Æ nei...
Ég hélt ég slyppi við svona. Ég held ég sé nefnilega viðkvæmur fyrir flestu er viðkemur einhverju sem þessu. Það sem ég er að tala um hérna er gagnrýni. Ég tek gagnrýni fagnandi þegar ég á von á henni og / eða hef beðið um hana. En þegar einhver kemur svo og setur svona agalega út á eitthvað sem ég hef gert og þá ekki fyrir aðra ástæðu en að ég skrifaði á ensku tek ég það inn á mig. En ekki lengi. Ég vil biðja alla að líta á þetta. Svipað viðhorf verður hér eftir viðhaft á þessari síðu og ég tel góðar líkur á að commentum sem mér mislíkar verði eytt á ofurfasískan hátt. Nú þegar þessu er komið á framfæri er hægt að snúa sér að öðru.
Ég gleymdi namminu hans Mossa og Baldur's Gate. Aftur. Þetta stafar af dálæti mínu á svefni snemma á morgnana. Ég vaknaði tveimur mínútum á undan græjunum og var því í móki með fjarstýringuna í hendinni þegar þær fóru í gang. Ég slökkti strax á þeim og sofnaði auðvitað aftur. Vaknaði svo aftur tímanlega en Eddie hinn mjúki sannfærði mig um að fara ekki strax á fætur. Það eru mörg ár síðan ég hef sofið með bangsa en er kominn á þá skoðun að það sé töff. Svo þegar ég loksins fór á fætur var of lítill tími til alls sem maður man ekki eftir fyrr en staðið er upp úr rúminu. Ég hafði t.d. ætlað að raka mig, finna nammikörfu og BG2, setja DivX convert í gang á tölvunni og líklega fleira sem ég man ekki eftir núna. Ég hafði sett diskana sem Himmi lánaði mér í töskuna í gærkvöldi og er þess vegna með þá en er farið að gruna að Himmi sé ekki í skólanum. Stemmning í því. Ég á hinsvegar eftir að borða og lesa Edgar Allan Poe smásögu svo þetta verður ekki lengra í bili.
tack tack
--Drekafluga, farinn að borða--
fimmtudagur, 15. apríl 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli