fimmtudagur, 26. júní 2008

Hnnghyahh!
Stundum, stundum koma dagar þar sem maður fær skanna ofan á stóru tánna á sér sem klýfur nöglina frá hlið, horfir afskræmdur í framan á blóðið spýtast upp, veltir fyrir sér af hverju í fjandanum skanninn skuli hafa vegið salt ofan á prentaranum og því dottið jafn auðveldlega, veltir líka fyrir sér hverjar líkurnar eru á að akkúrat hvassasta hornið skuli hafa lent akkúrat beint á tánni, hugsa svo með sér að það hafi kannski bjargað vélbúnaðinum í skannanum - ætli hann sé á annað borð í lagi? - og hoppa svo á öðrum fæti fram á baðherbergi til að þerra blóðið, gnístandi tönnum alla leiðina. Í gær var einn slíkur dagur. Og mér er illt.
tack tack

--Drekafluga Klofintá--

Engin ummæli: