föstudagur, 27. júní 2008

Hnnghyahh! -annar hluti-
Bravó

Í öðrum fréttum þá tókst mér auðvitað að sparka veiku tánni duglega í þröskuld núna í hádeginu. Ég hef ekki enn þorað að líta á skaðann. ...hmm. Yaaaarhhgg! Ég var að líta á skaðann. Meira blóð, núna undir nöglinni að framan og sprunga á ská yfir hana alla. Þetta er ekki fallegt. En afar dæmigert. Auk þess tókst mér að skvetta þó nokkru af appelsíninu mínu yfir gólfið. Uppfærslur munu koma jafnóðum í það sem stefnir í áframhaldandi misþyrmingar á fótum mér.

tack tack

--Drekafluga slysasuga--

Engin ummæli: