I am made of jelly!
Ég vil nota tækifærið, þar sem ég er hér að skrifa nýja færslu, og benda lesendum á breytingar á listanum 'Aðrir vefritarar'. Mér finnst breytingarnar grúví. Hinsvegar er ég ekki sáttur við allar myndirnar og mun vonandi skipta út einhverjum en ef einhver er líka ósáttur við sína mynd er um að gera að senda mér betri mynd. Einu skilyrðin eru að hún sé ekki minni en 65x65 punktar en hún má alveg vera margfalt stærri.
Fréttir
Ég mætti með gömlu góðu stóru chunky Pioneer heyrnartólin mín í skólann í dag og hef því verið yndislega einangraður frá umhverfinu með Eddie Izzard í eyrunum. Þegar Ágúst fór t.d. (réttilega) að gagnrýna myndasöguuppestingu mína huldi ég bara eyrun með þessu þægilega höfuðfati (já, höfuðfati. þetta er nú ansi stórt) og ýtti á play á spilaranum. Hrund fór svo í munnlegt próf í ensku áðan og er það ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún rak augun í einkunnina mína sem stóð undan einhverju blaði. "..ur Valur ..... 10.0" =) Sem er hreint út sagt ofur ánægjulegt. Og svo eru Nýjasta tækni og vísiindi hætt í sjónvarpinu. Sorglegt. Fleira var það þá ekki í færslunni í dag, veriði sæl.
tack tack
--Drekafluga, allowed to casually chat to freerange chicken--
miðvikudagur, 21. apríl 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli