mánudagur, 5. apríl 2004

Rólegheit

Það er svo gott að þurfa ekki að hugsa um neitt í smástund. Slaka bara á og gera ekki neitt. Ég hef ekki gert ekki neitt síðan í jólafríinu. Þessa dagana er ég að fletta í gegn um The Salmon of Doubt eftir meistara Douglas Adams og svo ferðabók um Króatíu sem mamma var nógu forsjál að gefa mér. Við hlið mér er svo Eddie. Eddie er á að giska 30cm hár hvítur bangsi sem ég fékk í afmælisgjöf. Þá var hann reyndar nafnlaus en ég nefndi (já, nefndi. Það er allt of oft sem fólk segist skíra hluti) hann Eddie eftir Eddie Izzard. En jæja, af því ég er dottinn í svona myndrænan fíling á síðunni minni er hér mynd af mér og Isis. Ég ætla að halda svolítið áfram að gera ekki neitt.



tack tack

--Drekafluga, í yndælu skapi--

Engin ummæli: