa verið að draga Kvennaskólakórinn áfram að vera ekki nálægt því að vera besti tenórinn. Ekki taka þessu illa, ég er ekki að segja að ég sé besti tenórinn eða ég sé miklu betri en aðrir í kórnum en ég var þarna að syngja með mönnum og konum sem eru sum hver útlærðir óperusöngvarar og hafa flest sungið í 20 - 30 ár. Ég þurfti bara að fylgja og tilfinningin var frábær. En nú ætla ég ekki að skrifa meira. Þetta er ágætt. Um hvað ætti ég svosem að skrifa?

Ég er farinn í sturtu.

--Drekafluga, an apprentice of The Cardboard Tube Samurai--