þriðjudagur, 27. apríl 2004

Breytingaskeið?

Ég, eins og svo margir aðrir, er með sífellt þróandi tónlistarsmekk. Hitt er svo meira einstaklingsbundið í hvaða átt hann þróast. Ég er og verð alltaf rokkari í mér en t.d. ekki jafn þróaður og / eða tónlistarlegur rokkari og Haraldur frændi. Út frá rokkinu hef ég svo kannað ýmislegt og fundið bæði efni og stefnur sem mér líkar og mislíkar. Til að særa ekki tónlistarsmekk neins nefni ég engin dæmi. Píkupopp er samt sjaldan gott nema í nostalgíupartíum eða svipuðum fíling. Ég sat í bíl með tveimur bekkjarsystrum mínum í síðustu viku og þér flökkuðu á milli útvarpsstöðva þar til þær lentu á einhverju sem ég mundi ekki hleypa inn á herbergið mitt hvort sem það er í formi hljóðbylgna eða annars og sögðu "Ó já, þetta er svo gott lag!" og skelltu Yaris græjunum í botn. Þær höfðu farið yfir AC/DC, 200.000 naglbíta og Bush að því mér heyrðist en stoppuðu svo á þessu. Stundum flöktir virðing mín fyrir svona fólki en mennirnir eru víst misjafnir og fyrir utan svona smáatriði eru þessar stúlkur yndi. Ehemm, já. Allavega,

Svo hef ég líka athugað tónlist bara til að athuga hvort ég geti hlustað á hana án þess að tapa geðheilsu, eins og country og sumu pönki. Ég er nú ekki jafn heill á geði og áður. En þar sem ég er í bekk hip-hopsins (bíðið bara þar til þið sjáið myndina af Pétri í árbókinni) hef ég kynnst mönnum sem geta leiðbeint manni um gæða hip-hop, því í því, eins og öðrum tónlistarstefnum, er flóran mislit og misgóð. Ég hef lengi haft dálæti á Snoop Dogg og er svo að enduruppgötva hljómsveitir eins og Jurassic 5 og upplifa nýjar sveitir (í mín eyru) eins og The Roots (ég veit, ég er rookie, ok?). Ég held ég teljist seint til hip-hopara því það virðist vera frekar sérstæður hópur sem fylgir ekki sama hegðunarmynstri og ég (og það sama á við pönkara, countryfólk og píkupoppara) en ég vil samt koma eftirfarandi á framfæri:


Afu Ra í boði Kronik Entertainment

Ef ég væri ekki að dimmitera á föstudaginn mundi ég vilja fara á tónleikana hjá Afu Ra á Gauki á Stöng. Ég mæli með að allir sem geta kíki á þetta og að minnsta kosti smelli sér inn á HipHop.is og nái í Hip Hop með þessum náunga (hægri click - save target as). Ég var bara að uppgötva hann í dag en á pottþétt eftir að skoða hann betur. Lagið Hip Hop er snilld og fyrir þá sem pæla í slíku er ég ekki frá því að ég heyri sampl frá ekki ómerkari sveit en Queen, úr laginu Invisible Man. =)


tack tack

--Drekafluga. "Y'all want some hip hop?!"--

Engin ummæli: