We Got The Funk / Kickass Comeback / Drekafluga Did Good / Who The Hell is Coming Up With These Titles?
Ég gat ekki ákveðið mig. Mér gekk semsagt vel. Vatnslitunin hjá mér var hreint ekki afleit þó það sé langt síðan ég hef gert eitthvað svipað (takk Ingibjörg =*). Ég veit svosem ekki hverju var veriðað leita eftir en ég var sáttur. Í næsta verkefni fengum við svo að nota ímyndunaraflið og þar fór eins og ég átti von á. Við máttum velja aðra af tveimur myndum til að gera myndverk út frá. Ég valdi myndina af kúnni, svissneska viðarkofanum, grenitrjánum og stúlkunni sem var að teygja úr sér og gerði myndasögu um þessa stúlku og kúna Þrumu. Ég fékk að teikna herklæði eftir allt saman. Svo var skriflega prófið. Engum gekk vel í því og ég var svosem engin rosaleg undantekning. Mamma mundi hýða mig ef hún kæmist í sum svörin mín. Tvær blaðsíður byggðust samt upp á enskuskilningi og er ég því kannski ekki jafn illa settur og sá við hliðina á mér.
Og þar hafið þið það. Ég held mig enn við það að 50% líkur séu ekki svo fráleitar. Þetta kemur allt í ljós.
Takk fyrir stuðninginn.
--Drekafluga (sem ætti að leggja sig)--
sunnudagur, 25. apríl 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli