fimmtudagur, 29. apríl 2004

Par du tout

Nei, í dag skal ég alveg örugglega ekki skrifa neitt. Ég er þreyttur, dimmitering á morgun og ég vil ná að taka til í herberginu mínu og hvíla mig vel. Undanfarnir dagar hafa verið upp og ofan og þess vegna vil ég ekki hafa þetta mikið lengra núna. Ég vil bara útvarpa hér áhyggjum mínum um að dagurinn standi undir þeim kostnaði sem í hann er lagður. Ég hef sjaldan staðið í öðrum eins útgjöldum eins og þeim sem fylgja þessari útskrift. Fleiri tugir þúsunda. En ég ætla ekki að væla um það. Er farinn að taka til

tack tack

--Drekafluga fátæki, dúlegi og uppgefni--

þriðjudagur, 27. apríl 2004

Breytingaskeið?

Ég, eins og svo margir aðrir, er með sífellt þróandi tónlistarsmekk. Hitt er svo meira einstaklingsbundið í hvaða átt hann þróast. Ég er og verð alltaf rokkari í mér en t.d. ekki jafn þróaður og / eða tónlistarlegur rokkari og Haraldur frændi. Út frá rokkinu hef ég svo kannað ýmislegt og fundið bæði efni og stefnur sem mér líkar og mislíkar. Til að særa ekki tónlistarsmekk neins nefni ég engin dæmi. Píkupopp er samt sjaldan gott nema í nostalgíupartíum eða svipuðum fíling. Ég sat í bíl með tveimur bekkjarsystrum mínum í síðustu viku og þér flökkuðu á milli útvarpsstöðva þar til þær lentu á einhverju sem ég mundi ekki hleypa inn á herbergið mitt hvort sem það er í formi hljóðbylgna eða annars og sögðu "Ó já, þetta er svo gott lag!" og skelltu Yaris græjunum í botn. Þær höfðu farið yfir AC/DC, 200.000 naglbíta og Bush að því mér heyrðist en stoppuðu svo á þessu. Stundum flöktir virðing mín fyrir svona fólki en mennirnir eru víst misjafnir og fyrir utan svona smáatriði eru þessar stúlkur yndi. Ehemm, já. Allavega,

Svo hef ég líka athugað tónlist bara til að athuga hvort ég geti hlustað á hana án þess að tapa geðheilsu, eins og country og sumu pönki. Ég er nú ekki jafn heill á geði og áður. En þar sem ég er í bekk hip-hopsins (bíðið bara þar til þið sjáið myndina af Pétri í árbókinni) hef ég kynnst mönnum sem geta leiðbeint manni um gæða hip-hop, því í því, eins og öðrum tónlistarstefnum, er flóran mislit og misgóð. Ég hef lengi haft dálæti á Snoop Dogg og er svo að enduruppgötva hljómsveitir eins og Jurassic 5 og upplifa nýjar sveitir (í mín eyru) eins og The Roots (ég veit, ég er rookie, ok?). Ég held ég teljist seint til hip-hopara því það virðist vera frekar sérstæður hópur sem fylgir ekki sama hegðunarmynstri og ég (og það sama á við pönkara, countryfólk og píkupoppara) en ég vil samt koma eftirfarandi á framfæri:


Afu Ra í boði Kronik Entertainment

Ef ég væri ekki að dimmitera á föstudaginn mundi ég vilja fara á tónleikana hjá Afu Ra á Gauki á Stöng. Ég mæli með að allir sem geta kíki á þetta og að minnsta kosti smelli sér inn á HipHop.is og nái í Hip Hop með þessum náunga (hægri click - save target as). Ég var bara að uppgötva hann í dag en á pottþétt eftir að skoða hann betur. Lagið Hip Hop er snilld og fyrir þá sem pæla í slíku er ég ekki frá því að ég heyri sampl frá ekki ómerkari sveit en Queen, úr laginu Invisible Man. =)


tack tack

--Drekafluga. "Y'all want some hip hop?!"--

sunnudagur, 25. apríl 2004

We Got The Funk / Kickass Comeback / Drekafluga Did Good / Who The Hell is Coming Up With These Titles?

Ég gat ekki ákveðið mig. Mér gekk semsagt vel. Vatnslitunin hjá mér var hreint ekki afleit þó það sé langt síðan ég hef gert eitthvað svipað (takk Ingibjörg =*). Ég veit svosem ekki hverju var veriðað leita eftir en ég var sáttur. Í næsta verkefni fengum við svo að nota ímyndunaraflið og þar fór eins og ég átti von á. Við máttum velja aðra af tveimur myndum til að gera myndverk út frá. Ég valdi myndina af kúnni, svissneska viðarkofanum, grenitrjánum og stúlkunni sem var að teygja úr sér og gerði myndasögu um þessa stúlku og kúna Þrumu. Ég fékk að teikna herklæði eftir allt saman. Svo var skriflega prófið. Engum gekk vel í því og ég var svosem engin rosaleg undantekning. Mamma mundi hýða mig ef hún kæmist í sum svörin mín. Tvær blaðsíður byggðust samt upp á enskuskilningi og er ég því kannski ekki jafn illa settur og sá við hliðina á mér.

Og þar hafið þið það. Ég held mig enn við það að 50% líkur séu ekki svo fráleitar. Þetta kemur allt í ljós.

Takk fyrir stuðninginn.

--Drekafluga (sem ætti að leggja sig)--

laugardagur, 24. apríl 2004

50/50

Drekafluga gekk léttum skrefum niður að Hringbraut, fyrir hornið og að Myndlistaskólanum. Í eyrum hans hljómaði N*E*R*D og honum leið hreint ekki illa. Hann brosti og varð hugsað til Höllu með þakklæti. Tónlistin var í boði hennar og létti honum skapið. "Og breytingin á herberginu," hugsaði hann "Ég hafði um eitthvað annað að hugsa, gat dreift huganum. Ég get ver- PK!! Spoot." PK tyggjó hafði verið það sem bjargaði honum í Rymju en þennan morgun hafði hann gleymt því. "O jæja. Ég á þetta samt. Ég get, ég vil, ég ætla... nei það er ekki rétt. Hvernig var þetta? Ég skal..." Drekafluga andvarpaði þessu frá sér og leit á spegilmynd sína í búðargluggunum. "Lookin' good." Þessu fylgdi glott. Hann gekk upp á aðra hæð og settist í sófa inni á kaffiteríunni. Á veggnum frammi hékk listi yfir umsækjendur og þeir voru miklu færri en hann hafði gert ráð fyrir. "44 er ekki slæm tala. 20 - 25 komast inn svo tölfræðilega á ég helmingslíkur." Inni í herberginu voru þegar fjórar manneskjur . Þrír strákar og ung kona. "Með þeim fyrstu. Alltaf. Það er minn stíll." Hann velti fyrir sér hvort það flokkaðist sem óstundvísi á meðan fleiri umsækjendur tíndust inn. Það kom honum á óvart hversu marga hann þekkti. Og svo var hún þarna líka. "Oh man! Svava. Hún teiknaði betur en ég út áttunda, níunda og tíunda bekk og gerir það áræðanlega ennþá. Our rivalry continues. Frábært. Ef allir hérna eru af hennar calíberi þá á ég ekki séns." Drekafluga sló sig andlega utan undir og dauðlangaði í PK tyggjó.
Einmitt þá gekk inn viðkunnaleg kona og sagði: "Jæja, þá er þetta að hefjast. Við byrjum á hlutateikningu."

Rödd móður Drekaflugu hljómaði inni í höfði hans þegar hann stóð fyrir framan trönuna. Þú hefur tilhneigingu til að gleyma þér í smáatriðum. Ekki teikna of smátt. "Ekkert mál," hugsaði hann "ég passa þetta." Einum og hálfum tíma síðar sneri hann sér við svo lítið bar á og skallaði vegginn. Svo sneri hann sér aftur við og horfði á ofvaxna teikninguna. "Djöfull. Nú gleymi ég öllum reglum. Geri þetta bara eins vel og ég get úr þessu."

Klukkan var rétt skriðin yfir tólf þegar Drekafluga fór hnípinn út og settist inn í bílinn hjá Öldu. Hún skutlaði honum heim þar sem hann fékk sér að borða og endurnýjaði blýantabirgðirnar. "Róaðu þig. Þetta var bara einn hluti af fimm..." sagði hann upphátt við spegilmynd sína inni á baðherbergi. "...og farðu svo í klippingu." Hann andvarpaði enn einu sinni, athugaði svo eymslin við augað á sér og komst að því að hann var að fá vokris. "Ok. Þetta sannar það. Guð er til og honum er meinilla við mig." Síminn hringdi og Alda beið fyrir utan. Stuttu síðar voru þau mætt í módelteikningu."

"Þetta hljóta að vera skrýtnustu brjóst sem ég hef séð... Ok, teiknaðu nú líkamann sem þau tilheyra." sagði Drekafluga við sjálfan sig í hljóði og mundaði blýantinn. "Ýkja, draga út, magna skugga... þetta gengur vel." Bros læddist yfir varir hans. Mp3 spilarinn einangraði hann frá umheiminum og utan módelsins og teikningarinnar var ekkert til. Ein mínúta eftir heyrðist dauflega í gegn um tónlistina. "Ok, andlit." Og hann teiknaði betra raunveruleikaandlit en hann hafði nokkru sinni áður gert. Næsta verkefni, fjórar pósur í fimm mínútur hver. Hratt og öruggt x 4. Módelið tók sér pásu í 10 mínútur og Drekafluga settist við vegginn og leið vel. Hann hreyfði sig ekki fyrr en módelið kom aftur í lokaverkefnið. Ein pósa frá tveimur sjónarhornum í 20 mínútur hvor. Tíminn leið án þess að Drekafluga tæki eftir því. Eftir fyrri myndina lagfærði hann ýmis smáatriði og gerði geislabaug fyrir ofan höfuð myndarinnar. Það passaði bara einhvern veginn. Hnökrar komu á seinni myndina en þeir voru ekki stórvægilegir. Með smá gremju merkti hann sér myndirnar og gekk út.

"Ekki slæmur dagur," hugsaði hann "en alls ekki svo góður heldur." Á sama tíma, annars staðar á landinu gældu Silverhawk og Fróði Dynur við hugmyndina um að verkefni hefðu verið dregin af handahófi og umsækjendur hefðu átt að teikna álf í fullum herklæðum. Þegar Drekafluga frétti af þessu vildi hann glaður að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið eins og að drekka vatn. Á leiðinni heim kom hann við í búð og keypti sér kjöt, kók og páskaöl. "Ég má alveg vera góður við mig. Svo er ekki hægt að halda það út lengi að hugsa án þess að fá kjöt." Hann gekk heim, kveikti á tölvunni, steikti kjötið, hellti kókinu í glas og settist fyrir framan tölvuskjáinn. Hann dró djúpt andann og hugsaði um daginn. "Jæja, best að reyna að koma þessu í orð."

tack tack

--Drekafluga sem mun fara í litafræði á morgun--

föstudagur, 23. apríl 2004

Anda inn, anda út...

Á morgun og hinn mun ég fara í inntökupróf hjá Myndlistaskólanum. Hlýhugur hvers konar er vel þeginn.

---

tack tack

--Drekafluga að ná sér niður úr kvíðakasti--

fimmtudagur, 22. apríl 2004

Gleðilegt sumar


Í dag verður ekkert sagt. Hinsvegar er ég hér með krass handa Höllu.


---

Viðbót
Vá. Keisarinn sjálfur er bara farinn að kommenta hérna. Hann kom svo með skemmtilegt innlegg; hvernig lýst fólki á arftaka hans? Fyrir þá sem það ekki vita fóru stjórnarkosningarnar svona:

Formaður: Kristín Svava Tómasdóttir
Markaðsfulltrúi: Ívar Már Ottason
Gjaldkeri: Silja Björk Egilsdóttir
Ritari: Hrönn Guðmundsdóttir


Og hvað finnst ykkur svo? Þess má einnig geta að þetta er einmitt sú stjórn sem ég hefði kosið.

tack tack

--Drekafluga stressaði--

miðvikudagur, 21. apríl 2004

I am made of jelly!

Ég vil nota tækifærið, þar sem ég er hér að skrifa nýja færslu, og benda lesendum á breytingar á listanum 'Aðrir vefritarar'. Mér finnst breytingarnar grúví. Hinsvegar er ég ekki sáttur við allar myndirnar og mun vonandi skipta út einhverjum en ef einhver er líka ósáttur við sína mynd er um að gera að senda mér betri mynd. Einu skilyrðin eru að hún sé ekki minni en 65x65 punktar en hún má alveg vera margfalt stærri.

Fréttir
Ég mætti með gömlu góðu stóru chunky Pioneer heyrnartólin mín í skólann í dag og hef því verið yndislega einangraður frá umhverfinu með Eddie Izzard í eyrunum. Þegar Ágúst fór t.d. (réttilega) að gagnrýna myndasöguuppestingu mína huldi ég bara eyrun með þessu þægilega höfuðfati (já, höfuðfati. þetta er nú ansi stórt) og ýtti á play á spilaranum. Hrund fór svo í munnlegt próf í ensku áðan og er það ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún rak augun í einkunnina mína sem stóð undan einhverju blaði. "..ur Valur ..... 10.0" =) Sem er hreint út sagt ofur ánægjulegt. Og svo eru Nýjasta tækni og vísiindi hætt í sjónvarpinu. Sorglegt. Fleira var það þá ekki í færslunni í dag, veriði sæl.

tack tack

--Drekafluga, allowed to casually chat to freerange chicken--

þriðjudagur, 20. apríl 2004

More than slightly vexed

Ég ætlaði að gera þetta miklu betur, setja þetta öðruvísi upp og hafa bakgrunn og meira til en klukkan er orðin margt. Myndin ætti að skýra sig sjálf. Sem fjórðubekkingur sem sér um þrif er kosningatíminn óvelkomið helvíti. Með þessu þá kemur allavega eitthvað gott úr því.


---

tack tack

--Drekaflugubuska--

sunnudagur, 18. apríl 2004

Hvort á maður að svara þessu eða eyða?



Þetta á ekki bara við um netleikjaspilara. Hvaða ræfill sem er getur verið rosalegur nagli á netinu, svo fremi að nafnleynd viðkomandi sé ekki stofnað í voða. Ég er ekki nema að litlu leyti að tala um þann sem kallar sig Weebl hér fyrir neðan þar sem ég gæti réttilega höndlað þessi stelpumál svo miklu betur. Ég bara sé ekki hvernig hægt er að setja þetta saman: 'Gummi, þú ert hommi. Og þú höstlar fyrstubekkjarstelpur.' Aðeins annað af þessu á rétt á sér og saman gengur þetta bara ekki upp. Ég vil því eindregið og endilega hvetja þá sem þetta lesa að segja mér af hverju ég gæti verið álitinn hommi. Hinu get ég svarað sjálfur: ég á það til að hugsa ekki við svona mikla jákvæða athygli.

Hver er svo Pain og af hverju fann hann hjá sér þörf fyrir að skrifa þetta? Ég er bara orðinn svo þreyttur á þessu. Ég er ekki að skrifa þetta í reiðitón heldur andlausri uppgjöf. Þess vegna, frá og með næstu færslu (því einhverjar umræður tengdar þessu spretta vonandi upp) mun ég líklega ekki nenna að halda upp á svona heldur eyða athugasemdum tengdum kynhneigð minni án þess að svara og gera þau þannig óþörf.

...eftir að hafa horft á þetta í dálitla stund... ...jú, fuck it. Post & Publish.

tack tack

--Drekafluga bíður spenntur eftir svörum--

föstudagur, 16. apríl 2004

Spamming is not permitted!

You have exceeded the number of posts permitted in the time span. Please try again later.
Keðjuspjallið er komið í gang. Til hamingju með það Kvenskælingar og til hamingju Svenni. Og takk. Hann kaus mig sem skemmtilegasta vefritarann. Ég reyndi tvisvar að skilja eftir svar við þeim þræði og útnefna annars vegar skemmtilegasta og hins vegar best útlítandi vefritið en fékk fyrrnefnd skilaboð í bæði skiptin. Tímabundið vesen. Er á DC (aftur! Yay!) og mín vesæla bandvídd því algjörlega uppnotuð. Kevin Smith fest on the way. Aahhh...

Svo borgaði ég fyrir inntökuprófið í Myndlistaskólann og Króatíuferðina í dag og hef því verið glaðari en skunkur í bílaþvottastöð. Nú er hinsvegar tími rólegheita. Það liggur bara við að ég ætti að fara í freyðibað. Hmm... ætti að fá mér svoleiðis... umm...sjampó? Frauð? Hvað heitir þetta eiginlega? Jæja, hvað um það, ég er farinn að lesa The Da Vinci Code. Enda hér á því að setja mynd af einum fyndnasta manni heims.



tack tack

--Drekafluga hinn lífsglaði með yfir 9000 heimsóknir--

fimmtudagur, 15. apríl 2004

Æ nei...

Ég hélt ég slyppi við svona. Ég held ég sé nefnilega viðkvæmur fyrir flestu er viðkemur einhverju sem þessu. Það sem ég er að tala um hérna er gagnrýni. Ég tek gagnrýni fagnandi þegar ég á von á henni og / eða hef beðið um hana. En þegar einhver kemur svo og setur svona agalega út á eitthvað sem ég hef gert og þá ekki fyrir aðra ástæðu en að ég skrifaði á ensku tek ég það inn á mig. En ekki lengi. Ég vil biðja alla að líta á þetta. Svipað viðhorf verður hér eftir viðhaft á þessari síðu og ég tel góðar líkur á að commentum sem mér mislíkar verði eytt á ofurfasískan hátt. Nú þegar þessu er komið á framfæri er hægt að snúa sér að öðru.

Ég gleymdi namminu hans Mossa og Baldur's Gate. Aftur. Þetta stafar af dálæti mínu á svefni snemma á morgnana. Ég vaknaði tveimur mínútum á undan græjunum og var því í móki með fjarstýringuna í hendinni þegar þær fóru í gang. Ég slökkti strax á þeim og sofnaði auðvitað aftur. Vaknaði svo aftur tímanlega en Eddie hinn mjúki sannfærði mig um að fara ekki strax á fætur. Það eru mörg ár síðan ég hef sofið með bangsa en er kominn á þá skoðun að það sé töff. Svo þegar ég loksins fór á fætur var of lítill tími til alls sem maður man ekki eftir fyrr en staðið er upp úr rúminu. Ég hafði t.d. ætlað að raka mig, finna nammikörfu og BG2, setja DivX convert í gang á tölvunni og líklega fleira sem ég man ekki eftir núna. Ég hafði sett diskana sem Himmi lánaði mér í töskuna í gærkvöldi og er þess vegna með þá en er farið að gruna að Himmi sé ekki í skólanum. Stemmning í því. Ég á hinsvegar eftir að borða og lesa Edgar Allan Poe smásögu svo þetta verður ekki lengra í bili.

tack tack

--Drekafluga, farinn að borða--

miðvikudagur, 14. apríl 2004

Jæja

Ég gæti skrifað þessa færslu eingöngu á íslensku. But this may vary. Porqué no me importa nada qué ustedes piensan (no, eso no es cierto) sobre lo qué estoy diciendo. Og þar hafiði það. But this is really rather silly and I bet most readers would find these kind of writings tedious. Por eso no me voy a escribir más cosas así.

Eitthvað varð ég að skrifa. Ég er nefnilega þónokkuð upptekinn og legg því bara til að hér opnis umræður (yeah, það er að fara að gerast):

Hip Hop vs. Rock. Discuss.

Hér er ég auðvitað að tala um gæða hip hop og gæða rock, t.d. Jurassic 5 og The Mars Volta. Ekkert rusl.

Svo læt ég fylgja það sem líklegra er að umræður gætu snúist um. Mynd frá heimsókn á Álftanesið. Njótið:


---

tack tack

--Drekafluga, flogin burt--

mánudagur, 12. apríl 2004

Smudging is fun

Smudgy, smudgy. Yes, I like smudging. It could be said that smudging was the only thing I was any good at in a picture editing tool. Hence my infatuation with the thing. I also like crafting while whistling my carpenter tune but that tends to differ between settings. Today it was the opening song from The Three Amigos. Yes, I was crafting. Me and my brother, Silverhawk, were making finishing touches to the new baby dragon pen in the stables. Why, you doubtlessly wonder, was he whistling the opening song from The Three Amigos whilst constructing a dragon pen? Those two surely don’t mix. Well, I can give you an honest answer to that; I have no idea. It just came to me. Have you ever noticed how songs are sometimes connected to trivial memories or experiences. I am not talking about that special song between lovers or the such. Just simple things. I played Tomb Raider the other day and had started, before I knew it, to sing every song from U2’s Pop. This works the other way as well. Bloodhound Gang remind me of summers of seemingly everlasting sun bearing gently down on hard working and Andrew WK also produces very interesting memories.

Now why on earth was I talking about that? I guess I have been gradually straying from the rant style of web-writing (once again, refusing to admit to blogging) and perhaps thought this would be a dandy time to rant a bit. Like Weebl talks about pie, I can say ‘Ranting is goooood. Want rant now.’ So, after getting to such a thin piece of writing as to rant about ranting I have now run out of ideas. And that is truly a terrible thing. There is no such thing as ‘writer’s block’ but rather a ‘you don’t want to write pure crap, now do you’ kind of thing. I am part of this eccentric group of people who refuse to succumb to pure boredom in writing, whichever the subject may be. For example, just before the Easter vacation a plump lady entered our English class, popped a tape in the VCR and showed us six short sketches most of whom were focused on bullying and how one-chasing (there really isn’t a proper English word for ‘einelti’ that I know of). We were then supposed to write about whatever we wanted related to one or more subjects of these sketches. I, being a complete bastard, of course, wrote about all those whining little gits who practically beg people to mistreat them and shove them around. I didn’t really care what anyone would think of the writer because this was to be turned in anonymously. That lead to harsh, but immensely enjoyable writings and I would have loved to have a copy. But despite the fact the text may have been considered unjust I felt there was some truth to it. Some people really should look at themselves and say: “So what am I going to do about this.” Because there is always some percentage of those who are bullied that are the target because, apparently, they like the attention, they are aliens, they are masochists or something as inane as that. I feel for those who get caught in a situation such as being bullied but could very well do without those who seem to jump into those circumstances.

And that will be all for today.

tack tack

--Drekafluga the ranter.

sunnudagur, 11. apríl 2004

Misjafnir eru manna dómar

Þetta var málshátturinn minn og þessa dagana passar hann bara nokkuð vel. “Manni líður alltaf best eftir kaffi hjá ömmu” væri líka við hæfi. Eftir stutta bæjarferð er ég kominn aftur í friðsældina fyrir austan og er það vel. Fékk mér brauðloku í Pylsuvagninum á Selfossi og síðan pönnukökur, heimabakað brauð og kakó hjá ömmu núna áðan.

Um æðar mér rennur sykur.
Góupáskaegg nr. 6. Ég tek Góu fram yfir Nóa Síríus einfaldlega af því Góueggin eru ekkert síðri. Það er miklu meira inni í þeim og maður fær ekki jafn auðveldlega klígju á súkkulaðinu. Þetta lýsir sér svo í aukinni vellíðan. Þetta egg stökk samt ekki áreynslulaust upp í hendurnar á mér. Ferð mín hófst í Bónus, Kópavogi en þar var ekki eitt páskaegg eftir. Var þá haldið að Smáratorgi en eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að ekki voru eftir nema nokkur ósúkkulaðiegg frá Mónu. Frekar hefði ég keypt fiskafóður í tilefni páskanna. Lokatilraun var svo gerð í Kringlunni. Ég náði síðasta egginu af þessari stærð og gekk svo aftast í verslunina til að standa í röð, samviskusamlega, jafnvel þó ég ætlaði bara að kaupa eitt páskaegg. En það er viljandi gert að hafa fáa kassa og langar raðir. Þær hlykkjast þá um verslunina og fólk sem ætlaði sér ekki að kaupa annað en, ja t.d. páskaegg, grípur girnilegar og glansandi vörur úr hillunum og endar með fullt fangið. Eða, eins og ég, með páskaegg og snakkpoka. Fjörutíu mínútum seinna var ég kominn fram hjá kassanum og datt niður á hnén með annan lófann á gólfinu, svitastorkinn og móður eftir stimpingarnar í röðinni. Ja, eða ég hugsaði mér hvernig það væri. Þetta var ekki svo slæmt. Á undan mér í röðinni voru tvær spænskar vinkonur og hafði ég afar gaman að athugasemdum þeirra um hina ýmsu hluti þarna í kring. Svo gekk Eddie Izzard – New Queue í höfðinu á mér. “Look over there, isn’t that a badger with a gun?” Gaman bara.

Eftir stutt stopp heima kom Hjörtur svo á Reapernum (nýja rauða Micran hans) og við borðuðum Kebab og gerðum grín að okkur óæðri sem, þegar við komumst í þennan gír, virðast vera felstir í kring um okkur. Eftir stopp á videoleigu var svo haft aðsetur í Fellsmúla 6 og Sexie skellt í tækið. Eddie Izzard átti góða spretti en, eins og Frambjóðandi nr. 1 var búinn að benda mér á, hefur hann oft verið betri. En til að enda þetta rétt höfðum við líka leigt How to Irritate People með John Cleese í fararbroddi. Það var yndislegt áhorfs og er nú komið inn á tölvunna og bíður þess eins að vera breytt í DivX form. Ég fékk svo heimsókn frá hluta af kór crewinu (það er mjög erfitt að gera þetta svalt) eftir að Hjörtur fór og við sofnuðum svo útfrá spjalli og eintómum notalegum rólegheitum.

Já... Jæja.
Afmælisfagnaðurinn fór siðsamlega fram. Ég hafði það feitletrað þegar ég bað fólk að láta vita ef það kæmi ekki. Arna gerði það. Takk Arna. Sjö manns gerðu það hinsvegar ekki. Þeim verður því úthýst úr tjaldpartýinu í sumar. Svo gisti enginn. Alls ekki slæmt, fólk þurfti að vinna daginn eftir og þvíumlíkt og þetta var bara rólegt og skemmtilegt. Það var reyndar strjált í heita pottinum þar sem við vorum þar fimm þegar best lét og allt strákar. Púðagengið hefur víða ítök (heh, einkahúmor) Þetta er orðið gott, ég þarf að... ...umm... ...gera ekkert.

tack tack

--súkkulaðihúðuð Drekafluga--

fimmtudagur, 8. apríl 2004

Úr hugarfylgsnum áhorfenda

Klukkuna vantar núna 13 mínútur í The Drew Carey Show og verður þetta því líklega skrifað í tveimur hlutum. Undanfarið hefur tilfinningalíf mitt verið í masókistafíling og níðst á sjáfu sér og er því ekkert nema gott fyrir mig að hlæja svolítið að einum að mínum uppáhaldsþáttum. Ég á mér ekki marga uppáhaldsþætti, þ.e.a.s. það eru ekki margir sjónvarpsþættir sem ég vildi helst ekki vera án. Svo illa vill til að uppáhaldsþáttur minn, Who’s Line Is it Anyway, er á Stöð 3 og því handan minnar seilingar og er það miður. Gæðasjóvarpsefni er nefnilega ekki allt of algengt, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þættir eins og Yes Dear og The King of Queens svo ég nefni dæmi, finnst mér afar þunnildislegir þó sá fyrrnefndi sé öllu verri. Það var þannig áður fyrr að til voru sjónvarpsþættir og svo Sjónvarpsþættir. Þættir sem komu manni til að hlæja og engjast skælbrosandi með tárin niður brosherta vangana. Núna eru þeir ekki margir. Vissulega eru margir þættir sem flokkast sem gamanþættir en af þeim er afar magurt hlutfall sem virkilega framkalla sannan hlátur.

Hefst nú seinni hluti þessara skrifa og ég nenni ómögulega að tala meira um gamanþætti. Hvorki ég né bróðir minn sáum The Drew Carey Show þar sem öll sjónvörp í húsinu voru óhagganlega stillt á RÚV. Aðrir fjölskyldumeðlimir ríghéldu í fjarstýringarnar svo mitt innra sjálf lamdi sér utan í vegg og datt svo viljandi á hálum sundlaugarbakka og væri nú marandi í hálfu kafi ef ekki væri fyrir bróður minn. Við erum fyndnir á hátt sem enginn annar fær skilið. Okkur finnst að við ættum að skrifa teiknimyndir og það er alls ekki fráleitt að það verði að veruleika. Mig hefur t.d. oft langað að taka upp spunaspilun okkar sem fer (oftar en ekki) út í tóma vitleysu og hlátursköst því bara þar er efni í heila seríu sem mætti skipta út fyrir einhvern þessara leiðindaþátta sem sjónvarpsstöðvar bjóða upp á fyrir börn. Það hefur marg sýnt sig að Norðmenn, Svíar og Danir eru með öllu ófærir um framleiðslu barnaefnis og þennan veikleika ætti að vera auðvelt að nýta sér. Hah! Skemmtilegasta barnaefnið er það sem fullorðnir hafa líka gaman af. Cow & Chicken eru t.d. snilld, þó auðvitað séu ekki allir á sama máli þar um, en á toppnum tróna þættir eins og Grímur og Gæsamamma og svo The Angry Beavers. (ég endurtek núna það sem ég skrifaði hérna um daginn: ef einhver getur bent mér á hvar hægt er að nálgast þætti með The Angry Beavers mun viðkomandi vera ríkulega launað) Slíkir þættir þyrftu ekki að vera svo erfiðir í framleiðslu og ég vona að við getum gert þetta að veruleika einn góðan veðurdag. Bróðir minn sá svo teiknimynd sem hann man ómögulega hvað heitir á spólu um daginn. Hún var mjög góð.

Þett’er fínt.

tack tack

--Drekafluga hugsjónamaður og Silverhawk bróðir hans--

miðvikudagur, 7. apríl 2004

Ég er númer 53

Farið hefur verið yfir umsókn mína og ég fæ að taka inntökuprófið í Myndlistaskólann. Nú þarf ég að fara að stúdera litasamsetningu og listasögu og þar fram eftir götunum. Svo ætti ég líka að æfa mig í módelteikningu... ...hmm. Já, þá vantar mig módel. Áhugasamar ;) sæki um hér að neðan ;) *hóst* já, best ég sleppi því að missa mig í einhverja vitleysu. Allavega, ég er vélrænn umsækjandi númer 53. Það er svolítið ógurleg tilhugsun (þó, á mjög rólegan hátt) þar sem rökhugsun segir manni að það séu þá í það minnsta 52 aðrir sem munu taka prófið. Við sjáum hvað setur.

Svo er það varðandi póstinn í gær.
Þó ég missi mig ekki í spól varðandi módel hef ég hugsað mér að missa mig í afmælisfögnuði langt fram á sumar, held ég, og mun vonandi standa fyrir einhverri gleði á næstunni og þá líklega út frá kórnum en aðrir eru þó auðvitað guðvelkomnir. Nánari dagsetning, staðsetning og hvers konar tilhögun þessa verður auglýst síðar.

tack tack

--Drekafluga partýdýr--

þriðjudagur, 6. apríl 2004

Þá er komið að því. Nú skal ég sveitalegur verða

Þar sem ég sit hér í loftlausu herbergi, eftir mig eftir að hafa meðtekið hluta af snilligáfu Douglas Adams, vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Kæru bekkjarfélagar (ykkur hin hundsa ég af óhagganlegri skyldurækni. Annað partý.),

Ykkur er hér með tilkynnt heimboð að Ásum í Gnúpverjahreppi, næsta föstudag þar sem boðið verður upp á síðdegiskaffi klukkan 15:30, eftirstandandi sönnun þess að fólk hafði engan smekk á veggfóðri fyrir 30 árum, ferskt loft og kvöldmat í boði hússins. Einnig er sundlaug dulbúin sem heitur pottur og útihús á staðnum og nóg gistipláss fyrir þá sem vilja veita mér þann heiður að gista.

Í kaffinu verða tertur og brauð og heitt súkkulaði með rjóma, alvöru mjólk, beint úr tankinum (hitastig 3,4°C) og annað slíkt. Um kvöldið verður lambasteik a lá Mamá með öllu tilheyrandi. Eftirmatur verður fyrir þá sem ekki verða afvelta, ís og ferskir ávextir með vanillurjóma.


Til að orða þetta á mannamáli:
Bekkjarpartý hjá Gumma á föstudaginn langa (eins og þið séuð að gera eitthvað annað. pff...) frá þrjúleytinu fram á laugardagsmorgun. Komið með sundföt og svefnpoka (og auðvitað það sem þið viljið, þess utan). Ef einhver sér sér ekki fært að mæta er viðkomandi vinsamlegast beðinn að láta vita ekki seinna en á fimmtudaginn.

Jæja, þar sem ég á heima úti á landi er hér stutt leiðarlýsing: Keyrt er frá Reykjavík í gegn um Selfoss og svo beygt til vinstri inn á Skeið rétt eftir að hafa farið fram hjá Bitru og áður en komið er að löngu aflíðandi hægri beygjunni að nýju Þjórsárbrúnni. Svo er haldið áfram þar til komið er fram hjá Skálholtsafleggjara en þá er beygt til hægri inn í Gnúpverjahrepp. Þar er haldið áfram þar til, rétt eftir að hafa farið fram hjá Árnesi, beygt er til vinstri inn á malarveg (og þá eru bara rúmir 4 km eftir). Þar er svo hægt að skoða skilti eða hringja í mig í örvæntingu. Þess má geta að eftir um 100 metra keyrslu á malarveginum sést heim til mín.

Ásar í Gnúpverjahreppi hafa verið í eigu sömu ættar síðan 1906 en þá flutti hingað langalangafi minn, Sveinn Einarsson og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Setbergi við Hafnarfjörð (hún hefði betur átt Setbergið áfram sú gamla, þá væri ég sterkefnaður). Þessi stutta ættarsaga var í boði móður minnar.

tack tack

--Drekafluga, í sveitasælunni--

mánudagur, 5. apríl 2004

Rólegheit

Það er svo gott að þurfa ekki að hugsa um neitt í smástund. Slaka bara á og gera ekki neitt. Ég hef ekki gert ekki neitt síðan í jólafríinu. Þessa dagana er ég að fletta í gegn um The Salmon of Doubt eftir meistara Douglas Adams og svo ferðabók um Króatíu sem mamma var nógu forsjál að gefa mér. Við hlið mér er svo Eddie. Eddie er á að giska 30cm hár hvítur bangsi sem ég fékk í afmælisgjöf. Þá var hann reyndar nafnlaus en ég nefndi (já, nefndi. Það er allt of oft sem fólk segist skíra hluti) hann Eddie eftir Eddie Izzard. En jæja, af því ég er dottinn í svona myndrænan fíling á síðunni minni er hér mynd af mér og Isis. Ég ætla að halda svolítið áfram að gera ekki neitt.



tack tack

--Drekafluga, í yndælu skapi--

laugardagur, 3. apríl 2004

Svipmyndir úr gleði gærdagsins

Hugi vildi ekki taka við þessu sem einni mynd svo ég varð að klippa þetta niður í þrjár. Kemur vonandi ekki of illa út.





tack tack

--Drekafluga afmælisbarn--

föstudagur, 2. apríl 2004

Rejoice!

For tomorrow is a festive occasion! Já, ég, Guðmundur Valur Drekafluga Viðarsson, verð 21 árs. Þetta er reyndar skrifað eftir miðnætti fyrsta apríl en ég á ekki von á að nokkr lesi þetta fyrr en annan apríl. Svo þar hafiði það. Ég er elliær að verða. Þessu mun ég fagna með 4-T í sumarbústað hjá Hellu, Rangárvallasýslu. Svo verður gleði og glaumur uppi í sveit um næstu helgi þar sem bekkurinn mun grilla og hafa það notalegt í boði hússins. Svo er aldrei að vita nema utanbekkjarvinir hafi tíma til að gleðjast yfir hrörnun minni.

Annars er ég nýlega kominn af stórskemmtilegum tónleikum með Bob, Gaur og Ísidór og skemmti mér prýðis vel. Ég mætti fyrstur, eins og ég geri oft, og þurfti að bíða í tæpan klukkutíma eftir að þetta byrjaði en það var í lagi. Lög kvöldsins voru líklega Hvar er síminn hjá Gaur þar sem Helgi Idol naut sín og Haraldur frændi hamraði gítarinn og svo Ágirnd í augum slátrarans með Ísidór en það lag var tileinkað grænmetisætum. Það var virkilega gaman að hitta Jón Þór aftur. "Jjjáá!! Vá maður! Fimmu? *smack* Góð fimma maður! Heyrðirðu smellinn? Hann heyrðist út um allan sal!" Þetta var Jón Þór að hitta mig. Skemmtilegt kvöld, já.

Brjálað partý í kvöld og langt fram á morgun! Woo!


tack tack

--Drekafluga, farinn að sofa--

fimmtudagur, 1. apríl 2004

Beano Bastards!

Í dag færðist ég nær sannfæringu doktorsins um að Danir séu óæðri þjóðflokkur og úrkynjun mannkyns. Sumir þeirra eru allavega leiðinlegri en tárum taki. Í dag sat ég niðri í matsal og var, ásamt Önnu Lind og Dísu, að læra undir sálfræðipróf. Við borð hinum megin í salnum voru dönsku nemendaskiptlingarnir. Þeim leiddist eitthvað og tóku upp á því að slá háværan takt í borðið. Þar sem þetta fór ekki vel við próflestur minn beindi ég höndinni annars hugar í átt að þeim og 'skaut' með fingrunum. Saklaust að minni hálfu. Einhver þeirra varð fyrir slysni vitni að þessu og fór þetta agalega fyrir brjóstið á þeim er hann var búinn að segja hvað vondi, vondi íslenski strákurinn með húfuna hafði gert. Þá tóku þeir upp á því að slá fastar og vera með meiri læti. Þegar þeim mistókst að ná athygli minni blístraði einn þeirra á mig og sagði mér að koma. Ég gerði það og á einhvern hátt sem er mér enn hulinn skildi ég þegar strákurinn spurði hvort ég hefði verið að gera þetta (og myndaði byssu með fingrunum). Ég spurði á móti hvort hann vissi hvaða ástæða hefði legið fyrir þessu hjá mér. Ég væri nefnilega að læra og fílaði ekki hávaða sem þennan, sama hve taktfastur hann væri. Þeir tjáðu mér þá, með nokkurri spennu í röddinni, að ef mér líkaði ekki hávaðinn gæti ég flutt mig annað. Það var þá sem ég ákvað að þetta væri fínn tími til að glotta, svo ég gerði það, stuttlega, og labbaði svo aftur til hinna. Ég hálf vildi að þeir hefðu reynt eitthvað, fengið heilan skóla á móti sér og svo séð eftir því. En þetta var samt betra. Ég er enginn slagsmálahundur þó ég, í einhvers annars sporum, vildi ekki lenda í mér á slæmum degi.

En nú er ég farinn að hvíla mig fyrir tónleikana hjá Gaur og Ísidór. Á þeim verður stemmning.

tack tack

--Drekafluga Durden--