föstudagur, 12. desember 2008
1/2 grafískur hönnuður
Í lokaprófinu var okkur úthlutaður vír, blýantur og tvær pappírsarkir. Verkefnaskil áttu að vera
a) þrívíddarverk, b) myndlýsing - teikning af verkinu og c) umfjöllun - skapandi frásögn. Við
höfðum þrjá tíma. Ég eyddi mestum tíma í ljóðið og ég bið ykkur bara að afsaka gæði þess,
þetta er það sem mér datt í hug.
Blóm að nefna nokkur ber
Betri en önnur flokkuð
Bera blóm í desember
Blómstri þau þá nokkuð
Á fenjasvæðum finnast vart
Til fjalla ekki heldur
Á kuldaslóðum helst til hart
Því harla vex þeim feldur
Ef heimurinn í heljargreipum
Harðnar ár frá ári
Fölnar blómið, felur sig
Fellur loks af sári
En þegar manna milli
Myndast kærleikur og friður
Menn sýna á sér stilli
Tala saman, setjast niður
Þá blómið aftur birtist
Í betri heim það sækir
Þó um stund það virtist
Sem grimmir manna klækir
Það hrakið hefðu á burtu
Með græðgi sinni og heimsku
Það horfið væri um eilífð
Mundi hverfa og falla í gleymsku
En mennirnir þarfnast blómsins þó æ
Og mannkynið má ekki kasta á glæ
Gleði og frið,
Gefa öðrum grið
Því Jólablómið ber kærleikans fræ
tack tack
--Drekafluga--
Í lokaprófinu var okkur úthlutaður vír, blýantur og tvær pappírsarkir. Verkefnaskil áttu að vera
a) þrívíddarverk, b) myndlýsing - teikning af verkinu og c) umfjöllun - skapandi frásögn. Við
höfðum þrjá tíma. Ég eyddi mestum tíma í ljóðið og ég bið ykkur bara að afsaka gæði þess,
þetta er það sem mér datt í hug.
Blóm að nefna nokkur ber
Betri en önnur flokkuð
Bera blóm í desember
Blómstri þau þá nokkuð
Á fenjasvæðum finnast vart
Til fjalla ekki heldur
Á kuldaslóðum helst til hart
Því harla vex þeim feldur
Ef heimurinn í heljargreipum
Harðnar ár frá ári
Fölnar blómið, felur sig
Fellur loks af sári
En þegar manna milli
Myndast kærleikur og friður
Menn sýna á sér stilli
Tala saman, setjast niður
Þá blómið aftur birtist
Í betri heim það sækir
Þó um stund það virtist
Sem grimmir manna klækir
Það hrakið hefðu á burtu
Með græðgi sinni og heimsku
Það horfið væri um eilífð
Mundi hverfa og falla í gleymsku
En mennirnir þarfnast blómsins þó æ
Og mannkynið má ekki kasta á glæ
Gleði og frið,
Gefa öðrum grið
Því Jólablómið ber kærleikans fræ
tack tack
--Drekafluga--
fimmtudagur, 11. desember 2008
Weird American Pansies (á ensku því þetta fór líka á DeviantArt)
On the way home from work I heard a song on the radio which a quick Google search confirmed was something by Panic! At the Disco. Apparently it was the censored version. Why this would be censored to begin with is beyond me but to do so to an Icelandic audience is just stupid. The line goes: "...Haven't you people ever heard of closing a goddamn door..." but for some weird reason it was decided to cut out 'god', effectively making 'god' a curse word.
And that baffles me. I also think censoring in this way is inherently stupid. You always make out what the missing word is and replace the silence or beep with it in your mind. Example? "f*beep*k you". It's that obvious. Fuck. I said it.
tack tack
--Drekafluga uppreisnarseggur--
On the way home from work I heard a song on the radio which a quick Google search confirmed was something by Panic! At the Disco. Apparently it was the censored version. Why this would be censored to begin with is beyond me but to do so to an Icelandic audience is just stupid. The line goes: "...Haven't you people ever heard of closing a goddamn door..." but for some weird reason it was decided to cut out 'god', effectively making 'god' a curse word.
And that baffles me. I also think censoring in this way is inherently stupid. You always make out what the missing word is and replace the silence or beep with it in your mind. Example? "f*beep*k you". It's that obvious. Fuck. I said it.
tack tack
--Drekafluga uppreisnarseggur--
mánudagur, 24. nóvember 2008
þriðjudagur, 11. nóvember 2008
miðvikudagur, 5. nóvember 2008
já, Já, JÁ!!!
155 á móti 324 (þegar þetta er skrifað). Takk, Bandaríkin. Takk. McCain
er ágætis kall en ég treysti Obama og fólkinu í kring um hann svo miklu
betur. Heiminum er líka betur borgið þar sem Sarah Palin er fjarri völdum.
Þetta verður erfitt tímabil fyrir Obama og ég vona innilega að Demókratar
haldi völdum 2012. Heimurinn þarfnast þess.
Viðbót:
Mikið svakalega er maðurinn mælskur: Yes We Can.
tack tack
--Drekafluga, loksins farin að sofa--
155 á móti 324 (þegar þetta er skrifað). Takk, Bandaríkin. Takk. McCain
er ágætis kall en ég treysti Obama og fólkinu í kring um hann svo miklu
betur. Heiminum er líka betur borgið þar sem Sarah Palin er fjarri völdum.
Þetta verður erfitt tímabil fyrir Obama og ég vona innilega að Demókratar
haldi völdum 2012. Heimurinn þarfnast þess.
Viðbót:
Mikið svakalega er maðurinn mælskur: Yes We Can.
tack tack
--Drekafluga, loksins farin að sofa--
sunnudagur, 26. október 2008
fimmtudagur, 16. október 2008
miðvikudagur, 8. október 2008
Jason Statham
Fyrsta verkefni var að gera fimm silhouette myndir af
manneskju, því næst áttum við að gera svarthvíta útgáfu
og svo loks finna mynd í Computer Arts Magazine og
yfirfæra stílinn á henni yfir á myndina okkar.
Ég er búinn í skrautskrift og byrjaður í Illustrator =)
tack tack
--ánægð Drekafluga--
Fyrsta verkefni var að gera fimm silhouette myndir af
manneskju, því næst áttum við að gera svarthvíta útgáfu
og svo loks finna mynd í Computer Arts Magazine og
yfirfæra stílinn á henni yfir á myndina okkar.
Ég er búinn í skrautskrift og byrjaður í Illustrator =)
tack tack
--ánægð Drekafluga--
mánudagur, 6. október 2008
Geir umorðaður
"Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að ekkert af þessu sé okkur að kenna og við getum hvort eð er ekkert gert, sama hvað þeir sem hafa vit á þessu segja. Við ætlum því að halda áfram að gera ekkert enda höfum við engan tíma til þess, erum bara hálfnuð með jatsímótið. Samfylkingin er tveimur yfir og við ætlum að halda aðeins áfram að leika okkur svo við þurfum ekki að svara öllum þessum leiðinlegu spurningum. Já alveg rétt, bankarnir eru vondir og þurfa að laga þetta. Ok, hver vill bjór?"
Geir, þú ert eflaust vænsti kall en alveg steingeldur stjórnmálamaður sem er svosem í stíl við þetta stjórnarsamstarf. Jóhanna er svo gott sem sú eina sem vinnur fyrir kjósendur.
tack tack
--Drekafluga, hristir hausinn dapur í bragði--
"Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að ekkert af þessu sé okkur að kenna og við getum hvort eð er ekkert gert, sama hvað þeir sem hafa vit á þessu segja. Við ætlum því að halda áfram að gera ekkert enda höfum við engan tíma til þess, erum bara hálfnuð með jatsímótið. Samfylkingin er tveimur yfir og við ætlum að halda aðeins áfram að leika okkur svo við þurfum ekki að svara öllum þessum leiðinlegu spurningum. Já alveg rétt, bankarnir eru vondir og þurfa að laga þetta. Ok, hver vill bjór?"
Geir, þú ert eflaust vænsti kall en alveg steingeldur stjórnmálamaður sem er svosem í stíl við þetta stjórnarsamstarf. Jóhanna er svo gott sem sú eina sem vinnur fyrir kjósendur.
tack tack
--Drekafluga, hristir hausinn dapur í bragði--
þriðjudagur, 30. september 2008
Lyktarminni er vanmetið
Þegar ég var hálfnaður leiðina að bílnum með bónuspoka í hvorri hönd og nýju heyrnartólin á höfðinu stöðvaði ég skyndilega í miðju skrefi og var staddur í Cobán, Guatemala rétt fyrir sólarupprás að bíða eftir rútu. Fyrir framan mig stendur smávaxin kona með djúpar hrukkur í andlitinu, umvafin grófum en litríkum klæðum. Skíman úr ljósastaurunum láta hana virðast eldri og meira framandi. Kuldinn og rakinn gera móðu úr andardrætti hennar og hárið ber þess merki að hafa ekki skolast af öðru en rigningu í langan tíma. Hún er að grilla stóra maísstöngla á litlum vagni. Lítur upp til mín og brosir.
'Má bjóða þér að kaupa, ungi litli?' Hún er nánast tannlaus og talandinn eftir því.
'Nei takk, ég er saddur.'
Brosið dofnar lítið eitt en hverfur ekki. Hún býður ferðafélögum mínum og þeir kaupa. Skömmu seinna röltum við að þarnæsta götuhorni þar sem rútan til Lanquín mun stoppa. Russ lítur á mig. 'You still got your big-ass knife, mate?' Auðvitað, svara ég og hann hlær. Rútan kemur, við setjumst inn og ég anda að mér lyktinni af fullkomlega brenndum maísstönglum án þess að hafa hugmynd um að ég mundi draga að mér andann sex árum síðar og upplifa þennan morgun upp á nýtt.
tack tack
--Drekafluga ferðast í huganum--
Þegar ég var hálfnaður leiðina að bílnum með bónuspoka í hvorri hönd og nýju heyrnartólin á höfðinu stöðvaði ég skyndilega í miðju skrefi og var staddur í Cobán, Guatemala rétt fyrir sólarupprás að bíða eftir rútu. Fyrir framan mig stendur smávaxin kona með djúpar hrukkur í andlitinu, umvafin grófum en litríkum klæðum. Skíman úr ljósastaurunum láta hana virðast eldri og meira framandi. Kuldinn og rakinn gera móðu úr andardrætti hennar og hárið ber þess merki að hafa ekki skolast af öðru en rigningu í langan tíma. Hún er að grilla stóra maísstöngla á litlum vagni. Lítur upp til mín og brosir.
'Má bjóða þér að kaupa, ungi litli?' Hún er nánast tannlaus og talandinn eftir því.
'Nei takk, ég er saddur.'
Brosið dofnar lítið eitt en hverfur ekki. Hún býður ferðafélögum mínum og þeir kaupa. Skömmu seinna röltum við að þarnæsta götuhorni þar sem rútan til Lanquín mun stoppa. Russ lítur á mig. 'You still got your big-ass knife, mate?' Auðvitað, svara ég og hann hlær. Rútan kemur, við setjumst inn og ég anda að mér lyktinni af fullkomlega brenndum maísstönglum án þess að hafa hugmynd um að ég mundi draga að mér andann sex árum síðar og upplifa þennan morgun upp á nýtt.
tack tack
--Drekafluga ferðast í huganum--
þriðjudagur, 16. september 2008
föstudagur, 5. september 2008
miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Loksins!
Guy Ritchie er að koma með álitlega mynd. Revolver var frekar súr fyrir minn smekk. Rock N Rolla lýtur bara ansi vel út. Afar vel. Við Gunnþóra erum annars flutt til Akureyrar á ný og það er yndislegt að vera aftur í okkar eigin íbúð. Stundum vildi ég bara að hún og skólarnir okkar væru í Reykjavík. Við söknum fjölskyldunnar.
tack tack
--Drekafluga, Rock N Rolla--
Guy Ritchie er að koma með álitlega mynd. Revolver var frekar súr fyrir minn smekk. Rock N Rolla lýtur bara ansi vel út. Afar vel. Við Gunnþóra erum annars flutt til Akureyrar á ný og það er yndislegt að vera aftur í okkar eigin íbúð. Stundum vildi ég bara að hún og skólarnir okkar væru í Reykjavík. Við söknum fjölskyldunnar.
tack tack
--Drekafluga, Rock N Rolla--
fimmtudagur, 21. ágúst 2008
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Og hann er með hreyfiskynjurum
Ég þarf semsagt ekki að snerta hann til að snooza (almennilega íslenskun skortir) eða þagga niður í hringingu. Þetta er bara einn af mörgum kostum við símann en eins og staðan er núna þá er hans helsti ókostur hvað það eru fá símanúmer í honum. Símaskráin mín liggur kramin í gamla símanum. Lesendur, endilega sendið mér sms með nafninu ykkar (eða skrifið við þessa færslu) svo ég geti bætt ykkur inn.
Næsta færsla verður líka um græjur (þá fæ ég kannski aftur færi á að gera svona speglanir í myndum. Ferlega gaman).
tack tack
--númeralaus Drekafluga--
Næsta færsla verður líka um græjur (þá fæ ég kannski aftur færi á að gera svona speglanir í myndum. Ferlega gaman).
tack tack
--númeralaus Drekafluga--
miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Ég syrgi þig sími
Af þakinu þaut hann
Í þokunni hnaut hann
Á veginum valt hann
Og Volvo svo braut hann
Af þakinu þaut hann
Í þokunni hnaut hann
Á veginum valt hann
Og Volvo svo braut hann
Ég steig út úr bílnum, dustaði af mér mylsnuna af pizzunni en lagði símann frá mér á meðan. Svo keyrði ég af stað, sá í speglinum símann þjóta í malbikið. Stoppaði, stökk út og hljóp með Gunnþóru. Horfði svo á með skelfingu þegar ökumaður Volvojeppa hundsaði hróp okkar, bendingar og köll og sveigði nett yfir símann svo hann kastaðist út af veginum. Bastarður
tack tack
--Drekafluga í símaleit--
tack tack
--Drekafluga í símaleit--
miðvikudagur, 30. júlí 2008
fimmtudagur, 17. júlí 2008
miðvikudagur, 16. júlí 2008
fimmtudagur, 10. júlí 2008
þriðjudagur, 8. júlí 2008
fimmtudagur, 3. júlí 2008
miðvikudagur, 2. júlí 2008
Af hetjum
Eftirfarandi samtal átti sér stað milli mín og Gunnþóru í gærkvöldi.
"Hvernig geturðu ekki séð að þetta er Batman? Ert'ekki hardcore Batman fanboy?"
"Nei, ég er það ekki, bara svona meðal. En ég biðst afsökunnar á því að hafa ekki séð Batman út úr fingraleik þínum. Mig skortir augljóslega ímyndunarafl."
"Já. Augljóslega."
"En geturðu nefnt mér eina aðra DC hetju?"
"Spiderman."
"Nei, hann er Marvel."
"Hulk?"
"Hann er líka Marvel."
"Jaaaá. Alfred."
-hlátur-
"Já, ok, en hver er mesta hetjan af þeim öllum?"
"He-Man."
tack tack
--Bara Drekafluga--
Eftirfarandi samtal átti sér stað milli mín og Gunnþóru í gærkvöldi.
"Hvernig geturðu ekki séð að þetta er Batman? Ert'ekki hardcore Batman fanboy?"
"Nei, ég er það ekki, bara svona meðal. En ég biðst afsökunnar á því að hafa ekki séð Batman út úr fingraleik þínum. Mig skortir augljóslega ímyndunarafl."
"Já. Augljóslega."
"En geturðu nefnt mér eina aðra DC hetju?"
"Spiderman."
"Nei, hann er Marvel."
"Hulk?"
"Hann er líka Marvel."
"Jaaaá. Alfred."
-hlátur-
"Já, ok, en hver er mesta hetjan af þeim öllum?"
"He-Man."
tack tack
--Bara Drekafluga--
mánudagur, 30. júní 2008
föstudagur, 27. júní 2008
Hnnghyahh! -annar hluti-
Bravó
Í öðrum fréttum þá tókst mér auðvitað að sparka veiku tánni duglega í þröskuld núna í hádeginu. Ég hef ekki enn þorað að líta á skaðann. ...hmm. Yaaaarhhgg! Ég var að líta á skaðann. Meira blóð, núna undir nöglinni að framan og sprunga á ská yfir hana alla. Þetta er ekki fallegt. En afar dæmigert. Auk þess tókst mér að skvetta þó nokkru af appelsíninu mínu yfir gólfið. Uppfærslur munu koma jafnóðum í það sem stefnir í áframhaldandi misþyrmingar á fótum mér.
tack tack
--Drekafluga slysasuga--
Í öðrum fréttum þá tókst mér auðvitað að sparka veiku tánni duglega í þröskuld núna í hádeginu. Ég hef ekki enn þorað að líta á skaðann. ...hmm. Yaaaarhhgg! Ég var að líta á skaðann. Meira blóð, núna undir nöglinni að framan og sprunga á ská yfir hana alla. Þetta er ekki fallegt. En afar dæmigert. Auk þess tókst mér að skvetta þó nokkru af appelsíninu mínu yfir gólfið. Uppfærslur munu koma jafnóðum í það sem stefnir í áframhaldandi misþyrmingar á fótum mér.
tack tack
--Drekafluga slysasuga--
fimmtudagur, 26. júní 2008
Hnnghyahh!
Stundum, stundum koma dagar þar sem maður fær skanna ofan á stóru tánna á sér sem klýfur nöglina frá hlið, horfir afskræmdur í framan á blóðið spýtast upp, veltir fyrir sér af hverju í fjandanum skanninn skuli hafa vegið salt ofan á prentaranum og því dottið jafn auðveldlega, veltir líka fyrir sér hverjar líkurnar eru á að akkúrat hvassasta hornið skuli hafa lent akkúrat beint á tánni, hugsa svo með sér að það hafi kannski bjargað vélbúnaðinum í skannanum - ætli hann sé á annað borð í lagi? - og hoppa svo á öðrum fæti fram á baðherbergi til að þerra blóðið, gnístandi tönnum alla leiðina. Í gær var einn slíkur dagur. Og mér er illt.
tack tack
--Drekafluga Klofintá--
--Drekafluga Klofintá--
mánudagur, 23. júní 2008
Góð nöfn og slæm
Tökum dæmi: Tölvulistinn. Nokkuð gott. Klárlega tölvuverslun, fólk veit að hverju það gengur. Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins talar líka fyrir sig sjálft. En Takkar? Hvaða eeediot ákvað það? Tölvuverslun sem sérhæfir sig í lyklaborðum og hinum ýmsu ytri tökkum tölvubúnaðar?
Moody tónlist:
"Vantar þig Ð? Við eigum Ð. Kíktu í Takka"
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Vantar þig tvöfalda sérhljóða? Við reddum málunum. Takkar."
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Stal einhver skottakkanum af sprengipallinum þínum. Kíktu við. Takkar."
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Þarftu að hakka hnakka með pakka? Takkar fyrir hressa krakka."
Moody tónlist deyr út.
Jæja, þeim tókst í það minnsta að láta taka eftir sér, þó á þennan hátt hafi verið.
Moody tónlist:
"Vantar þig Ð? Við eigum Ð. Kíktu í Takka"
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Vantar þig tvöfalda sérhljóða? Við reddum málunum. Takkar."
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Stal einhver skottakkanum af sprengipallinum þínum. Kíktu við. Takkar."
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Þarftu að hakka hnakka með pakka? Takkar fyrir hressa krakka."
Moody tónlist deyr út.
Jæja, þeim tókst í það minnsta að láta taka eftir sér, þó á þennan hátt hafi verið.
Líka, hvíl í friði George Carlin.
tack tack
--Drekafluga--
--Drekafluga--
mánudagur, 16. júní 2008
Christian Bale
Í Litaveri, Grensásvegi:
"Hefur ekki verið sagt við þig að þú ert alveg ótrúlega líkur þarna... leikaranum?"
"Umm, leikaranum?"
"Æ já, hérna, hefurðu ekki séð Batman?"
"Christian Bale?"
"Já einmitt. Þið eruð nákvæmlega eins. Gætir rúllað upp tvífarakeppninni."
Og ég brosti breitt. Ég hef heyrt þetta áður.
tack tack
--Drekafluga Bale--
Í Litaveri, Grensásvegi:
"Hefur ekki verið sagt við þig að þú ert alveg ótrúlega líkur þarna... leikaranum?"
"Umm, leikaranum?"
"Æ já, hérna, hefurðu ekki séð Batman?"
"Christian Bale?"
"Já einmitt. Þið eruð nákvæmlega eins. Gætir rúllað upp tvífarakeppninni."
Og ég brosti breitt. Ég hef heyrt þetta áður.
tack tack
--Drekafluga Bale--
föstudagur, 6. júní 2008
miðvikudagur, 4. júní 2008
Ég bíð með öndina í hálsinum... og er orðið afar illt í kverkunum.
"Nú verður flutt leikritið Með oðrum morðum. Svakamálaleikrit í svakalega mörgum þáttum. Leikritið var áður á dagskrá á þorrablóti Ungmennafélagsins Hverfanda á Flötuvík en féll niður vegna veðurs og er því nánast ónotað.
Fyrsti þáttur, Morð fyrir tvo..."
Það eru Harry og Heimir kæru landsmenn, sem munu koma út í almennilegum gæðum og fá þeir sem hafa nælt sér í þetta eftir misjöfnum leiðum þá vonandi loksins að heyra þætti 33 og 34 frá 1993, en þeir virtust fram að þessu glataðir að eilífu. I'm happy as Larry. ...however happy he is (but I believe it to be quite a lot). Kaupið þetta. Ég mun gera það. Kannski tvisvar.
tack tack
--Drekafluga--
"Nú verður flutt leikritið Með oðrum morðum. Svakamálaleikrit í svakalega mörgum þáttum. Leikritið var áður á dagskrá á þorrablóti Ungmennafélagsins Hverfanda á Flötuvík en féll niður vegna veðurs og er því nánast ónotað.
Fyrsti þáttur, Morð fyrir tvo..."
Það eru Harry og Heimir kæru landsmenn, sem munu koma út í almennilegum gæðum og fá þeir sem hafa nælt sér í þetta eftir misjöfnum leiðum þá vonandi loksins að heyra þætti 33 og 34 frá 1993, en þeir virtust fram að þessu glataðir að eilífu. I'm happy as Larry. ...however happy he is (but I believe it to be quite a lot). Kaupið þetta. Ég mun gera það. Kannski tvisvar.
tack tack
--Drekafluga--
miðvikudagur, 28. maí 2008
Á meðan ég man
Þessi gaur er snillingur. "8 points go to... ...i... Iceland. Yes, it's true." Og svo Svíþjóð 12 stig.
tack tack
-- svöng Drekafluga--
Þessi gaur er snillingur. "8 points go to... ...i... Iceland. Yes, it's true." Og svo Svíþjóð 12 stig.
tack tack
-- svöng Drekafluga--
miðvikudagur, 21. maí 2008
laugardagur, 17. maí 2008
What a Shock!
Nýlega umbreytti ég tölvunni minni í skrýmsli (ég er enn að gera upp við mig hvort ég vilji skrifa það með 'í' eða 'ý') og hef því í frítíma mínum verið að spila leiki eins og Unreal III, Crysis og Assassins Creed í fullum gæðum en... Bioshock?!?! What?! Hvaðan kom þessi ofurfallega snilld?! Sagan var víst þynnt jafnt og þétt í gegn um gerð leiksins til að spilarar gætu bara áttað sig á því sem var í kring um þá en hún er samt svo safarík og mikil. Leikurinn er smíðaður í kring um nýjustu Unreal vélina og lítur það vel út að ég hélt að upphafsmyndbandið væri ennþá í gangi þegar leikurinn var raunverulega byrjaður. Crysis er fullur af flottum fítusum og svakalegri grafík, Unreal III er gullfallegt fragfest, Assassins Creed = pure gravy o.s.frv. en Bioshock er bara svo miklu, miklu dýpri. Prófið hann. Ég mun kaupa af honum viðhafnarútgáfu.
En á aðfararnótt föstudags keyrði ég suður og er ansi hræddur um að fá hraðasekt eftir óvarkárni hjá hraðamyndavél í Hvalfjarðarsveit. Orlofið kom rétt í tæka tíð til að hverfa í tilgangslausa sekt. Hversu erfitt ætli það sé að setja hraðastilli í Renault Clio Mk1? Annars held ég að það muni ekki nema rúmum hálftíma á að keyra á t.d. 120km/h og 90km/h frá Akyureyri til Reykjavíkur. Ég reiknaði þetta reyndar í gremju minni eftir að hafa keyrt á rúmlega 100km/h fram hjá hraðamyndavél og þetta gæti því verið ónákvæmt. Ég er ennþá sár út í sjálfan mig.
tack tack
--Drekafluga leikjaspilandi ökufantur--
Nýlega umbreytti ég tölvunni minni í skrýmsli (ég er enn að gera upp við mig hvort ég vilji skrifa það með 'í' eða 'ý') og hef því í frítíma mínum verið að spila leiki eins og Unreal III, Crysis og Assassins Creed í fullum gæðum en... Bioshock?!?! What?! Hvaðan kom þessi ofurfallega snilld?! Sagan var víst þynnt jafnt og þétt í gegn um gerð leiksins til að spilarar gætu bara áttað sig á því sem var í kring um þá en hún er samt svo safarík og mikil. Leikurinn er smíðaður í kring um nýjustu Unreal vélina og lítur það vel út að ég hélt að upphafsmyndbandið væri ennþá í gangi þegar leikurinn var raunverulega byrjaður. Crysis er fullur af flottum fítusum og svakalegri grafík, Unreal III er gullfallegt fragfest, Assassins Creed = pure gravy o.s.frv. en Bioshock er bara svo miklu, miklu dýpri. Prófið hann. Ég mun kaupa af honum viðhafnarútgáfu.
En á aðfararnótt föstudags keyrði ég suður og er ansi hræddur um að fá hraðasekt eftir óvarkárni hjá hraðamyndavél í Hvalfjarðarsveit. Orlofið kom rétt í tæka tíð til að hverfa í tilgangslausa sekt. Hversu erfitt ætli það sé að setja hraðastilli í Renault Clio Mk1? Annars held ég að það muni ekki nema rúmum hálftíma á að keyra á t.d. 120km/h og 90km/h frá Akyureyri til Reykjavíkur. Ég reiknaði þetta reyndar í gremju minni eftir að hafa keyrt á rúmlega 100km/h fram hjá hraðamyndavél og þetta gæti því verið ónákvæmt. Ég er ennþá sár út í sjálfan mig.
tack tack
--Drekafluga leikjaspilandi ökufantur--
sunnudagur, 11. maí 2008
Hálsrígur
Síðan um miðja viku hef ég ekki getað litið til hægri (nei, þetta er ekki pólitísk myndlíking). Af þessum sökum virðist ég vera miklu árásargjarnari við þá sem nálgast mig frá þeirri hlið, sný öllum líkamanum að þeim. Þekkir einhver eitthvert ráð við þessu? Þetta batnar og versnar á víxl en er alltaf álíka ömurlegt. Hmm, og nú versnaði það. Ég get ekki haldið höfðinu beinu upp og hef myndað mér þá kenningu að Horatio Cane sé ekki að reyna að vera svalur heldur sé hann, líkt og ég, bara með hálsríg.
tack tack
--Drekafluga ennþá með hálsríg--
Síðan um miðja viku hef ég ekki getað litið til hægri (nei, þetta er ekki pólitísk myndlíking). Af þessum sökum virðist ég vera miklu árásargjarnari við þá sem nálgast mig frá þeirri hlið, sný öllum líkamanum að þeim. Þekkir einhver eitthvert ráð við þessu? Þetta batnar og versnar á víxl en er alltaf álíka ömurlegt. Hmm, og nú versnaði það. Ég get ekki haldið höfðinu beinu upp og hef myndað mér þá kenningu að Horatio Cane sé ekki að reyna að vera svalur heldur sé hann, líkt og ég, bara með hálsríg.
Ha ha ha:
tack tack
--Drekafluga ennþá með hálsríg--
laugardagur, 10. maí 2008
föstudagur, 9. maí 2008
Bústjórn lokið
tack tack
--Drekafluga óðalsbóndi--
Mamma og pabbi skelltu sér til Barcelona og við Gunnþóra skelltum okkur í sveitina að sjá um búið á meðan. Nú erum við komin aftur norður, Gunnþóra flytur svo til Reykjavíkur yfir sumarið næsta mánudag og ég síðan um mánaðarmótin. Mér líður yndislega í líkamanum eftir sveitastörfin. Nú verð ég að halda út mánudaginn. Þá er skólinn búinn. Þetta er samhengislaust. Ég er syfjaður. En ég lifi, síðan er ekki dauð. Farinn að sofa.
tack tack
--Drekafluga óðalsbóndi--
fimmtudagur, 1. maí 2008
mánudagur, 28. apríl 2008
List- og fagurfræði
Ferskur um morguninn fór hann
í fræðilegt próf og sat.
Síðar upp svo stóð hann
og stundi 'Ég gat hvað ég gat'.
G.V.V.
Ég veit. Ofstuðlun í þriðju línu. Mér er bara alveg sama. Nú er ég
búinn og á bara eftir að setja upp vorsýningu og svoleiðis stúss.
tack tack
--Drekafluga, alls enginn listfræðingur--
Ferskur um morguninn fór hann
í fræðilegt próf og sat.
Síðar upp svo stóð hann
og stundi 'Ég gat hvað ég gat'.
G.V.V.
Ég veit. Ofstuðlun í þriðju línu. Mér er bara alveg sama. Nú er ég
búinn og á bara eftir að setja upp vorsýningu og svoleiðis stúss.
tack tack
--Drekafluga, alls enginn listfræðingur--
fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar
Áfram bílstjórar, löggan beitti óþarfa valdi, steinkastarinn er hálfviti, sá sem kýldi lögreglumanninn líka o.s.frv. Ég hef hinsvegar um annað að hugsa. Framundan er eitt listasögupróf, samantekt í skólanum og uppsetning á vorsýningu. Ég er búinn að skila lokaverkefninu og þó ég eigi ekki von á að fá mjög hátt fyrir það þá er ég frekar sáttur. Ég er tilbúinn til að standa undir þeirri einkunn sem ég fæ (svo fremi að hún fari ekki undir 7 því þá skil ég þetta ekki). ...það lítur semsagt út fyrir að ég sé tilbúinn til að fá 7. Hér fyrir neðan má sjá lokaverkefnismyndir. Hægt er að smella á hverja og eina mynd til að sjá hana stærri. Þess má einnig geta að neðstu tvær myndirnar eru ekki af verkefninu heldur að lukkuálfi hönnunardeildarinnar og mömmu hennar. Ég vil þakka Stefáni Má sérstaklega fyrir myndavélarlán. Ég hefði ekki náð svona góðum myndum án þess að vera með hans vél.
Einhverra hluta vegna þá hleðst síðan misjafnlega upp og botninn dettur svo að segja út. Þ.e.a.s. síðan nær ekki utan um allt sem á henni stendur. Þar sem þetta er með eindæmum löng færsla og því hætta á að þetta gerist vil ég benda lesendun á að refresh (F5) lagar þetta nánast undantekningarlaust.
Verkefnið fólst í því að nemendur áttu að kynna tónleika að eigin vali fyrir almenningi. Í því skyni átti að gera veggspjald, bækling og boðskort eða gjöf handa velunnurum. Ég valdi mér flottustu sinfóníutónleika sem ég gat hugsað mér og afraksturinn er eftirfarandi.
Áfram bílstjórar, löggan beitti óþarfa valdi, steinkastarinn er hálfviti, sá sem kýldi lögreglumanninn líka o.s.frv. Ég hef hinsvegar um annað að hugsa. Framundan er eitt listasögupróf, samantekt í skólanum og uppsetning á vorsýningu. Ég er búinn að skila lokaverkefninu og þó ég eigi ekki von á að fá mjög hátt fyrir það þá er ég frekar sáttur. Ég er tilbúinn til að standa undir þeirri einkunn sem ég fæ (svo fremi að hún fari ekki undir 7 því þá skil ég þetta ekki). ...það lítur semsagt út fyrir að ég sé tilbúinn til að fá 7. Hér fyrir neðan má sjá lokaverkefnismyndir. Hægt er að smella á hverja og eina mynd til að sjá hana stærri. Þess má einnig geta að neðstu tvær myndirnar eru ekki af verkefninu heldur að lukkuálfi hönnunardeildarinnar og mömmu hennar. Ég vil þakka Stefáni Má sérstaklega fyrir myndavélarlán. Ég hefði ekki náð svona góðum myndum án þess að vera með hans vél.
Einhverra hluta vegna þá hleðst síðan misjafnlega upp og botninn dettur svo að segja út. Þ.e.a.s. síðan nær ekki utan um allt sem á henni stendur. Þar sem þetta er með eindæmum löng færsla og því hætta á að þetta gerist vil ég benda lesendun á að refresh (F5) lagar þetta nánast undantekningarlaust.
Verkefnið fólst í því að nemendur áttu að kynna tónleika að eigin vali fyrir almenningi. Í því skyni átti að gera veggspjald, bækling og boðskort eða gjöf handa velunnurum. Ég valdi mér flottustu sinfóníutónleika sem ég gat hugsað mér og afraksturinn er eftirfarandi.
Ok, hér er ég að leggja frumdrög að lokahönd á bæklingnum.
Einbeitingarsvipurinn farinn og ég gat klórað mér í kinninni.
Og Gunnþóra heimtaði bros, annars yrðu engar myndir teknar.
Súkkulaðið sem minnir mig alltaf á Einar Kára. Gaf mér orku.
Boðskortið fullgert. Það þurfti ekki að komast í gegnum bréfalúgu. Ég spurði.
Boðskortið opið. Í miðjunni var miniDVD diskur með lögum hljómsveitanna.
Bæklingurinn lokaður. Leðrið hafði togast til og því sést í teppalímbandið.
Svona leit þetta út á stallinum hjá mér. Voða látlaust fannst mér.
Bæklingurinn hálfopinn. Toppurinn var tekinn af og hver hlið lögð niður.
Bæklingurinn sést hér opinn til fulls. Hver hlið opnaðist um sjálfa sig.
Hér var innri dagskráin. Mér fannst fólk vera frekar hrifið af henni.
Þarna stend ég og reyni að gera grein fyrir því hvern fjandann ég var að spá.
Svona leit plakatið út.
Þetta er svo Guðrún af 2. ári með dóttur sína.
Og hér eru þær aftur. Ég varð að setja þessar myndir inn líka.
--Drekafluga, skæðasti gormur norðan alpafjalla. Le ha, le ha, le ha!--
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)