What a Shock!
Nýlega umbreytti ég tölvunni minni í skrýmsli (ég er enn að gera upp við mig hvort ég vilji skrifa það með 'í' eða 'ý') og hef því í frítíma mínum verið að spila leiki eins og Unreal III, Crysis og Assassins Creed í fullum gæðum en... Bioshock?!?! What?! Hvaðan kom þessi ofurfallega snilld?! Sagan var víst þynnt jafnt og þétt í gegn um gerð leiksins til að spilarar gætu bara áttað sig á því sem var í kring um þá en hún er samt svo safarík og mikil. Leikurinn er smíðaður í kring um nýjustu Unreal vélina og lítur það vel út að ég hélt að upphafsmyndbandið væri ennþá í gangi þegar leikurinn var raunverulega byrjaður. Crysis er fullur af flottum fítusum og svakalegri grafík, Unreal III er gullfallegt fragfest, Assassins Creed = pure gravy o.s.frv. en Bioshock er bara svo miklu, miklu dýpri. Prófið hann. Ég mun kaupa af honum viðhafnarútgáfu.
En á aðfararnótt föstudags keyrði ég suður og er ansi hræddur um að fá hraðasekt eftir óvarkárni hjá hraðamyndavél í Hvalfjarðarsveit. Orlofið kom rétt í tæka tíð til að hverfa í tilgangslausa sekt. Hversu erfitt ætli það sé að setja hraðastilli í Renault Clio Mk1? Annars held ég að það muni ekki nema rúmum hálftíma á að keyra á t.d. 120km/h og 90km/h frá Akyureyri til Reykjavíkur. Ég reiknaði þetta reyndar í gremju minni eftir að hafa keyrt á rúmlega 100km/h fram hjá hraðamyndavél og þetta gæti því verið ónákvæmt. Ég er ennþá sár út í sjálfan mig.
tack tack
--Drekafluga leikjaspilandi ökufantur--
Nýlega umbreytti ég tölvunni minni í skrýmsli (ég er enn að gera upp við mig hvort ég vilji skrifa það með 'í' eða 'ý') og hef því í frítíma mínum verið að spila leiki eins og Unreal III, Crysis og Assassins Creed í fullum gæðum en... Bioshock?!?! What?! Hvaðan kom þessi ofurfallega snilld?! Sagan var víst þynnt jafnt og þétt í gegn um gerð leiksins til að spilarar gætu bara áttað sig á því sem var í kring um þá en hún er samt svo safarík og mikil. Leikurinn er smíðaður í kring um nýjustu Unreal vélina og lítur það vel út að ég hélt að upphafsmyndbandið væri ennþá í gangi þegar leikurinn var raunverulega byrjaður. Crysis er fullur af flottum fítusum og svakalegri grafík, Unreal III er gullfallegt fragfest, Assassins Creed = pure gravy o.s.frv. en Bioshock er bara svo miklu, miklu dýpri. Prófið hann. Ég mun kaupa af honum viðhafnarútgáfu.
En á aðfararnótt föstudags keyrði ég suður og er ansi hræddur um að fá hraðasekt eftir óvarkárni hjá hraðamyndavél í Hvalfjarðarsveit. Orlofið kom rétt í tæka tíð til að hverfa í tilgangslausa sekt. Hversu erfitt ætli það sé að setja hraðastilli í Renault Clio Mk1? Annars held ég að það muni ekki nema rúmum hálftíma á að keyra á t.d. 120km/h og 90km/h frá Akyureyri til Reykjavíkur. Ég reiknaði þetta reyndar í gremju minni eftir að hafa keyrt á rúmlega 100km/h fram hjá hraðamyndavél og þetta gæti því verið ónákvæmt. Ég er ennþá sár út í sjálfan mig.
tack tack
--Drekafluga leikjaspilandi ökufantur--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli