Hvort á maður að svara þessu eða eyða?
Þetta á ekki bara við um netleikjaspilara. Hvaða ræfill sem er getur verið rosalegur nagli á netinu, svo fremi að nafnleynd viðkomandi sé ekki stofnað í voða. Ég er ekki nema að litlu leyti að tala um þann sem kallar sig Weebl hér fyrir neðan þar sem ég gæti réttilega höndlað þessi stelpumál svo miklu betur. Ég bara sé ekki hvernig hægt er að setja þetta saman: 'Gummi, þú ert hommi. Og þú höstlar fyrstubekkjarstelpur.' Aðeins annað af þessu á rétt á sér og saman gengur þetta bara ekki upp. Ég vil því eindregið og endilega hvetja þá sem þetta lesa að segja mér af hverju ég gæti verið álitinn hommi. Hinu get ég svarað sjálfur: ég á það til að hugsa ekki við svona mikla jákvæða athygli.
Hver er svo Pain og af hverju fann hann hjá sér þörf fyrir að skrifa þetta? Ég er bara orðinn svo þreyttur á þessu. Ég er ekki að skrifa þetta í reiðitón heldur andlausri uppgjöf. Þess vegna, frá og með næstu færslu (því einhverjar umræður tengdar þessu spretta vonandi upp) mun ég líklega ekki nenna að halda upp á svona heldur eyða athugasemdum tengdum kynhneigð minni án þess að svara og gera þau þannig óþörf.
...eftir að hafa horft á þetta í dálitla stund... ...jú, fuck it. Post & Publish.
tack tack
--Drekafluga bíður spenntur eftir svörum--
sunnudagur, 18. apríl 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli