föstudagur, 25. febrúar 2005

Það er sinnepslykt af höndunum á mér

En það kemur ekki til af illu. Eftir því sem ég best veit er ég nefnilega að fara í bústaðarferð og ég er hættur að nenna að hafa bara tilbúna pizzu eða pylsur í svoleiðis ferðir. Áðan keypti ég úrvals kjöt, hvítlauk, sætt sinnep og gerði svo úr þessu, ásamt örlítilli BBQ sósu, rostiere kjúklingakryddi og olíu, dýrindis tilbúið grillefni. Ég keypti líka grillkartöflur en gleymdi hvítlaukssmjöri. Það gengur ekki þannig að ég dansa aftur gegnum sólargeislana út í Nóatún á eftir með Kanye West í eyrunum. Dagurinn er búinn að vera ágætur það sem af er og ég á ekki von á öðru en partýlátum það sem eftir af honum. Góða helgi.

Lag dagsins er Jesus Walks með Kanye West.

tack tack

--Drekafluga, flogið næstum ég gæti--

miðvikudagur, 23. febrúar 2005

So...

Ég tók saumana úr fingrinum á mér í gær. Ég er enn með stöðugan doða í honum en er líka loksins farinn að fá eitthvað sem líkist eðlilegri tilfinningu fyrir framan sárið. Sem er gott. Á föstudaginn fer ég í bústaðarferð með gamla T bekknum. Og það er gott. Ég gekk frá skólanum upp á miðjan Laugarveg í góða veðrinu og á eftir er ég að fara að horfa á Gettu Betur. Líka gott. Dagskráin á Skjá einum er að verða hreint ótrúleg. Cheers og Pimp My Ride eru að fara að koma! Mjög gott. Eftir tvær vikur fer á á stand up með Eddie Izzard. Lífið er betra en maður gerir sér oft grein fyrir.

tack tack

--Drekafluga, góður--

mánudagur, 21. febrúar 2005

Einhver stal kókómjólkinni minni!

Djöfull fer þetta í mig. En ég hef þó þetta til að hugga mig við:



Já, í morgun keypti ég átta miða á margumtalaða sýningu og er búinn að finna sjö þeirra eigendur. Ég á semsagt einn aukamiða ef einhver hefur áhuga. 18 ára aldurstakmark (eins og á uppistandinu sjálfu). Áður en ég get selt hann (á upprunalegu verði auðvitað) verð ég þó að heyra frá Hrafni frænda mínum en ég veit ekki hvort hann vill miðann. Þegar ég sótti þá í Skífunni áðan sagði stelpan sem var að afgreiða að þetta hefði rokið út og fáir miðar væru eftir. Og aðalsalan er ekki einu sinni hafin! Þetta er magnað.

tack tack

--Drekafluga sölumaður og dreifingaraðili--

laugardagur, 19. febrúar 2005

Gadgets -- Period

Ég rakst á tímaritið T3 og uppgötvaði mér til ómældrar ánægju að þetta er blað fyrir mig. En þar sem ég er líka mikið á netinu tók ég eftir vefsíðum sem höfða til mín á þennan hátt. Þetta er blað um græjur og ýmis konar dót og vefsíðurnar eru það líka. Boysstuff er t.d. með helling af dóti sem mig langar í, Exkate er með rafknúin hjólabretti en uppáhalds síðan mín af þessum er líklega IWantOneOfThose. Hún er snilld. Þar má meðal annars finna eldrauðan panic takka til að setja á lyklaborð og Airzookuna. Hér er svo verið að selja næst dýrasta hlutinn á síðunni, kafbátaferðir til Titanic á £28,450. Ég dýrka hvernig þetta er orðað: Dive to the Titanic. Next time you find the fat end of £29,000 down the back of the sofa, don't go and blow it on hats. Consider instead descending 2.5 miles into the deep to look at an old boat. Hérna er disclaimerinn af síðunni:

All the products we sell, both on this website and in our catalogue, are rigorously tested for fun factor. Whilst they are definitely fun, they are certainly not food, and as such pretty well all of them represent a choking hazard, so please try to stick to the more usual food groups if you’re feeling peckish. Without wishing to labour the point (but manifestly doing so!) none of our toys are meant for children, unless they’re all big and grown up – the children that is. And remember, never leave a naked person unattended.
Sniiilllld. Og þannig er nú það. Jæja, tveir dagar í Izzard forsölu. Þrír dagar í almenna sölu. Ég skal ná miða.

tack tack

--Græjufluga (hljómar einhvern veginn ekki jafn vel og Drekafluga)--

miðvikudagur, 16. febrúar 2005

Og sjá, það var fingur

Endursamsettur með gerviefni reyndar en svona var hann í gær, með vikugömul meiðsli.



Izzardaðdáendur smellið hér!

tack tack

--Drekafluga að gróa--

mánudagur, 14. febrúar 2005

Hook dodging

1. World of Warcraft er kominn út. Ég er að gera mitt besta til að leiða það hjá mér því ég mundi týna mér í honum. Sorglegt. Og satt. 2. Eftir að hafa sent fyrst Broadway og svo event.is fyrirspurnir hefur mér verið tjáð að yfirlýsing um uppistand Eddie Izzard og þá væntanlega miðasöluna líka verði gefin út á morgun. Ég mun segja frekar frá þessu hér um leið og ég frétti eitthvað og vona að aðrir geri hið sama ef þeir frétta það á undan mér.

Ég hef það eftir óstaðfestum fréttum að miðasala byrji eftir helgi í Skífunni og á event.is!

tack tack

--Drekafluga með magahnút og verk í fingri--

fimmtudagur, 10. febrúar 2005

Oh My Giddy Little Tiki God!

Ég hélt ég mundi aldrei hafa ástæðu til að kaupa DV. Ég hafði rangt fyrir mér. Það eru misgáfulegar staðreyndavillur í textanum en ef aðalefnið stenst er mér slétt sama. Ég mun gera allt sem ég get til að ná miða. Hver kemur með mér 9. mars?



tack tack

--Drekafluga með níu og hálfan fingur til Guðs--


þriðjudagur, 8. febrúar 2005

How about...

I give you the finger... and we can just skip that phonecall thingy. I'll even sever it off for you. Nice and bloody. Blood gushing everywhere. Oh yes. Paint the room red I shall. With my mighty blade I will make limbs fly and pinkys roll... Ég gæti haldið áfram að segja eitthvað svona, pikkandi með annarri á lyklaborðið en megininntak þessarar færslu er að klukkansirka 14:30 skar ég hreint og snyrtilega í gegn um svona á að giska 1/3 af litla fingri vinstri handar og setti líka sæmilega rispu í baugfingurinn við hliðina. Þetta var gert með dúkahníf. Ég veit ekki ennþá hvernig ég fór að þessu en vissi bara ekki fyrr til en að blóð, mitt eigið blóð, flæddi eins og stórfljót yfir pappíra og grá karton. Svona er að vera of einbeittur að verkefni, maður verður annars hugar. Alda bestasta brunaði með mig upp á Slysó og þar biðum við svo í klukkutíma og þrjú korter undir plakati sem á stóð: "Lengdur biðími. Við erum fáliðuð, vinsamlegast sýnið biðlund." Takk Sjálfstæðisflokkur. Frábært heilbrigðiskerfi. Fínar skattalækkannir. Ef fingurinn hefur skaddast varanlega mun ég kæfa ykkur öll í svefni. Ég get ímyndað mér að einhver hafi kvalist að óþörfu við að bíða svona. Ég hef það ekki sem verst en allan þann tíma sem ég sat þarna var gömul kona með augun full af sorg og aðra höndina í fatla. Hún sat þarna enn þegar ég fór út.

tack tack

--níu fingra Drekafluga--

sunnudagur, 6. febrúar 2005

Format

Diskunum mínum er nú skipt í fjögur partition, Green, Blue, Topaz og Base. Ég er að skrifa þetta í nýuppsettu Win XP og ætla að fara almennilega með það núna. Fyrir stuttu keypti ég mér blað sem ber nafnið The PC Building Bible, gefið út af PC Gamer. Þar er margt sem náungar eins og ég höfum gaman af. Í þessu blaði var ég einmitt að lesa greinina Tweak and Optimize Windows to Perfection. Og það ætla ég að gera. En nóg af þessu. Ég vildi bara koma með eitthvað ofurraunverulegt hérna á síðuna. Eitthvað... en samt ekki neitt.

tack tack

--Drekafluga, horfandi á Örninn--